Listamaður gegn listamönnum

  Í fyrra sótti sjónhverfingamaður,  Einar Mikael,  stíft í og náði að suða út rösklega hálfrar milljón króna styrk frá Nýsköpunarsjóði.  Hann er svo heimsfrægur í Grænlandi að hann neyðist til að versla með sólgleraugu á nefi í matinn dulbúinn sem Spiderman um miðja nótt í Hagkaup í Skeifunni.

  Þá gerist það að helstu rithöfundar landsins fá listamannalaun upp á rösklega 300 þúsund kall á mánuði.  Heimsfrægasti íslenski töframaður í Grænlandi brást hinn versti við.  Í Spædermanbúningi úti á bílastæði við Hagkaup í Skeifunni um miðja nótt sendi hann frá sér yfirlýsingu.  Í henni fordæmdi hann þá frekju í fólki að sníkja pening úr opinberum sjóðum.  Hann hvatti almenning til þess að sniðganga sníkjudýrin.  Búinn að steingleyma því að hann fór þar fremstur í flokki.

  Spyrja má hvort að spilagaldrar Einars auðgi andann,  næri þjóðarsálina,  umfram Draumaland Andra Snæs eða bækur Hallgríms Helgasonar og Gerðar Kristnýjar. 

  Kannski er það góð uppástunga hjá Einari að sniðganga hann og aðra sem sótt hafa um og fengið aura úr opinberum sjóðum. Til að mynda bændur, leikhús og kvikmyndir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá leiðréttin Jens Guð:

"Þá gerist það að stjórn rithöfundasambands landsins fær listamannalaun í sjálftöku 10 ár í röð upp á rösklega 300 þúsund kall á mánuði."

En auðvitað á ekki að skemma góða sögu þótt höfundur sé bara ólaunaður gervigrasalæknir ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.1.2016 kl. 21:55

2 identicon

Mér sýnist að þessa umræðu um listamannalaun eða ekki listamannalaun megi rekja til 365 miðla sem eru að væla með fyrrum ritstjóra sínum, sem telst ekki vera hæft eintak til að vera á listamannalaunum. 365 miðlar ráku reyndar þann mann á sínum tíma, þar sem þeir töldu hann greinilega ekki vera hæft eintak í ritstjórastól. 

Stefán (IP-tala skráð) 21.1.2016 kl. 08:24

3 Smámynd: Jens Guð

Hilmar,  ég vitna hér beint í Ólaf Arnarson (hann útlistar þetta nánar á Hringbraut í kvöld):

" Ég veit ekki til þess að Andri Snær Magnason eða Hallgrímur Helgason hafi setið í stjórn Rithöfundasambandsins samfellt síðustu 10 árin. Þar eru menn kosnir til tveggja ára og endurnýjun ör. Stjórnin tilnefnir, lögumsamkvæmt, í úthlutunarnefnd til eins árs í senn. Enginn má stija lengur en 3 ár í úthlutunarnefnd. Stjórnin hefur svo ekkert með störf úthlutunarnefndar að gera eftir að tilnefningu er lokið heldur heyrir úthlutunin undir stjórn launasjóðs listamanna og er undir hatti Rannís. Þetta með afköstin er ekki svaravert því þeir eru með afkastameiri rithöfundum og að auki verður list varla mæld í rúmmetrum eða öðrum magnafköstum. Þá má benda á að réttara er að líta á þessi framlög sem fjárfestingu en útgjöld því þau skila sér margföld til baka í ríkiskassann með bæði beinum og óbeinum hætti."

Jens Guð, 22.1.2016 kl. 12:41

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þú vilt meina að þetta sé skipulagt áhlaup á Andra Snæ og Hallgrím Helgason.

Jens Guð, 22.1.2016 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.