4.4.2016 | 05:26
Heimsfrægur í útlöndum
Þetta er allt einn stór misskilningur. Samfélagsmiðlarnir loga. Í fljótu bragði virðist þetta vera flest á einn veg: Menn túlka atburði gærdagsins sem svo að forsætisráðherra þjóðarinnar, hinn rammíslenski og þjóðholli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi lagt land undir fót og flúið með skottið á milli lappanna undan meinleysislegum spurningum forvitinna drengja. Einungis vegna þess að hann var kominn í einhverskonar ógöngur; rak í vörðurnar með taugarnar þandar og þurfti ferskt útiloft til að ná jafnvægi á ný.
Samkvæmt mínum heimildum er ástæðan önnur. Sveitastrákinn af eyðibýli á Norðurlandi langaði skyndilega í súkkulaðitertu. Þegar mallakúturinn kallar á djöflatertu þá þolir það enga bið. Þetta vita allir sem hafa ástríðu fyrir súkkulaðitertu. Við erum að tala um bráðatilfelli.
Bestu fréttirnar eru þær að núna er súkkulaðistrákurinn orðinn frægasti Íslendingurinn í útlöndum. Það er meira fjallað um hann í heimspressunni í dag en Björk. Miklu meiri. Hann er á forsíðu stórblaðanna í sex heimsálfum. Öllum nema Suðurskautslandinu.
http://panamapapers.sueddeutsche.de/articles/56fec0cda1bb8d3c3495adfc/
http://www.svtplay.se/video/7373606/agenda/agenda-3-apr-21-15
Lögregla kölluð að heimili Sigmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Spaugilegt, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:15 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
Nýjustu athugasemdir
- Lífseig jólagjöf: Þetta minnir mig á vinina tvo sem gáfu hvorum öðrum alltaf fimm... sigurdurig 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Ég hef fengið jólagjöf sem ég sjálfur gaf jólin áður og var nok... Stefán 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Sigurður I B, allra bestu jólakveðjur! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Frábær nýting á jólagjöf og gleðilega jól minn kæri. sigurdurig 24.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já ég man það vel þegar Jón Rúnar sagði þetta um heiðursmanninn... sigurdurig 23.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já Stefán það hafa ekki alltaf verið rólegheit og friður í krin... johanneliasson 21.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jóhann, ég var að rifja upp á netinu þegar Jón Rúnar veittist a... Stefán 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán (# 15), við skulum ekki blanda mömmu drengjanna inn í þ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jóhann (# 14), þú ættir að senda Jóni Rúnari jólakort. Honum ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán (# 13), bræðurnir eru grallarar og ágætir húmoristar. ... jensgud 20.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 249
- Sl. sólarhring: 275
- Sl. viku: 878
- Frá upphafi: 4115935
Annað
- Innlit í dag: 198
- Innlit sl. viku: 651
- Gestir í dag: 196
- IP-tölur í dag: 196
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Þetta blessaða fjölmiðlafólk erlendis ætti bara að vita að svona lagað er ekki beint fréttnæmt á Íslandi þegar um Framsóknarflokkinn er að ræða. Það þarf engan offitusjíkling til að mála skrattann á vegginn. Framsóknarflokkurinn hefur verið skrattinn á veggnum allt frá stofnun flokksins.
Stefán (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 08:18
http://sannleikurinn.kvennabladid.is/forsida/content/getur-ekki-logid-a-ensku
GB (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 09:22
Hvað er einn reikningur milli vina(hjóna)???
Sigurður I B Guðmundsson, 4.4.2016 kl. 09:34
Góðar myndirnar með færslunni hjá þér, Jens!
Jón Valur Jensson, 4.4.2016 kl. 09:37
Já, hvað er einn dollar milli hjóna?!
Jón Valur Jensson, 4.4.2016 kl. 09:38
Það sem mig undrar mest að ennþá eru nokkrir hér sem reyna að afsaka þessa framkomu, sér til mikillar minnkunnar. Ég mun aldrei taka framar mark á neinu sem það fólk segir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2016 kl. 09:41
Átakanlegt viðtal við siðleysingja í hádegisfréttum Stöðvar 2.
Stefán (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 12:14
Stefán (#1), við skulum ekkert segja útlendingu8m frá þessu.
Jens Guð, 4.4.2016 kl. 19:27
GB, bestu þakkir fyrir þessa skemmtilegu grein.
Jens Guð, 4.4.2016 kl. 19:27
Sigurður I B, reikningsplaggið ku hafa kostað meira en upphæðin sem skipti um hendur.
Jens Guð, 4.4.2016 kl. 19:29
Jón Valur, ég mátti til með að leyfa SDG að horfa á girnilega tertusneið.
Jens Guð, 4.4.2016 kl. 19:30
Ásthildur Cesil, ég hef verið að lesa um þetta í heimspressunni. Þar ber lítið sem ekkert á að menn séu að afsaka þetta. Undrun er meira áberandi.
Jens Guð, 4.4.2016 kl. 19:33
Stefán, ég missti af því.
Jens Guð, 4.4.2016 kl. 19:33
Heimspressunni? ég er að tala um moggabloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2016 kl. 20:29
Ásthildur Cesil, ég kom heim klukkan hálf átta (er fjarri tölvu allan daginn) og á alveg eftir að tékka á Moggablogginu. Takk fyrir að minna mig á það.
Jens Guð, 4.4.2016 kl. 20:37
Ég vil benda ykkur öllum á að hlusta á mjög gott viðtal Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur við Sigmund Davíð í Sjónvarpinu undir kvöldið, það er á þessari vefslóð: ruv.is/sarpurinn/ruv/motmaelafundur-fra-austurvelli/20160404 -- og stillið ykkur inn á að fara inn á það þar sem 1:16:30 (1 klst. 16 mín og 30 sek.) eru liðnar af þeim langa dagskrárlið.
Hann svarar þarna ekki af neinum hroka; og tvisvar eða þrisvar hefur hann í dag beðizt afsökunar á ýmsu sem þessu máli viðkemur.
Brot úr þessu viðtali voru sýnd í aðalfréttatíma Sjónvarpsins kl. 19, en ég hjó t.d. eftir því, hverig eitt brotið var klippt þannig, að það kom út eins og hann hefði gert lítið úr mótmælendum (vegna fæðar þeirra), svona í áttina við fræg ummæli Ingibjargar Sólrúnar á fundinum í Háskólabíói snemma árs 2009 ("en þið eruð ekki þjóðin" -- orð sem voru þó í sjálfum sér alveg rétt!), en strax í næstu setningu Sigmundar var alveg skýrt, að hann var ekki að sýna slíka óvirðingu eða mæla mótmælin niður. En þeirri setningu var einmitt sleppt í fréttatímanum!!
Eins sér maður enn hlutdrægni starfsmanna Sjónvarpsins í 10-fréttum kvöldsins; viðmælendur þess eru að mestu leyti teknir úr hópi mótmælendanna á Austurvelli, lítið leitað eftir öðrum.
Rúv er ekki hlutlaust í þessu máli, og sumir fréttamenn þar kjamsa á því í raun og taka með orðum sínum afstöðu þar sem þeir eiga skv. vinnureglum sínum að gæta hlutlægni og hlutleysis.
Jón Valur Jensson, 4.4.2016 kl. 23:43
Hann er ekki glæpó.....kellingin hans er glæpó. Kellingin og Bjarni Ben eru glæpó.
Nammi namm! TERTA!!!
Glæpó (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 23:54
æ æ æ
http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/Islendinger-om-avsloringene---Det-kan-komme-til-a-eksplodere-8415870.html
Glæpó (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 00:47
Þetta kallar Sven Eldon finnskur háskólakennari;Storm í vatnsglasi" Þeir eru alvanir atvinnu spyrjaranum sænska,hann er aræmdur. Sigmundur gerði bara ekkert sem gefur tilefni til afsagnar. Þótt það skipti ekki máli lengur,vildi ég óska þess að við hefðum fleygt stjórnarskráafbrotafólki Jóhönnustjórnar út,sem skrækir hver sem betur getur yfir engu.
Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2016 kl. 02:32
Ég tók þátt í fjölmennustu mótmælum sögunnar hingað til á Austurvelli í gær. Þar var mjög fjölbreyttur hópur á öllum aldri, t.d. sármóðgaðir fyrrum kjósendur Framsóknarflokksins að biðja fólk afsökunar á atkvæðum sínum. Þarna varð ég líka var við hópa af hneyksluðum ungliðum úr Sjálfstæðisflokknum / Heimdalli. Ég tók einhverja af þeim tali og þeir sögðust treysta því að Bjarni Ben og forysta Sjálfstæðisflokksins komi Sigmundi Davíð frá þegar í stað. Framsóknarmenn á Akureyri eru búnir að lýsa vantrausti á Sigmund Davíð og ég tel framsóknarmenn af öllu landinnu geri slíkt hið sama í dag, nema auðvitað framsóknarmenn í Skagafirði sem sagðir eru jafn veruleikafyrrtir og ráðherra þeirra sem nú ver Sigmund Davíð með kjafti og klóm í Indlandi. Sennilega færi best á því að sá maður héldi sig alveg erlendis á næstunni og hafi vit á því að þegja.
Stefán (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 08:14
Jón Valur (#16), takk fyrir ábendinguna.
Jens Guð, 5.4.2016 kl. 08:43
Glæpó, takk fyrir slóðina.
Jens Guð, 5.4.2016 kl. 08:45
Helga, mig grunaði að þetta væri stormur í vatnsglasi.
Jens Guð, 5.4.2016 kl. 08:47
Stefán (#20), þetta eru spennandi tímar (eins og Þorgerður Katrín sagði þegar bankarnir hrundu og kúlulánið hvarf).
Jens Guð, 5.4.2016 kl. 08:49
Já, sjálfsagt er þessi súkkulaðisólgni refur áhættufíkill.
Stefán (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 10:24
Sigmundur Davíð er búinn að mála sig svo gjörsamlega út í horn, að svo virðist vera að skagfirski bensíntitturinn sem hann gerði að utanríkisráðherra sé nú hans eini stuðningsmaður, en sá er bara staddur í Indlandi og verður vonandi þar sem allra lengst.
Stefán (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 14:21
Stefán, þetta er allt að faraúr böndum.
Jens Guð, 5.4.2016 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.