11.4.2016 | 22:07
Fagnaðarefni
Það er fátt neikvætt við að fráfarandi forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunn-LAUG-sson, sé aðhlátursefni út um allan heim. Heimspressan - netmiðlar, dagblöð og sjónvarpsstöðvar - keppast við að búa til, fara lengra með og teygja brandara og skemmtiefni úr klaufaskap hans við að ljúga. Það er ekkert nema kostur að kæta heimsbyggðina með safaríku grínfóðri.
Í framhjáhlaupi má skjóta því inn að vandræðagangur kauða, stam og óðagot, sannar að hann er ekki siðblindur. Hann þekkir mun á réttu og röngu. Afhjúpandi einkenni siðblindra er að þeir eiga jafn auðvelt með að ljúga og segja satt. Þetta eru góðar fréttir.
Ennþá betri fréttir er að mikil umfjöllun um Ísland í heimspressunni vekur athygli á Íslandi og skilar auknum ferðamannastraumi. Útlendingar þyrpast til Íslands sem aldrei fyrr með fangið fullt af gjaldeyri. Okkur bráðvantar þann gjaldeyri í stað allra peninganna sem Íslendingar fela í skattaskjólum á Tortóla.
Sigmundur Davíð skotspónn spéfugla beggja vegna Atlantshafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjármál, Spaugilegt, Spil og leikir | Breytt 12.4.2016 kl. 08:46 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 33
- Sl. sólarhring: 594
- Sl. viku: 1191
- Frá upphafi: 4121573
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 1013
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Siegesmund Mossack Gunnlaug Alles von Sekur
FORNLEIFUR, 12.4.2016 kl. 00:22
Kanntu þennan; "Sá hlær best sem síðast hlær" Þegar heimska heimspressan netmiðlar dag og næturblöð uppgötva að þau voru göbbuð,það laug engin meir en senditíkur þeirra. Ég býst við fella tár yfir illskunni.
Helga Kristjánsdóttir, 12.4.2016 kl. 00:32
Þetta er líklega sú allra versta landkynning sem Ísland hefur nokkurn tíma fengið. Bara að heimurinn vissi að það eru nánast bara framsóknarmenn sem eru svona og það er vissulega stjórnmálaflokkur sem má ALLS EKKI komast í ríkisstjórn í framtíðinni´- ALDREI !
Stefán (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 08:11
Já og meðvirkir einstaklingar af báðum kynjum sem sjá ekkert athugavert við drenginni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2016 kl. 09:15
Væri ekki tilvalið að fylgja þessari ókeypis auglýsingu SDG um landið okkar eftir með því að búa til sérstakt embætti fyrir hann sem móttökustjóra erlendra ferðamanna til landsins.
Ég held hann myndi sóma sér vel fyrir utan Leifsstöð, íklæddum kokksbúningi. Hann myndi þá stimpla ferðamannapassana og gefið þeim sem gætu sannað að þeir hefðu greitt sinn túristaskatt(?) ókeypis pylsu með öllu eða súkkulaðikökusneið.
Agla (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 13:32
Nú keppast erlendir fjölmiðlar við það að leita uppi síðusta stuðningsfólk framsóknarflokkins og viti menn, það fólk finnst á Sauðárkróki, gengur þar um á sínum sauðskinnsskóm og fylgist greinilega lítið með fréttum - Skagfirska efnahagsssvæðið.
Stefán (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 13:35
Fornleifur, þetta eru virkilega áhugaverðar pælingar.
Jens Guð, 12.4.2016 kl. 18:02
Helga, þetta er merkileg spá hjá þér.
Jens Guð, 12.4.2016 kl. 18:03
Ýmsum þykir framkoma SDG hefa verið klaufaleg í sjónvarpsviðtalinu heimsfræga, enda komu spurningarnar, sem hann fékk, honum í opna skjöldu. Hann er þó ekki einn þjóðarleiðtoga um að hafa gert sig að aðhlátursefni.
Heinrich Lübke, annar forseti V-Þýskalands, þótti oft komast klaufalega að orði. Fóru af því ýmsar sögur.
Í opinberri heimsókn til Nigeriu á hann að hafa flutt ávarp sem hófst á þessa leið: "Sehr geehrte Damen und Herrn, liebe Neger".
Lübke þótti ekki sterkur í enskunni. Eitt sinn var Bretadrottning í opinberri heimsókn í Þýskalandi, var henni þá boðið á konsert. Rétt áður en konsertinn hófst á forsetinn að hafa sagt við drottningu: "Equal goes it loose", sem er orðrétt þýðing úr þýsku: "Gleich geht es los", en sjálfsagt eru þessar sögur lognar.
Hins vegar mun það satt vera að hann fór eitt sinn í opinbera heimsókn til ótiltekins Afríkuríkis og mundi ekki hvað landið hét sem hann var staddur í.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 18:24
Stefán, við skulum ekkert segja útlendingum frá Framsóknarflokknum.
Jens Guð, 12.4.2016 kl. 18:36
Ásthildur Cesil, meðvirkni er algengt vandamál.
Jens Guð, 12.4.2016 kl. 18:40
Agla, þetta er góð hugmynd. Sérstaklega með súkkulaðitertuna.
Jens Guð, 12.4.2016 kl. 18:41
Stefán, ég þekki sveitungana og var búin að sjá viðbrögð þeirra á Fésbók.
Jens Guð, 12.4.2016 kl. 18:43
Hörður, takk fyrir skemmtilegar sögur.
Jens Guð, 12.4.2016 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.