Ljótur hrekkur

  Ég ók á löglegum hraða vestur eftir Bústaðavegi.  Þá upphófst skyndilega hávært sírenuvæl nálægt mér.  Ég gaf mér ekki tíma til að athuga hvort að þar væri lögreglubíll eða sjúkrabíll á ferð.  Þess í stað brunaði ég á fullri ferð upp á umferðareyju til að opna greiða leið fyrir sírenubílinn.  Ég beygði heldur skart upp á eyjuna því að felga á framhjóli beyglaðist.  

  Umferð var töluverð.  Mér til undrunar sinnti enginn í öðrum bíl sírenukallinu.  Umferð hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist.  Jafnframt þagnaði sírenan án þess að ég kæmi auga á sírenubíl.

  Við nánari athugun virðist sem sírenuvælið hafi hljómað úr útvarpinu.  Þar var í spilun lag,  "Ai ai ai",  með þeirri góðu reggae-sveit AmabAdama.  Undir lok lagsins hljómar sírenuvæl (á mín 2.54).    

  Þó að sírenan hafi hrekkt mig og minn bíl þá situr það ekki í mér.  AmabAdama er svo assgoti flott hljómsveit.

  Annað mál er að fólk í næstu bílum á eftir mér hefur næsta víst þótt aksturslag mitt einkennilegt og undrast skyndilegt erindi mitt upp á umferðareyju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er ekki öll vitleysan eins Jens

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 13.5.2016 kl. 21:45

2 identicon

Um miðbik 2008 heyrðist sírenuvæl.

Og öllum var sagt að tjilla við grillið ...

L. (IP-tala skráð) 13.5.2016 kl. 22:07

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo er auglýsing frá bílastillingu Nicolai þar sem bílflaut er þanið og ég hrekk alltaf við ef ég er á ferðinni en slepp við að enda upp á umferðareyju!!

Sigurður I B Guðmundsson, 13.5.2016 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband