Banni létt af Trump

 

trump-and-young

 

 

 

 

 

 

 

   Margt hefur orðið til þess að Donald Trump er vinsælt fyrirsagnafóður í fjölmiðlum út um allan heim.  Líka á Íslandi.  Mest þó í Bandaríkjum Norður-Ameríku.  Það er heppilegt.  Hann er einmitt að keppast við að tryggja sér útnefningu sem forsetaframbjóðandi bandaríska Reppaflokksins.  

  Ástæður þess að kallinn baðar sig í sviðsljósinu eru ekki að öllu leyti þær að hann sé meðvitað snjall að koma sér þangað.  Allskonar vandræðagangur hefur einnig skilað honum í sviðsljósið.  Til að mynda að vinir hans í tónlistarbransanum hafa hver á fætur öðrum stungið hann í bakið.  Fyrstur til þess var Njáll Ungi.  Þeir eru góðir vinir.  Í upphafi kosningabaráttunnar notaði Trump lag hans,  Rockin' in the Free World, sem kosningalag.

  Njáll er stuðningsmaður Bernie Sanders.  Sá keppir við Hillary Clinton um að verða forsetaframbjóðandi Demókrata.  Njáll bannaði Trump umsvifalaust að nota lagið á kosningafundum.  Trump hélt fyrst að hann væri að stríða sér.  Þeirra vinskapur hefur staðið til margra ára.  En Njáli var alvara.  Trump varð að finna sér nýtt kosningalag.  Það reyndist vera þrautin þyngri.  Þungavigtartónlistarmenn eru ekki í stuðningsliði Trumps.  Þvert á móti.

  Nú bregður svo við að Njáll hefur skipt um skoðun.  Hann lýsir því yfir að héðan í frá sé ÖLLUM heimilt að nota tónlist hans hvar sem er og hvenær sem er.  Einu skilyrði er að borgað sé ríflega fyrir notkunina.  Um það snúist kúvendingin.  Hann þurfi á peningum að halda.

  Án þess að Njáll hafi tekið það fram þá rekur hann sumarbúðir fyrir fatlaða og fjáröflunarsamtök fyrir bændur.  

  Trump hefur tekið umskiptum Njáls fagnandi. En ekki David Crosby,  fyrrum félagi Njáls í hljómsveitinni Crosby, Stills, Nash & Young.  Sá sendir Njáli kaldar kveðjur á twitter.

   


mbl.is Trump öruggur með útnefningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þú gætir boðið honum að nota "Þorraþrælinn"!!

Sigurður I B Guðmundsson, 27.5.2016 kl. 08:24

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  góð hugmynd!

Jens Guð, 27.5.2016 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.