Obama og þungarokk

  Á dögunum bauð forseti Bandaríkja Norður-Ameríku,  Hussein,  forsætisráðherrum Norðurlanda í partý.  Gríðarlega athygli vakti hérlendis að eiginkona íslenska forsætisráðherrans,  Sigurðar Inga,  mætti ekki buxnalaus í partýið.  Það var óvænt.  Vestan hafs vakti meiri athygli að íslenski forsætisráðherrann mætti ekki í partýið á einum strigaskó - minnugir furðulegs skóbúnaðar Sigmunds Davíðs í Hvíta húsinu (spariskór á öðrum fæti,  strigaskór á hinum).  

  Í spjalli við forsætisráðherra Norðurlanda kom bandaríkjaforseti,  Hussein,  inn á áhugaverðan punkt:  Hann hafði uppgötvað sér til undrunar að flestar þungarokksplötur hans voru með finnskum hljómsveitum.  Hann lét bandarísku leyniþjónustuna,  CIA,  kanna málið.  Niðurstaðan var sú að Finnland hýsi fleiri þungarokkshljómsveitir en nokkur önnur þjóð í heiminum.  Þar af hafa margar þeirra náð sterkri stöðu á heimsmarkaði.  Þar má nefna stórveldi á borð við HIM,  Lordi,  Nightwish,  Finntroll og Hanoi Rocks.  Bara svo að örfáar sem ég kannast við séu nefndar.  Fyrir nokkrum árum varð á vegi mínum í Stokkhólmi í Svíþjóð plötubúð sem seldi einungis finnskar þungarokksplötur.  Ekkert annað.  Þegar ég fletti þar í gegnum plöturekka kom mér á óvart hvað ég kannaðist við margar hljómsveitir.

  Finnar eru vissulega stórtækastir allra í þungarokki.  Alveg svo um munar.  Þar eru yfir 600 þungarokkshljómsveitir á hverja milljón íbúa.  Svíar koma þar næstir.  Og reyndar með bestu þungarokkshljómsveitirnar: Entomed,  At the Gates,  Meshuggah,  Claswfinger,  In Flames,  Amon Amarth,  Total Javla Mörker...

  Íslendingar eru í þriðja sæti. Við eigum rösklega 100 þungarokkshljómsveitir.  Hæst bera Sólstafir,  Skálmöld,  Dimma,  Nykur,  Mínus,  Celestine...  Ég er áreiðanlega að gleyma 90 og eitthvað.  

  Til að stækka kortið hér fyrir neðan þarf að smella á það.         

metal-bands

      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.