Obama og ţungarokk

  Á dögunum bauđ forseti Bandaríkja Norđur-Ameríku,  Hussein,  forsćtisráđherrum Norđurlanda í partý.  Gríđarlega athygli vakti hérlendis ađ eiginkona íslenska forsćtisráđherrans,  Sigurđar Inga,  mćtti ekki buxnalaus í partýiđ.  Ţađ var óvćnt.  Vestan hafs vakti meiri athygli ađ íslenski forsćtisráđherrann mćtti ekki í partýiđ á einum strigaskó - minnugir furđulegs skóbúnađar Sigmunds Davíđs í Hvíta húsinu (spariskór á öđrum fćti,  strigaskór á hinum).  

  Í spjalli viđ forsćtisráđherra Norđurlanda kom bandaríkjaforseti,  Hussein,  inn á áhugaverđan punkt:  Hann hafđi uppgötvađ sér til undrunar ađ flestar ţungarokksplötur hans voru međ finnskum hljómsveitum.  Hann lét bandarísku leyniţjónustuna,  CIA,  kanna máliđ.  Niđurstađan var sú ađ Finnland hýsi fleiri ţungarokkshljómsveitir en nokkur önnur ţjóđ í heiminum.  Ţar af hafa margar ţeirra náđ sterkri stöđu á heimsmarkađi.  Ţar má nefna stórveldi á borđ viđ HIM,  Lordi,  Nightwish,  Finntroll og Hanoi Rocks.  Bara svo ađ örfáar sem ég kannast viđ séu nefndar.  Fyrir nokkrum árum varđ á vegi mínum í Stokkhólmi í Svíţjóđ plötubúđ sem seldi einungis finnskar ţungarokksplötur.  Ekkert annađ.  Ţegar ég fletti ţar í gegnum plöturekka kom mér á óvart hvađ ég kannađist viđ margar hljómsveitir.

  Finnar eru vissulega stórtćkastir allra í ţungarokki.  Alveg svo um munar.  Ţar eru yfir 600 ţungarokkshljómsveitir á hverja milljón íbúa.  Svíar koma ţar nćstir.  Og reyndar međ bestu ţungarokkshljómsveitirnar: Entomed,  At the Gates,  Meshuggah,  Claswfinger,  In Flames,  Amon Amarth,  Total Javla Mörker...

  Íslendingar eru í ţriđja sćti. Viđ eigum rösklega 100 ţungarokkshljómsveitir.  Hćst bera Sólstafir,  Skálmöld,  Dimma,  Nykur,  Mínus,  Celestine...  Ég er áreiđanlega ađ gleyma 90 og eitthvađ.  

  Til ađ stćkka kortiđ hér fyrir neđan ţarf ađ smella á ţađ.         

metal-bands

      


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband