Tóti trúđur í illindum

 

  Tóti trúđur er jafn samfléttađur ţjóđhátíđardeginum 17. júní og helíumblöđrur,  íslenski fáninn og fjallkonan.  Hann reitir ótt og títt af sér ferska og beinskeytta brandara á fćribandi.  Ţeir smellhitta í mark hjá foreldrum ekki síđur en börnum.  Jafnvel líka hjá fjarskyldum.  

  Á síđustu öld skrapp hann til Hollands.  Gott ef ekki til ađ kaupa trúđadót.  Hann gekk snemma til náđa á dýru hóteli.  Enda ţreyttur eftir langt flug og rútuferđir, bćđi hérlendis og í útlandinu.  Hinsvegar ákvađ hann ađ taka morgundaginn snemma og stillti vekjaraklukkuna á átta.  Ţví nćst sofnađi hann vćrt og dreymdi margt fallegt.  

  Ţegar vekjaraklukkan vakti hann af vćrum blundi brá hann sér umsvifalaust í sturtu,  rakađi sig og tannburstađi.  Ţessu nćst fór hann í sitt fínasta skart.  Hann vildi koma vel fyrir í útlandinu.

  Hann gekk ábúđafullur niđur í veitingasal hótelsins.  Ţar pantađi hann enskan morgunverđ (spćld egg, pylsur, beikon, bakađar baunir, grillađa tómata,  steikta sveppi, ristađ brauđ) og glas međ nýkreistum appelsínusafa.  Svo undarlega vildi til ađ ţjónninn brást hinn versti viđ.  Bađst undan ţví ađ taka niđur pöntun á enskum morgunverđi.  Ţess í stađ vakti hann athygli á vinsćlli og vel rómađri nautasteik. Mćlti međ tilteknu hágćđa rauđvíni međ.  

  Trúđurinn fúlsađi viđ uppástungunni.  Sagđist hafa andúđ á áfengi.  Nautasteik vćri út í hött á ţessum tíma dags.  Varđ af ţessu töluvert ţref.  Ţjónninn kom međ fleiri uppástungur sem hlutu sömu viđbrögđ.  Ađ ţví kom ađ síga fór í báđa.  Rómur hćkkađi og fleiri ţjónar blönduđust í máliđ.  Ţegar allt var komiđ á suđupunkt og forviđa matargestir farnir ađ fylgjast međ kom í ljós hlálegur misskilningur:  Ţađ var kvöld en ekki morgun.

  Kappinn hafđi lagst til svefns um klukkan hálf átta ađ kvöldi. Klukkan vakti hann hálftíma síđar.  

enskur morgunverđur

 

 

 

 

 

 

 -----------------------------

http://utvarpsaga.is/kludur-a-vefsidu-frambjodanda-kreistir-fram-bros/


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góđ saga af Katli vini mínum! 

Til hamingju međ daginn! laughing

Jón Valur Jensson, 17.6.2016 kl. 18:04

2 Smámynd: Jens Guđ

Takk fyrir ţađ og eigđu góđa ţjóđhátíđarhelgi!

Jens Guđ, 18.6.2016 kl. 19:10

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband