18.6.2016 | 18:52
Hver skóp gjá á milli ráðamanna og þjóðar?
Mikla undrun og athygli vakti að almenningi var kyrfilega haldið frá Austurvelli þjóðhátíðardaginn 17. júní. Margir hafa vanið sig á - alveg frá 1944 - að standa á "sínum stað" á Austurvelli undir hátíðarræðum ráðamanna. Í gær mættu þeim girðingar og lögregluþjónar, gráir fyrir járnum með kylfur og handjárn í beltisstað og gasúða á brúsum. Aldrei jafn tilbúnir og nú að hrópa: "Gas! Gas! Gas!".
Gamla fólkið vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Það fékk ekki að brölta í gamla stæðið sitt. Þarna utan girðingar hvorki sá það né heyrði í ráðamönnum þjóðarinnar. Kannski táknrænt. Á Fésbók hefur yngra fólk einnig kvartað undan því að hafa ekki náð að heyra né sjá hvað landsfeður höfðu þarna að færa, Höfðu þó sumir einlæga þörf fyrir að fá leiðsögn frá þeim í lífinu.
Enginn kannast við að hafa búið til þessa gjá á milli ráðamanna og þjóðar. Hver vísar á annan. Forsætisráðherra vísar á lögregluna. Hún vísar til baka á forsætisráðherra. Segir þetta hafa verið samráðsverkefni forsætisráðherra og þjóðhátíðarnefndar. Þjóðhátíðarnefnd kannast ekki við sína aðkomu.
Lögreglan hefur bent á að hún hafi aðeins staðið vörð um hefðbundna gjá á milli þjóðar og ráðamanna. Þetta hafi verið nákvæmlega eins í fyrra. Gjáin hafi einungis verið stækkuð um 5 metra á kant, samtals aðeins 20 metra.
Einhverjir hafa vísað til þess að hróp voru gerð að Sigmundi Davíð, þáverandi forsætisráðherra, í fyrra. Aðrir benda á að sú uppákoma hafi verið vel og rækilega boðuð og auglýst fyrirfram. Nú hafi aftur á móti ekkert slíkt verið boðað eða fyrirhugað. Enda hefur núverandi forsætisráðherra, Sigurður Ingi, gagnrýnt lögregluaðgerðirnar. Þrátt fyrir að löggan fullyrði að hann og hans embætti hafi staðið fyrir því að gjáin á milli ráðamanna og þjóðar var breikkuð í gær.
Undrast lokanir lögreglu á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Lífstíll, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 166
- Sl. viku: 1024
- Frá upphafi: 4111509
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 857
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Það má segja í þessu tilfelli hafi stjórnmálamennirnir á alþingi verið þjóðníðingarnir. Það þarf enginn að segja mér að þessi uppákoma sér runninn undan einhverjum öðrum rifjum. Skömmin er algjörlega þeirra. Talandi um Jóhönnu og Steingrím þá eru þessir ráðamenn svona um það bil að gera þau góð. Hélt að það væri ekki hægt, en svona er þetta bara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2016 kl. 19:07
Ásthildur Cesil, það er athyglisvert hvernig embættin vísa - hvert á fætur öðru - frá sér allri ábyrgð af frumkvæði og samráði um aðgerðina. Einhver segir ósatt.
Jens Guð, 18.6.2016 kl. 19:14
Svo sannarlega, og hvað segir það okkur? Jú þeir kunna svolítið að skammast sín en eru ekki nógu heiðarlegir að biðjast afsökunar. Þetta er ekkert minna en skandall.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2016 kl. 19:40
Jens. "Embættin vísa-hvert á fætur öðru-frá sér allri ábyrgð af frumkvæði og samráði um aðgerðina". Einmitt þannig er stjórnsýslan á Íslandi raunveruleikans.
Þetta minnir mig á þegar Tryggingarstofnun Ríkisins og ábyrgt forsvarsembætti Lífeyrissjóðanna ætlaði að taka mig fyrirvaralaust af örorku, um mánaðarmótin Júní/Júlí á síðasta ári.
Vegna þess að ég bar víst fulla ábyrgð á að kunna ekki utanbókar vinnu öryrkja við pappírsútfyllingar. Tveir læknar höfðu skilað inn umsókn um áframhald, en það dugði ekki? Ég gladdi þá ekki með að fá hjartaáfall, svo losna mætti við þetta rusl sem ég er. Því miður heldur martröð óréttlætisins í kerfinu áfram, eins og vel launuð spillingartannhjólanna aftökuvél. Maður veltir því fyrir sér hvenær almættinu þóknast að leysa mann úr þessum álögum ómennskunnar?
Mammon hefur víða skapað valdstjórnarinnar gjá milli mennsku og ómennsku.
Með lögum skal land byggja og ólögum eyða?
Sá ekki betur en forseti Hæstaréttar Íslands; Markús Sigurbjörnsson, og valdhafandi lagaprófessorsfrúin hans í Háskóla Ísalands; Björg Thorarensen, væru í liðinu sem hefur valið almenning burt? Á fremsta bekk, ásamt Kristjáni L. Möller?
Höfuðstöðvar alls valds á Íslandi er hjá Hæstarétti Íslands, Háskóla Íslands, og fjölmiðlum valdsstjórnarinnar.
Sturla Jónsson fær mitt verðskuldaða atkvæði í forsetakosningunum. Flóknara er réttlætið í þeim kosningum ekki núorðið, í mínum huga.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.6.2016 kl. 20:03
Ég tók þessu sem svo að það væri verið að verja þjóðina gegn því að ráðamenn kæmust að henni.
Grrr (IP-tala skráð) 19.6.2016 kl. 07:02
Getum við þjóðin ekki bara haft eigin opna hátíðardagsskrá á næsta ári?
Jósef Smári Ásmundsson, 19.6.2016 kl. 12:30
Allavega tókst mótmælendum að eyðileggja sautjánda júní í fyrra með einhverjum trefli og skrílslátum. Kemur ekki á óvart að teknar séu upp nýjar ráðstafanir gegn slíku. Ég hef oftast mætt niður á Austurvöll og fundist það hátíðlegt, en nú er öldin önnur og mótmælendum hefur tekist að eyðileggja þennan mikilvæga dag. Þeir geta sjálfum sér um kennt.
Birna Katrín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.6.2016 kl. 13:48
ÞETTA ERU HRÆDDIR MENN- VEGNA VERKA SINNA !
Erla Magna Alexandersdóttir, 19.6.2016 kl. 14:09
Ásthildur Cesil (#3), þetta er skandall. Ég tek undir það.
Jens Guð, 19.6.2016 kl. 16:12
Anna Sigríður, takk fyrir áhugaverðar vangaveltur. Gott hjá þér að kjósa Stulla.
Jens Guð, 19.6.2016 kl. 16:14
Grrr, já, var það ekki tilgangurinn?
Jens Guð, 19.6.2016 kl. 16:15
Jósef Smári, jú, eða jafnvel fyrr.
Jens Guð, 19.6.2016 kl. 16:16
Birna Katrín, svo sannarlega geta mótmælendur sjálfum sér um kennt að þú sért hætt að mæta á Austurvöll 17. júní.
Jens Guð, 19.6.2016 kl. 16:27
Erla Magna, eins og titrandi strá í vindi.
Jens Guð, 19.6.2016 kl. 16:28
Það er ömmulegt þegar fólk notar þennan viðburð, 17. júní hátíðahöldin til að mótmæla ríkisstjórn, eða hverju svo sem er. Ég ætla rétt að vona að þessi mótmæli í fyrra séu algjör undantekning.
Svo skulum við muna það næsta 17. júní að minnst viku fyrir þjóðhátíðardag skulum við hrinda af stað umræðu sem þessari með væntingar um engar lokanir. þannig að ekki þarf að koma til lokanna vegna mótmælenda sem skemma fyrir afmælisgestum.
Hvað gerum við þegar einhver reynir að spilla afmælisveislu ? Hendum honum út.
Birgir Kristbjörn Hauksson (IP-tala skráð) 19.6.2016 kl. 20:04
Ég tel ástæðuna fyrir þessari miklu öryggisgæslu og víggirðingum endurspegla það að litið sé á ræðuhöld framsóknarmanna sem hryðjuverkaógn.
Stefán (IP-tala skráð) 20.6.2016 kl. 08:10
Birgir Kristbjörn, mér finnst það ekki svo ömmulegt.
Jens Guð, 20.6.2016 kl. 18:00
Stefán, þú hittir naglann á höfuðið!
Jens Guð, 20.6.2016 kl. 18:00
Það er ömmulegt þegar fólk notar þennan viðburð, 17. júní hátíðahöldin til að mótmæla ríkisstjórn, eða hverju svo sem er. Ég ætla rétt að vona að þessi mótmæli í fyrra séu algjör undantekning.
Svo skulum við muna það næsta 17. júní að minnst viku fyrir þjóðhátíðardag skulum við hrinda af stað umræðu sem þessari með væntingar um engar lokanir. þannig að ekki þarf að koma til lokanna vegna mótmælenda sem skemma fyrir afmælisgestum.
Hvað gerum við þegar einhver reynir að spilla afmælisveislu ? Hendum honum út.
Birgir Kristbjörn Hauksson (IP-tala skráð) 21.6.2016 kl. 00:29
Ef fólki er illa við 17. Júní hátíðarhöld, af hverju er það að mæta og taka þátt í hátíðarhöldunum.
Fólki sem er illa við 17. Júní hátíðarhöld ættu frekar að halda sér heima hjá sér og kveikja upp í hasspípuni sinni, það væri mikið betra með tíman farið og allir væru ánægðir.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 21.6.2016 kl. 04:46
Birgir Kristbjörn, umræðan þarf að hefjast ekki seinna en 1. júní 2017.
Jens Guð, 22.6.2016 kl. 06:18
Jóhann, ég veit ekki af hverju fólki er illa við 17. júní. Skil það ekki.
Jens Guð, 22.6.2016 kl. 06:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.