Bítlarnir sameinast

  Allir eftirlifandi Bítlarnir (The Beatles) hafa sameinast í baráttu fyrir hertum skotvopnalögum.  Ţetta eru Paul McCartney,  Ringo Starr og, já,  Yoko Ono.  Íslandsvinurinn Yoko (međ annan fótinn á Íslandi) er ekkja bítilsins Johns Lennons.  Hann var skotinn til bana af geđveikum ađdáanda 1980.  Nítján árum síđar reyndi annar geđveikur ađdáandi ađ myrđa bítilinn George Harrison sofandi í rúmi sínu um nótt.  Honum til lífs varđ ađ árásarvopniđ var hnífur en ekki byssa.  Ţrátt fyrir stungusár í lungu og hjarta tókst George ađ yfirbuga árásarmanninn og halda honum ţangađ til lögreglan tók hann í sína vörslu.  Ţökk sé gömlum slagsmálatöktum frá unglingsárum Bítlanna í Liverpool.    

  Áskorun eftirlifandi Bítlanna er beint til bandarískra ţingmanna.  Ţingmennirnir ku njóta rausnarlegra fjárstyrkja (mútur) frá skotvopnaframleiđendum.  Bítlarnir vilja ađ skorđur verđi settar á skotvopnasölu til geđveikra og félagsmanna í hryđjuverkasamtökum á borđ viđ Isis og Al-Kaida.  Ţetta er snúiđ.  Skotvopnasala er arđvćnlegur bisness.  Ţessir eru góđir viđskiptavinir skotvopnaframleiđenda og skotvopnasala.  

  Ţegar Ringo skrifađi undir áskorunina lét hann ţess getiđ ađ hann vćri reyndar hćttur ađ gefa eiginhandaráritanir.  En nauđsyn brýtur lög.  

  Paul og Yoko notuđu tilefniđ jafnframt til ađ senda bandarískum ţingmönnum erindi vegna laga um greiđslur til höfunda tónlistar í stafrćnu formi og plötuútgefenda.  Ţeim ţykir halla á höfunda.   


mbl.is Skotárás í Ţýskalandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég styđ alltaf eftirlifandi bítla í öllu sem ţeir gera og segja - Eins styđ ég líka verđandi forseta Íslands, Guđna Th.

Stefán (IP-tala skráđ) 24.6.2016 kl. 10:32

2 Smámynd: Jens Guđ

Til hamingju međ forsetann!

Jens Guđ, 26.6.2016 kl. 17:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.