Hvað réði því hver fékk atkvæðið?

  Á laugardaginn (kosningadag) kom ég við á bókasafni. Þar sat öldruð kona og talaði í farsíma.  Sennilega var heyrn ekki í góðu lagi. Henni lág hátt rómur og kváði í annarri hverri setningu.  Ég veit ekkert hvað viðmælandinn sagði.  Að því slepptu sagði gamla konan þetta (ég sleppi öllu:  "Ha?,  "Hvað varstu að segja?"):

  - Nei,  ég hef ekkert kynnt mér það.  Það væri vinna að reyna að kynna sér þessa frambjóðendur. Ég hef innsæi.  Ég finn á mér hvort að mér líkar við fólk.

  - Nei,  ég kýs hann ekki.  Hann er svo sjálfhverfur að ég er viss um að hann kýs sjálfan sig.  Jafnvel þó að það kosti að hann ógildi atkvæði sitt.  Hann er svo mikið ég-um-mig,  frá-mér-til-mín.   

  -  Það getur ekki verið.  Að menn fái að kjósa sjálfan sig?  Það er hálfgert svindl.  

  -  Já,  ég ætla að kjósa hann.  Ég hef góða tilfinningu fyrir honum.  Embættið snýst um að vera góður gestgjafi.  Hann er ekta í það.    

 ------------------------------

Allt annað:  Færeyingar að fylgjast með - á torgum og túnum - Íslendingum í boltaleik:  

færeyingarfæreyingar afæreyingar bfæreyingar cfæreyingar dfæreyingar e


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband