Hvađ réđi ţví hver fékk atkvćđiđ?

  Á laugardaginn (kosningadag) kom ég viđ á bókasafni. Ţar sat öldruđ kona og talađi í farsíma.  Sennilega var heyrn ekki í góđu lagi. Henni lág hátt rómur og kváđi í annarri hverri setningu.  Ég veit ekkert hvađ viđmćlandinn sagđi.  Ađ ţví slepptu sagđi gamla konan ţetta (ég sleppi öllu:  "Ha?,  "Hvađ varstu ađ segja?"):

  - Nei,  ég hef ekkert kynnt mér ţađ.  Ţađ vćri vinna ađ reyna ađ kynna sér ţessa frambjóđendur. Ég hef innsći.  Ég finn á mér hvort ađ mér líkar viđ fólk.

  - Nei,  ég kýs hann ekki.  Hann er svo sjálfhverfur ađ ég er viss um ađ hann kýs sjálfan sig.  Jafnvel ţó ađ ţađ kosti ađ hann ógildi atkvćđi sitt.  Hann er svo mikiđ ég-um-mig,  frá-mér-til-mín.   

  -  Ţađ getur ekki veriđ.  Ađ menn fái ađ kjósa sjálfan sig?  Ţađ er hálfgert svindl.  

  -  Já,  ég ćtla ađ kjósa hann.  Ég hef góđa tilfinningu fyrir honum.  Embćttiđ snýst um ađ vera góđur gestgjafi.  Hann er ekta í ţađ.    

 ------------------------------

Allt annađ:  Fćreyingar ađ fylgjast međ - á torgum og túnum - Íslendingum í boltaleik:  

fćreyingarfćreyingar afćreyingar bfćreyingar cfćreyingar dfćreyingar e


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.