10.7.2016 | 18:34
Útvarp Saga - skemmtilegt og gott útvarp
Ef ég væri einræðisherra þá myndi ég banna næstum því allar íslenskar útvarpsstöðvar. Lagaval þeirra er hræðilega vont. Ég "sörfa" á milli stöðva og staldra hvergi við. Músíkin er viðbjóður hvar sem borið er niður. Næstum því. Undantekningar eru fáar.
Jú, ég heyri áheyrilega músík á X-inu. En þegar þar er minnst á boltaleiki þá legg ég á flótta. Það hendir of oft.
Þá er gott að stilla yfir á Útvarp Sögu. Hún er talmálsstöð. Dagskráin þar er fjölbreytt og skemmtileg. Meðal sérlega áhugaverðra dagskrárliða má nefna "Slappaðu af" með Rúnari Þór Péturssyni. Hann spjallar við helstu rokkstjörnur sjöunda áratugarins. Það er virkilega gaman og fróðlegt að heyra liðsmenn Hljóma, Flowers, Dáta og Roof Tops rifja upp ferilinn.
Annar þáttur á Útvarpi Sögu kallast "Gömlu góðu lögin". Þar ræðir Magnús Magnússon (kenndur við diskótekið Dísu) við rokkstjörnur sjötta áratugarins: Liðsmenn Lúdó, Ragga Bjarna, Geirmund Valtýs, Garðar Guðmundsson... Líka Helgu Möller. Í leiðinni dekrar hann hlustendur með súkkulaðitertum, bóni á bílinn og allskonar.
Guðmundur Óli Scheving fer á kostum í þætti um meindýr og varnir. Virkilega fróðlegir og forvitnilegir þættir um silfurskottur og veggjalýs. Í bland spilar hann áheyrileg frumsamin lög. Ber þar hæst lagið "Ég sigli". Flott lag. Alveg furðulegt að það fæst hvergi spilað nema á Útvarpi Sögu. Ekki einu sinni á Rúv. Ekki einu sinni á Sjómannadaginn.
Uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson og Jói Kristjánsson eru með fjölbreyttan þátt um grín og fleira. Jói er einnig með morgunþátt ásamt Markúsi frá Djúpalæk á milli klukkan 7 - 9. Það er svo fjölskrúðugur og áheyrilegur þáttur að morgunþættir annarra útvarpsstöðva sitja á hakanum.
Í síðdegisþáttum Útvarps Sögu er rætt við fólk úr öllum áttum: Múslima, ríkiskirkjupresta, stjórnmálamenn allra sjónarmiða og allskonar. Sérlega gaman er að heyra spjall við Hauk Hauksson sérfróðan um Rússland. Einnig hagfræðingana Ólaf Ísleifs og Ólaf Arnalds. Svo og Ómar Ragnarsson, Erík Jónsson og ótal fleiri virkilega áhugaverða og fræðandi.
Fyrir hádegi - á milli klukkan 9-12 - er opinn símatími á Útvarpi Sögu. Þjóðin talar og þjóðin hlustar. Þetta er lýðræðislegasti útvarpsþáttur í íslensku ljósvakaflórunni. Allir fá að viðra sína skoðun án ritskoðunar.
Gagnrýnir aðförina að Útvarpi Sögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Útvarp | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Menning og listir, Tónlist | Breytt 11.7.2016 kl. 19:28 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
Nýjustu athugasemdir
- Lífseig jólagjöf: Jóhann, sömuleiðis! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Sigurður I B (#4), snilld! Þetta mættu fleiri taka upp! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Stefán, góður! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Frábær nýting á "jólagjöfum". Það er sagt að hugurinn á bakvið... johanneliasson 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Þetta minnir mig á vinina tvo sem gáfu hvorum öðrum alltaf fimm... sigurdurig 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Ég hef fengið jólagjöf sem ég sjálfur gaf jólin áður og var nok... Stefán 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Sigurður I B, allra bestu jólakveðjur! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Frábær nýting á jólagjöf og gleðilega jól minn kæri. sigurdurig 24.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já ég man það vel þegar Jón Rúnar sagði þetta um heiðursmanninn... sigurdurig 23.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já Stefán það hafa ekki alltaf verið rólegheit og friður í krin... johanneliasson 21.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 138
- Sl. sólarhring: 223
- Sl. viku: 944
- Frá upphafi: 4116257
Annað
- Innlit í dag: 115
- Innlit sl. viku: 706
- Gestir í dag: 112
- IP-tölur í dag: 111
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Sammála Jens, fín stöð oftast nær. Rúnar flottur, líklega einn besti tónlistarþáttur á öldum ljósvakans í dag, G.Óli flottur líka. Það er bara stundum sem þeir/þau sem reka stöðina eiga það til að verða full áköf í einhæfnum flutningi af einu og einu máli. Annars fín stöð.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 10.7.2016 kl. 20:18
Vinnufélagi minn hlustar svolítið á þessa stöð og skemmtir sér konunglega, aðallega vegna skrautlegra umræðna. Sjálfur hef ég ekki verið svo frægur að heyra í henni, ekkert frekar en í öðrum stöðvum og er það sjálfum mér að kenna sem er orðinn alltof gamall að hlusta á síbyljuna. En ég skemmti mér samt ágætlega af sögum af stöðinni, eins og skoðanakönnunum sem oftast eru í hróplegu ósamræmi við veruleikann. En er þessi stöð ekki aðallega fyrir ykkur unglingana Jens eins og fm 957?
Jósef Smári Ásmundsson, 10.7.2016 kl. 21:53
Flott hjá þér, Jens, að láta Útvarp Sögu njóta hér þeirrar sanngirni sem hún hefur sannarlega unnið til, þvert gegn rógshjali öfundarmanna hennar.
Jón Valur Jensson, 10.7.2016 kl. 22:24
Ég tek undir það sem Jens skrifar um Útvarp Sögu. Nú er ég að hlusta á skynsamlegt viðtal við dr. Ólaf Ísleifsson, þar sem fjallað er m.a. um vaxtaokrið sem alla er að drepa, sérstaklega ungt fólk sem er að koma sér upp húsnæði.
Ágúst H Bjarnason, 10.7.2016 kl. 22:46
Nei, Jón Valur, vinur auðvaldsins og málfrelsvinur allra mættur hér að mæra ÚS. Ert þú búinn að loka á fleiri á "þínu svæði" hjá Moggablogginu nýverið, var e-r sem svaraði þér þannig að þú þoldir ekki við?
Merkilegt þegar menn sem hafa notið menntunar í boði samfélags gera sig svo breiða að þeir telja sig "meir en hver annar" en það ku vera líkt með því sem H.C Andersen skrifaði (og hann kom frá landi sem nú er í ESB "vonda ríkinu, þar sem allt "góða fólkið býr í") um keisarann sem stóð nakinn. Jón Valur, er þér ekkert kalt svona lítið klædddur ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 10.7.2016 kl. 23:39
Ég var einmitt í viðtali við Rúnar Pétursson í vor, það er mjög þægilegt andrúmsloft hjá honum og gott að vera þar. Arnþrúður bauð mér upp á kaffisopa og við áttum gott spjall. Auðvitað þurfa allar raddir að heyrast, hvernig svo sem manni líkar það sjálfum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2016 kl. 08:33
Aumingja Sigfús Ómar á við sitt vandamál að stríða, sem skyldi þó ekki vera sjálfur hann?
Að ég lokaði á Sigfús í seinni hluta fyrra mánaðar, kom til af því, að ítrekað braut hann gegn skilmálum innleggja þar, með grófum ósanninda-fullyrðingum um afstöðu mína í málum, og féll það svo sannarlega undir "dónalegar eða óheflaðar persónuárásir," sem þar er lagt bann við. Sigfús gat ekki þar fremur en hér haldið aftur af sér og valdi sjálfur sinn talsmáta, ekki ég!
Jón Valur Jensson, 11.7.2016 kl. 12:53
Kæri Jón Valur - Man eftir því þegar þú hringdir inn á Útvarp Sögu í opnum símatíma þar og kvartaðir yfir því við Pétur að Arnþrúður hafi látið þig taka pokann þinn með þína pistla þar. Það þótti mörgum fyndið símtal. Sjálfur heyrði ég aldrei þína pistla á Sögu og græt það ekki.
Stefán (IP-tala skráð) 11.7.2016 kl. 13:08
Mér sýnist téður Jón Valur vera bera sig og sína ritframkomu hér endanlega. Það er nefnilega hópur manna sem guðfræðingurinn, lýðræðisfrelsari og auðvaldsinni (sá hinn sami og fannst það eðlilegt að launamenn tækju á sig skellinn vegna falls krónuna, bara til þess að krónan yrði hér áfram) hefur lokað á , á sínu bloggsvæði. Hann hefur nefnileg ekki manndóm, að mínu mati, til þess að sitja undir sama málatilbúnaði og hann ber aðra. Nú rétt áðan skrifar hann um tvo aðila sem eiga hafa komið með "upplognar ásakanir" en ef orð þessara tveggja eru rýnd, þá eru það huglægara skoðanir þesssara aðila á ÚS, sem þeir mega hafa réttilega. Jón Valur hefur líka kallað mig "lygaSigfús" vegna skoðanna minna sem má fara með fyrir dóm og fá leiðrétt samkvæmt áliti tveggja lögmanna sem hafa báðir unnið meiðyrðamál fyrir tveim dómstigum. En Jón Valur gerir það sem hann vill gera, hann er bara minni maður með ýktum skrifum sínum, um mig, hina sem hann hefur lokað á og þessa tvo aðila sem hann vitnar til um á "sínu svæði". Svo talar Jón Valur um "talsmáta". Maður, líttu þér nær um alla þá sem þú hefur kallað "ESB sleikjur", "Samfylkgingasleikjur" og svo framvegis. Ekki viss um að þú gætir sagt allt það sem þú hefur kallað menn og konur augnlitis til augnlitis.
Sigfús (IP-tala skráð) 11.7.2016 kl. 14:59
Einu sinni skellti Vinalínan á mann sem þótti einstaklega leiðinlegur, veit ekki hvort hann hét Jón eða Valur eða kanski Jón Valur ?
Stefán (IP-tala skráð) 11.7.2016 kl. 15:51
Sigfús Ómar, ég tek undir það að þáttur Rúnars er virkilega skemmtilegur. Stundum svo mjög að ég endurspila hann á netinu.
Jens Guð, 11.7.2016 kl. 18:58
Jósef Smári, ef ég væri einræðisherra þá myndi ég byrja á að banna 957.
Jens Guð, 11.7.2016 kl. 19:01
Jón Valur, takk fyrir það.
Jens Guð, 11.7.2016 kl. 19:02
Ágúst H., það er alltaf fræðandi og þægilegt að hlusta á spjall við Ólaf Ísleifs.
Jens Guð, 12.7.2016 kl. 09:37
Ásthildur Cesil, ég hef einnig heyrt Rúnar Þór nefna þig í spjalli við aðra ísfirska tónlistarmenn. Já, það er notalega heimilislegt að heimsækja Útvarp Sögu.
Jens Guð, 12.7.2016 kl. 09:39
Þessi Stefán, sem skrifaði hér án ábyrgðar og föðurnafns, er vitaskuld ekki svaraverður.
Ekkert er að því að tala um "ESB-sleikjur" og "Samfylkingar-sleikjur" í þeim tilfellum, þar sem það á við, en ég þykist vita, að síðarnefnda orðið hafi ég aldrei notað, sú hugsun er mér framandi, vil raunar sem minnst um Samfylkinguna hugsa! Sjálf hefur hún bezt stuðlað að því, að hún fari senn að gleymast, komin úr 29,8% fylgi 2009 niður í 8,4$ samkvæmt nýjustu MMR-könnun, og er það vel.*
* http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/07/25/piratar_med_26_8_prosent_fylgi/
Jón Valur Jensson, 26.7.2016 kl. 04:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.