1.9.2016 | 21:07
Samgleðjumst bónusþegum
Hvað hefur orðið um eiginleika fólks til samkenndar? Setja sig í spor annarra og samgleðjast í einlægni yfir velgengni þeirra? Af hverju er ekki almennur fögnuður yfir því að guttar í Kaupþingi fái 1000 eða 1500 milljónir króna í kaupauka, svokallaðan bónus? Án þessa kaupauka myndu hvorki þeir né aðrir varla nenna að mæta í vinnuna. Hver láir þeim? Vinnan er leiðinleg tölvuvinna. Án kaupauka myndu þeir ekki sinna vinnunni - þó að þeir mæti með herkjum í vinnuna á næstum því réttum tíma.
Kemur það niður á einhverjum að guttarnir fái í vasapening 1000 milljónir fyrir að mæta í vinnuna og sinna vinnunni? Nei. Þvert á móti - að því er mér skilst. Þeir hafa sjálfir sagt að þetta sé í góðu lagi. Það er ekki einu sinni vík á milli vina. Guttarnir hafa alveg skilning á því að heilbrigðiskerfið sé í klessu; aldraðir og öryrkjar séu í vandræðum með að ná endum saman um mánaðarmót og það allt. Það er verkefni fyrir stjórnmálamenn að bæta og laga. Guttarnir hafa í nógu að snúast við að soga peninga inn í bankakerfið og ofan í sína vasa. Það er þeirra vinna. Annað ekki.
![]() |
Bónusar hvati til að ljúka verkinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 2.9.2016 kl. 08:17 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
Nýjustu athugasemdir
- Aldeilis furðulegt nudd: Jósef, takk fyrir fróðleiksmolann. jensgud 20.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Eftir því sem ég hef heyrt er ráðið við bólgum sem verða vegna ... jósef Ásmundsson 20.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Helga, heldur betur! jensgud 20.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Það kostar að láta lappa upp á sig vinur. diva73 20.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Í framhaldi af nuddara sem nuddar ekki og dýralæknum sem búa ti... Stefán 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: ´Bjarni, svo sannarlega! jensgud 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Buddy, you got screwed. Bjarni 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Bjarni, nei. Það beið kannski næsta nuddtíma. jensgud 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Og no happy ending? Bjarni 19.2.2025
- Aldeilis furðulegt nudd: Stefán, góður! jensgud 19.2.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 7
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 1132
- Frá upphafi: 4126498
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 930
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Já, Jens minn. Undarlegt er bankaveldið hér á jörð, svo ekki sé sterkar að orði kveðið að þessu sinni.
Ég skrönglaðist upp í Heiðmörk í dag, sem ekki er nein stórfrétt. Aðallega til að þykjast geta gert eitthvað gagn og safnað vetrarforða. Og ég tíndi bláber. Gott fyrir sálina að uppskera fæðu Móður jarðar :).
Það þykir bankanna þjónum kannski hvorki göfugt starf né arðvænlegt. Þeir bankanna þjónar borða nú líklega einstöku sinnum holla fæðu á sínum diskum? En hugleiða kannski sjaldan hvaða vinna liggur að baki matnum á sínum diskum.
Og að jafnvel sé sú vinna launalítil, og unnin af kerfissviknum, skattpíndum og launalitlum einstaklingum samfélaganna? Gömul sannindi og ný um þrælana og þrælahaldarana ósiðmenntuðu, gráðugu og ofur-bónusuðu.
Það þarf víst að fara að vekja fólk á efstu hæðum heims/lands-embættiskerfisins af dvala.
Þetta er alla vega valda-SJÚKT embættiskerfi hér, á Íslandi.
Berjaferðin mín gaf ekki neina bónus-peninga í kauphallirnar, en gaf holla berjafæðu, útiloft, sól, og fjölþætta heilsubót í boði almættisins, ef frá eru talin öll verkjarlyfin sem ég hef tekið aukalega í dag til að sú ferð heppnaðist. Hver myndi vilja borga seinvirkum öryrkja eins og mér, laun fyrir vinnu á opinberum vinnumarkaði? Starfskraft sem ekki er hálfdrættingur, og þarf að hvíla sig reglulega og éta verkjarlyf? Ég myndi ekki ráða mig í vinnu, né borga mér laun, miðað við mína heilsu og afköst. Hvers vegna ættu þá einhverjir aðrir að ráða mig í vinnu?
Á morgun tek ég svo út ó-virkan, hundleiðinlegan og þreyttan dag. En það er þess virði, fyrir að tengjast raunverulegu jörðinni einstöku sinnum.
Innistæðulausir og illa fengnir peningar eru minna virði en ekkert. En tenging við náttúrunnar góðu orku, gerir okkur öllum ólíkum að einhverju leyti kleift að halda mannlegheitunum og tengingunni við okkur sjálf og góðu alheims-orkuna.
Við erum ekkert án tengingar andans okkar við jörðina og góðu alheimsorkuna. Maður kaupir sig ekki fram fyrir í neinni röð í því sambandi, eins og sjúklega mafíustýrðir verkfræði-ræningjabankarnir eiga víst að fá að gera. Hver gaf bankastjórnarfólki á Íslandi það alheimsleyfi?. Hvar er þinglýst leyfisbréfið innrammaða?
Ég bið almættið algóða um að hjálpa öllu bankafólki heimsins, (að meðtöldum Páfa-veldissprotunum), um að skilja þá staðreynd, að sumt lífsnauðsynlegt hér á jörð verður aldrei verðlagt né keypt fyrir heimsbankanna fölsuðu peninga.
Sumt er einfaldlega ómetanlega verðmætt og lífsnauðsynlegt. Sumt verður alls ekki keypt fyrir peninga, (sama hvað gjaldmiðillinn er kallaður).
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.9.2016 kl. 23:39
Anna Sigríður, bestu þakkir fyrir þínar áhugaverðu vangaveltur.
Jens Guð, 2.9.2016 kl. 06:39
,, soga peninga inn í bankakerfið og ofan í vasa sína ", en hvað soga þeir svo í nasirnar á meðan þeir eru að þessu þessir siðlausu bjánar ?
Stefán (IP-tala skráð) 2.9.2016 kl. 09:11
Stefán, menn þurfa að hressa sig upp til að sinna svona krefjandi vinnu sem skilar 1000 milljónum króna kaupauka.
Jens Guð, 2.9.2016 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.