Ofsóttur eyðibýlisbóndi

  Hvergi sér fyrir enda á ofsóknum vondra manna gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.  Í skúmaskotum í New York,  Brussel,  Svíþjóð og eiginlega út um allan heim hafa óþokkar tekið höndum saman um að gera strákinn óvígan.  Einskis er látið ófreistað.  Svo langt er gengið að algengum vírus,  svokölluðum Trójuhesti, var plantað í tölvu hans.  Sá hestur njósnar um auglýsingar sem stráksi skoðar.  Hann er ógn við heimsyfirráð vondra karla.  Þeir skjálfa af ótta við það eitt að heyra nafn hans nefnt.  

  Verra er að samflokksmenn hans taka þátt í ofsóknunum.  Ekki af léttúð heldur af fullum þunga. Í nýafstöðnum kosningum voru brögð að því að krotað væri yfir nafn Sigmundar á kjörseðlum.  Vel á níunda hundrað Framsóknarmanna tók þátt í þessum ljóta leik.  18% í NA-kjördæmi.  Jafnframt er staðfest að í öllum öðrum kjördæmum reyndu kjósendur Framsóknarflokksins með öllum ráðum að strika yfir nafn eyðibýlisbóndans.  Það reyndist hægara sagt en gert af því að nafn hans var ekki á kjörseðlinum.  Í einhverjum tilfellum brugðu kjósendur á það ráð að skrifa nafn hans á kjörseðilinn til þess eins að strika yfir það. Enn aðrir skrifuðu nafnið á servíettur og dagblöð til að strika yfir það.  Þetta er galið.  Snargalið.  

  Góðu fréttirnar eru að Sigmundur Davíð safnar notuðum flugeldaprikum.  Söfnunin gengur vel.

       


mbl.is Skoðanakúgun í flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ljótt er að heyra um þessar ofsóknir.

En alltaf er ljós í myrkrinu, því að eftir rúmlega einn og hálfan mánuð verður hátíð í Reykjavík og þá falla mörg flugeldaprik til jarðar, þá ætti Kútur að Kætast.

Árni Guðmundss0n (IP-tala skráð) 5.11.2016 kl. 21:26

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Já, við erum víst öll orðin dálítið brjáluð núna.

Fyrstu viðbrögð mín við Kastljósþættinum voru þau að svona fer ekki vandaður fjölmiðill aftan að fólki, eins og gert var við Sigmund Davíð síðastliðinn vetur.

Svo datt það uppúr mér hér heima einn daginn að það væri eins gott að Sigmundur Davíð léti ekki fjölmiðla og þeirra laumuleyniþjóna komast upp með svona bolabrögð. Að hann héldi áfram í pólitíkinni, án þess að láta fjölmiðla komast upp með svona útskúfunar-bolabrögð.

Svo fannst mér alveg óskiljanlegt og óverjandi af Sigmundi Davíð að svara ekki, þegar Höskuldur Þórhallsson sagði það beint framan í Sigmund Davíð á kosningadaginn fyrir norðan að hann hefði farið á Bessastaða-stjórnaslitsfund án samráðs við þingflokksfélagana. Óskiljanlegt að Sigmundur Davíð mótmælti ekki því sem Höskuldur sagði?

Svo fannst mér óskiljanlegt að SigmundarDavíðs-armurinn ósýnilegi skuli leyfa sér að úthúða Sigurði Inga Jóhannsyni fyrir að gera þá nauðsynlegu skyldu, að sinna starfi Sigmundar Davíðs. Sem Bessastaðastrákur í einræðistilburðum hafði hlaupið frá, ásamt því að hlaupa frá þingflokksfélögunum og skyldustörfum sínum.

Svo fannst mér óskiljanlegt að sömu fjölmiðlar og vildu á tímabili koma Sigmundi Davíð frá, með nánast óverjandi árásum og kúgunum á suma þingflokksfélaga í fjölmiðlaþáttum.

Svo finnst mér óskiljanlegt að nú í dag eru sumir af þessum fjölmiðlum með Sigmund Davíð í hálfgerðum drottningarviðtölum um framhaldið, og taka nú að sumu leyti þátt í að gera lítið úr Sigurði Inga Jóhannssyni, sem neyddist til að hlaupa í óskipað skarð Sigmundar Davíðs.

Svo fannst mér verst, og líklega sárast af öllu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mætti ekki einu sinni í þingsalinn til að greiða götu öryrja rétt fyrir þinglokin fjölmiðla-kúgunar-framkölluðu!

Þetta er mitt sjónarhorn í dag á fjölmiðlaárás (hannaða?), sem kostar líklega skaðlega stjórnarkreppu fyrir þá sem verst standa í fyrirtækjarekstri og á lægstu svikulu lágmarkslaununum og öryrkjabótunum manndrepandi.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.11.2016 kl. 21:46

3 identicon

Sigmundur er reynzlumesti Forsætisráðherra þeirra er á Þingi sitja og er því sjálfkjörinn. Svona friðar og sáttahöfðingi....

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 6.11.2016 kl. 09:55

4 identicon

Ekki er þetta betra erlendis, Hillary ímyndar sér að það sé verið að leka gögnum um hana og að þar komi FBI eitthvað nærri nú eða sjálfur Pútín í gegnum Wikileaks, hvers kennitölugæslumaður segist sjálfur hafa haft yfirumsjón með aðförinni að Sigmundi. 

Auðvitað er þetta allt tóm ímyndun hjá öllum, enda FBI,CIA,Wikileaks,ICIJ, Soros, Jólasveinninn og Trump ekki til. Ekkert af þessu er til og náttúrulega bara einhver ímyndun taugaveiklaðra kerlinga og annara brjálæðinga. 

Rétt eins og öll þessi vilteysa sem vondir menn lugu upp á Stalín!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.11.2016 kl. 17:04

5 Smámynd: Jens Guð

Árni,  stráksi hlakkar til.

Jens Guð, 7.11.2016 kl. 11:05

6 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður,  svo sannarlega er margt óskiljanlegt í atburðarásinni.  

Jens Guð, 7.11.2016 kl. 11:12

7 Smámynd: Jens Guð

Pakkakíkir,  hann er líka reynslumesti formaður Framsóknarflokksins.  

Jens Guð, 7.11.2016 kl. 11:13

8 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  vel mælt!

Jens Guð, 7.11.2016 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband