Hneyksli ársins

  Á dögunum fór allt á hliðina í Færeyjum.  Samfélagsmiðlarnir loguðu:  Fésbók,  bloggsíður og athugasemdakerfi netmiðla fylltust af fordæmingum og undrun á ósvífni sem á sér enga hliðstæðu í Færeyjum.  Umfjöllun um hneykslið var forsíðufrétt, uppsláttur í eina dagblaði Færeyja,  Sósíalnum.  Opnugrein gerði hneykslinu skil í vandaðri fréttaskýringu.

  Grandvar maður sem má ekki vamm sitt vita,  Gunnar Hjelm,  lagði í stæði fyrir fatlaða.  Hann er ófatlaður.  Hann vinnur á sjúkraflutningabíl og hefur hreina sakaskrá.

  Hann brá sér í bíó. Að því loknu lagði hann bíl í svartamyrkri og snjóföl í bílastæði.  Hann varð þess ekki var að á malbikinu var stæðið merkt fötluðum.  Ljósmynd af bíl hans í stæðinu komst í umferð á samfélagsmiðlum.  Þetta var nýtt og óvænt.  Annað eins brot hefur aldrei áður komið upp í Færeyjum.  Viðbrögðin voru eftir því.  Svona gera Færeyingar ekki.  Aldrei.  Og mega aldrei gera.

  Gunnari Hjelm var eðlilega illa brugðið. Fyrir það fyrsta að uppgötva að stæðið væri ætlað fötluðum.  Í öðru lagi vegna heiftarlegra viðbragða almennings.  Hann var hrakyrtur,  borinn út,  hæddur og smánaður.  Hann er eðlilega miður sín.  Sem og allir hans ættingjar og vinir.  Skömmin nær yfir stórfjölskylduna til fjórða ættliðar.

  Svona óskammfeilinn glæpur verður ekki aftur framinn í Færeyjum næstu ár.  Svo mikið er víst.  

i_stae_i_fyrir_fatla_ailla lagt við gleraugnabúð 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband