Hneyksli ársins

  Á dögunum fór allt á hliđina í Fćreyjum.  Samfélagsmiđlarnir loguđu:  Fésbók,  bloggsíđur og athugasemdakerfi netmiđla fylltust af fordćmingum og undrun á ósvífni sem á sér enga hliđstćđu í Fćreyjum.  Umfjöllun um hneyksliđ var forsíđufrétt, uppsláttur í eina dagblađi Fćreyja,  Sósíalnum.  Opnugrein gerđi hneykslinu skil í vandađri fréttaskýringu.

  Grandvar mađur sem má ekki vamm sitt vita,  Gunnar Hjelm,  lagđi í stćđi fyrir fatlađa.  Hann er ófatlađur.  Hann vinnur á sjúkraflutningabíl og hefur hreina sakaskrá.

  Hann brá sér í bíó. Ađ ţví loknu lagđi hann bíl í svartamyrkri og snjóföl í bílastćđi.  Hann varđ ţess ekki var ađ á malbikinu var stćđiđ merkt fötluđum.  Ljósmynd af bíl hans í stćđinu komst í umferđ á samfélagsmiđlum.  Ţetta var nýtt og óvćnt.  Annađ eins brot hefur aldrei áđur komiđ upp í Fćreyjum.  Viđbrögđin voru eftir ţví.  Svona gera Fćreyingar ekki.  Aldrei.  Og mega aldrei gera.

  Gunnari Hjelm var eđlilega illa brugđiđ. Fyrir ţađ fyrsta ađ uppgötva ađ stćđiđ vćri ćtlađ fötluđum.  Í öđru lagi vegna heiftarlegra viđbragđa almennings.  Hann var hrakyrtur,  borinn út,  hćddur og smánađur.  Hann er eđlilega miđur sín.  Sem og allir hans ćttingjar og vinir.  Skömmin nćr yfir stórfjölskylduna til fjórđa ćttliđar.

  Svona óskammfeilinn glćpur verđur ekki aftur framinn í Fćreyjum nćstu ár.  Svo mikiđ er víst.  

i_stae_i_fyrir_fatla_ailla lagt viđ gleraugnabúđ 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.