Snautleg innsetningarhátíð

  Rík hefð er fyrir stórkostlegri rokkhátíð þegar nýr karlmaður er formlega settur í embætti forseta Bandaríkja Norður-Ameríku.  Stærstu nöfn rokksins sameinast í að afgreiða glæsilega dagskrá.  Ekki aðeins bandarísk nöfn.  Líka bresk.  Forseti Bandaríkjanna er jafnframt forseti heimsins.

  Á innsetningarhátíðinni sameinast þjóðin.  Hún fagnar lýðræði og frelsi.  Hún fagnar því að forsetakosningar eru haldnar á 4ra ára fresti.  Þjóðin hefur valið sinn merkasta og hæfasta karlmann.  Að þessu sinni ljúfmennið Dóna Trump.

  Strax og sigur hans lá fyrir bárust fréttir af því að hann og hans menn væru farnir að ræða við stærstu rokkstjörnurnar.  Þeim var sagt að á meðal þeirra sem kæmu fram yrðu the Beach Boys, Elton John, aularnir í Kiss, Garth Brooks og Céline Dion.  Þessir aðilar brugðu við skjótt og þvertóku fyrir sína þátttöku - þrátt fyrir að þeim hafi verið lofað hárri fjárupphæð.

  Engu að síður mátti ætla að rokkhátíðin gæti skartað stjörnum á borð við Nick Cave, Lady Gaga, Paul McCartney, Green Day, Tom Waits, Foo Fighters, U2, Patti Smith, Metallica, the Rolling Stones, Madonnu, Pearl Jam, Bob Dylan og Leoncie.  Ekki endilega nákvæmlega þessi nöfn.  Alveg eins einhver önnur af sömu stærðargráðu.

  Nú, degi fyrir hátíðarhöldin, liggur fyrir að ekki tókst að landa neinni þekktri rokkstjörnu.  Þetta verður snautlegasta rokkhátíð í manna minnum.  

  Jú, reyndar er eitt nafnið pínulítið þekkt innan sveitasöngvasenunnar.  Þar er um að ræða Toby Keith.  Hann hefur alla tíð verið yfirlýstur demókrati.  Segist hinsvegar vera svekktur yfir því að þrátt fyrir tryggðina hafi honum aldrei verið umbunað af flokknum.  Þar fyrir utan veiti honum ekkert af fjárfúlgunni sem er í boði.  Hann hefur aldrei náð jafn stjarnfræðilega háu tímakaupi við að syngja kántrý-slagara.

  Aðrir sem koma fram eru til dæmis að taka Dj Ravi Drums (spilar lög af plötum og trommar undir.  Sjá myndband hér fyrir neðan.), Jacki Evanco (keppti í raunveruleikaþættinum America´s Got Talent) og The Piano Guys.  Þeir kráka þekkt lög á píanó.  

  

   


mbl.is Kærir Trump fyrir ærumeiðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Presley hefði tekið þetta....

GB (IP-tala skráð) 19.1.2017 kl. 06:50

2 identicon

Nei, Presley var enginn kjáni ...

Stefán (IP-tala skráð) 19.1.2017 kl. 10:24

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Er ekki hægt að senda Bubba til að "kíla" Prump - haaaa?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.1.2017 kl. 10:33

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Silence is Golden......!!

Sigurður I B Guðmundsson, 19.1.2017 kl. 11:48

5 identicon

Hussein heldur uppi stríðrekstri í sjö löndum - samtímis - og fékk friðarverðlaun Nobels fyrir. Hugsunarvert hvar í pólitíkini sem það lið er í?

Trump hefur lofað og vill draga úr stríðrekstri, taka heim herlið af erlendri grund og minka hernaðarbröltið allavega hjá NATO. Vinstri lýðurinn er í áfalli og móðursýkiskasti með Hillary í fararbroddi. 

Lýðurinn hótar öllu illu  og hugsanlega skemmdarstarsemi sem er þeirra sérsvið með velvilja vinstri stýrðra fjölmiðla við setninguna i WD.
Vefst það eitthvað fyrir fólki hvers vegna það er stríð?
Vefst það eitthvað fyrir fólki hversvegna hægri öflin vinna á í svo kölluðum siðuðum samfélögum?

Það vefst ekki fyrir mér enda er ég friðarsinni.

kv.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 19.1.2017 kl. 16:54

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Trump gat ekki einu sinni fengið Bruce Springsteen tribute-bandið B-Street Band til að spila við athöfnina.

Wilhelm Emilsson, 19.1.2017 kl. 20:10

7 Smámynd: Jens Guð

GB,  hann hefði tekið þetta í nefið.

Jens Guð, 20.1.2017 kl. 09:46

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það er rétt.  Hann var ekki kjáni.

Jens Guð, 20.1.2017 kl. 09:46

9 Smámynd: Jens Guð

Vilhjálmur Örn,  ég mæli ekki með ofbeldi.

Jens Guð, 20.1.2017 kl. 09:47

10 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég tek undir það!

Jens Guð, 20.1.2017 kl. 09:49

11 Smámynd: Jens Guð

  Valdimar,  þetta er alveg rétt hjá þér.  Hussein var nánast frá fyrsta degi í embætti blóðugur upp að öxlum - ásamt Hildiríði Clinton.  Trump á mikið verk fyrir höndum að vinda ofan af herskárri hernaðarhyggju skötuhjúanna.  

Jens Guð, 20.1.2017 kl. 09:59

12 Smámynd: Jens Guð

Wilhelm,  það var spaugilegt;  að ná ekki einu sinni að véla um borð ómerkilega eftirhermuhljómsveit sem krákar lög Brúsa frænda.  

Jens Guð, 20.1.2017 kl. 10:00

13 identicon

http://www.friatider.se/amerikansk-nationalist-misshandlad-vid-trump-installation
Hversvegna eru vinstrisinnar svona veruleikafyrtir. Af hverju eru þeir alltaf með hulin andlitin? Þau vita að pabbi borgar brúsann ef eitthvað alvaregt gerist?

Var í Gautaborg 2001 þegar Georg Bush o.fl. voru þar a EU ráðstefnu.
Viinstri aktivistar voru Svíþjóð tilskammar eins og venjulega.

Lögreglan skaut föstum skotum fyrir rest og einn fávitnn fékk kúlu í magan, en lifði af. Þetta lið  er með einbeittan brotavilja allann sólahringinn.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 21.1.2017 kl. 00:37

14 Smámynd: Jens Guð

Valdimar,  ljótt er að heyra.  Góðu fréttirnar eru þó að fáviti sem fékk kúlu í magann skuli hafa lifað af.  Þrátt fyrir allt viljum við ekki drepa fávita.  

Jens Guð, 21.1.2017 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband