Heimsfræg hljómsveit spilar íslenskan slagara

  Í gær bloggaði ég um konu sem spilar á trommur.  Hún er aðeins sjö ára brazilísk stelpuhnáta.  Konur fá iðulega ástríðu fyrir trommuleik á þeim aldri.  Uppáhalds hljómsveit brazilísku telpunnar er bandaríska þungarokkshljómsveitin System of a Down.  Það er hið besta má.  System of a Down er flott hljómsveit.  Ein vinsælasta og ferskasta rokkhljómsveit heims.  

  Víkur þá sögu að sígildu íslensku dægurlagi,  "Sá ég spóa".  Hér er það í flutningi Savanna tríós.

       

  Ég skammast mín fyrir að hafa sem krakki slátrað plötum föður míns með Savanna tríói.  Ég notaði þær fyrir flugdiska (frisbie).  Þær þoldu ekki meðferðina.

  Hlerum þessu næst lagið "Hypnotize" með System of a Down.  Leggið við hlustir á mínútu 0.12.  

       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli hinn heimsfrægi producer og fyrrum meðlimur Savanna Tríós Þórir Baldursson hafi stjórnað upptökum hjá System of a Down í þetta sinn ?

Stefán (IP-tala skráð) 15.3.2017 kl. 08:17

2 Smámynd: Jens Guð

 Stefán,  þá væri diskó-áferð á þeim.

Jens Guð, 16.3.2017 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.