Sepultura-bræður á leið til Íslands

  Útvarpsþátturinn Harmageddon á X977 skúbbaði all svakalega í þessari andrá.  Stefán Magnússon,  Eistnaflugstjóri,  upplýsti þar að Cavalera-bræðurnir úr Sepultura muni spila á hátíðinni í sumar.  

  Bræðurnir, Max og Igor, stofnuðu þungarokkshljómsveitina Sepultura í Brazilíu 1984.  Max var söngvari, gítarleikari og söngvahöfundur en Igor trommaði af krafti.  Áður en langt um leið var hljómsveitin komin í fremstu víglínu þrass-metals og harðkjarna á heimsvísu.  

  Eftir að hafa leitt Sepultura í 12 ár yfirgaf Max hljómsveitina - á hápunkti vinsælda og frægðar - og stofnaði annan risa,  hljómsveitina Soulfly. Einnig rak hann hljómsveitina Nailbomb um tíma ásamt Igori.

  Fyrir ellefu árum yfirgaf Igor Sepultura.  Þaðan í frá er enginn upprunaliðsmanna í hljómsveitinni.  Bræðurnir stofnuðu þá hljómsveitina Cavalera Conspiracy sem nú er á leið til Íslands.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Held að ég láti þennan hávaða fara fram hjá mér!!

Sigurður I B Guðmundsson, 5.4.2017 kl. 14:40

2 identicon

Þó betri hávaði en diskógaulið með ELO sem Siggi Hlö er að prumpa inn núna í Fuzz þáttinn hjá Óla Palla.

Stefán (IP-tala skráð) 7.4.2017 kl. 21:17

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  það er aðeins meiri hávaði og læti í þeim en CCR.

Jens Guð, 8.4.2017 kl. 13:08

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  égh heppinn að missa af því.

Jens Guð, 8.4.2017 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband