Það er svo undarlegt með dóma - suma dóma

mikjáll dómari

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Dómar í Bandaríkjum Norður-Ameríku eru margvíslegir.  Þeir eru mismunandi eftir ríkjum; mismunandi eftir sýslum;  mismunandi eftir dómstólum;  mismunandi eftir dómurum.  Sumir dómarar hugsa öðruvísi en aðrir.  Einn þeirra,  Mikjáll í Ohio, hugsar mjög frábrugðið öðrum dómurum.  Sumir dómar hans þykja skrýtnir.  Aðrir þykja við hæfi.

  Tökum dæmi:

  - Kærustupar var staðið að verki er það hafði kynmök í almenningsgarði.  Dómarinn dæmdi þau til að hreinsa upp allt rusl í garðinum.  Einkum ættu þau að skima vel eftir smokkum og fjarlægja þá.  Til viðbótar var þeim gert að skrifa lesendabréf í bæjarblaðið.  Þar myndu þau biðja sjónarvotta að samförunum afsökunar á því að hafa sært blygðunarsemi þeirra.

  - Kattakona sleppti 35 kettlingum úti í skóg.  Henni var gert að sitja úti í skóginum í heila nótt,  hrollkalda nóvembernótt,  án matar, drykkjar eða tölvu.

  - Kjaftfor ruddi kallaði lögregluþjón svín.  Hann var látinn standa á fjölförnu götuhorni ásamt stóru svíni.  Þar veifaði hann skilti með áletruninni:  "Þetta er ekki lögregluþjónn".

  - Sauðdrukkinn ökumaður var staðinn að verki.  Dómarinn skyldaði hann til að mæta í líkhúsið og skoða þar lík fórnarlamba ölvunaraksturs.

  - Kona stakk af úr leigubíl án þess að borga fargjaldið.  Hún var skikkuð til að fara fótgangandi sömu leið og bíllinn ók með hana:  48 km langa leið, álíka og frá Reykjavík til Selfoss.

  - "Betri borgari" stal söfnunarbauki Hjálpræðishersins.  Honum var gert að deila aðstæðum með heimilslausum útigangsmönnum yfir heila nótt.  

refsing arefsing brefsing crefsing drefsing jrefsing krefsing irefsing erefsing frefsing grefsing h

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Dæmið ekki svo að þér verið ekki dæmdir!!

Sigurður I B Guðmundsson, 1.5.2017 kl. 08:59

2 identicon

Maðurinn stal ekki "dósasafni" frá Hjálprðishernum. Hann stal söfnunarbauk.

Þýaðndi hefur ruglast á að "collection" þýðir bæði safn og söfnun.

Geir Magnusson (IP-tala skráð) 1.5.2017 kl. 12:36

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þetta mættu dómarar hafa í huga.

Jens Guð, 1.5.2017 kl. 13:22

4 Smámynd: Jens Guð

Geir,  takk fyrir leiðréttinguna.  Ég las þetta á færeysku í færeyskum fréttamiðli (sem þýddi þetta úr dönsku blaði sem líklega hefur þýtt þetta úr ensku).  

Jens Guð, 1.5.2017 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.