24.5.2017 | 16:13
Costco veldur vonbrigðum
Ég átti erindi í Hafnarfjörðinn. Um leið var bíllinn að suða um að fá bensín. Af því að ég er töluvert á rúntinum um allt höfuðborgarsvæðið þá var upplagt að virkja gömlu kaupfélagshugsjónina og gerast félagsmaður í breska útibúi Costco í Garðabæ (sem er útibú frá bandarísku demókratamóðurfélagi). Ég sé í hendi mér að til lengri tíma er sparnaður að kaupa bensínlítrann þar á 170 (fremur en 186 í Orkunni).
Allt gekk þetta hratt og vel fyrir sig. Allir sem ég átti samskipti við voru Bretar (allt í góðu. Það er ekkert atvinnuleysi á Íslandi. En eitthvað atvinnuleysi í Bretlandi). Frekar fáir á ferli - miðað við að það er 2. í Costco. Ég rölti hring inni í búðinni. Einsetumaður sem eldar ekki mat þarf ekki að fínkemba matvörubretti. Þó sá ég út undan mér að flest allt er selt í miklu stærri pakkningum en íslenskir neytendur eiga að venjast. Einnig að ekki er hægt að kaupa staka flösku af hinu eða þessu. Aðeins 20 - 40 flöskur í einingu. Enda heitir Costco fullu nafni Costco heildverslun. Fjölmennir vinnustaðir og stærri mötuneyti geta gert hagstæð kaup. Einnig stórar fjölskyldur. Ýmislegt er á hærra verði en fyrst var slegið upp. Til að mynda kranavatn. Það er á 11 krónur en ekki 6. Aðeins í 30 flaskna pakkningu. Sem svo sem eru ekki vond kaup - nema í samanburði við ókeypis kranavatn.
Ég skimaði vel um fatadeildina. Rúmfatalagerinn er töluvert ódýrari. Hvort sem um er að ræða gallabuxur, skyrtur, nærföt eða sokka.
Bónus, Krónan, Kostur, Nettó, Iceland og Elkó þurfa ekki að óttast flótta á sínum viðskiptavinum yfir til Costco. Að því leyti olli Costco mér vonbrigðum. Verðlagningin þar er ekki sú róttæka bylting sem lá í loftinu - og var boðuð.
Ég keypti ekkert í Costco nema bensín. Ég skráði ekki hjá mér verð sem ég sá. Ég man að kílóverð á Prince Póló er um 1100 kall. Svipað og í Bónus. Heitur kjúklingur er á 1300 kall. Er það ekki svipað og í Krónunni? Kókómjólkin er á 230 kall. Er það ekki svipað og í Bónus? Kellog´s kornflögur á 475 kall. Sama verð og í Bónus. Pylsa og gosglas kostar 400 kall í Costco en 195 kall í Ikea (hinumegin við götuna).
Ég fagna innkomu Costco alla leið. Undanfarnar vikur hafa íslenskar verslanir lagt sig fram um að lækka verð til að mæta samkeppninni. Ekki aðeins íslenskar verslanir. Líka erlendir framleiðendur og heildsalar. Margir þeirra hafa skilgreint Ísland sem hálaunasvæði; dýrt land og verðlagt sínar vörur hátt til samræmis við það. Nú þurfa þeir að endurskoða dæmið til að mæta samkeppninni.
Annað gott: Costco selur ekki innkaupapoka. Viðskiptavinir verða að taka poka með sér að heiman. Eða fá hjá Costco pappakassa - ef þeir eru til staðar í það skiptið. Ég sá fólk draga upp úr pússi sínu platspoka frá Bónus og Hagkaupum.
Ástæða er til að taka með í reikninginn að viðskiptavinir Bónus, Krónunnar, Kosts, Iceland, Nettó og Elkó þurfa ekki að borga 5000 kall með sér til að spara aurinn og henda krónunni. Eða þannig.
Túpupressan fæst nú í Skagafirði
Túpupressan vinsæla fæst ekki í Costco. Hinsvegar fæst hún núna á Sauðárkróki. Nánar tiltekið hjá Nudd & trimform, Skagfirðingabraut 6. Listi yfir aðra sölustaði má finna með því að smella HÉR
![]() |
Ódýrara í Costco en hann bjóst við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjármál, Kjaramál, Matur og drykkur | Breytt 28.5.2017 kl. 12:48 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
Nýjustu athugasemdir
- Niðurlægður: Wilhelm, góður! jensgud 29.3.2025
- Niðurlægður: Ég ætlaði að koma með IKEA brandara en ég get ekki sett hann sa... emilssonw 29.3.2025
- Niðurlægður: Guðjón, takk fyrir góða ábendingu. jensgud 27.3.2025
- Niðurlægður: Maður á aldrei að láta sjást að maður eigi monning, og úlpan og... gudjonelias 27.3.2025
- Niðurlægður: Stefán (#7), ég tek alltaf stóran sveig framhjá Mjóddinni. jensgud 26.3.2025
- Niðurlægður: Farðu bara varlega ef þú átt leið í Mjóddina Jens, krakkaskríll... Stefán 26.3.2025
- Niðurlægður: Sigurður, þarna kemur þú með skýringuna! jensgud 26.3.2025
- Niðurlægður: Þarftu ekki bara að fara í klippingu og að raka þig!!! sigurdurig 26.3.2025
- Niðurlægður: Jóhann, heldur betur! jensgud 26.3.2025
- Niðurlægður: "Það margt skrýtið í kýrhausnum"......... johanneliasson 26.3.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 12
- Sl. sólarhring: 54
- Sl. viku: 2054
- Frá upphafi: 4132943
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1704
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Íslenskir fjölmiðlar eru duglegir að gefa Costco fría auglýsingu
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 24.5.2017 kl. 23:14
Helgi, mér skilst að opnun Costco-verslunar hafi aldrei og hvergi fengið eins mikla og langvarandi kynningu og hér. Ekki nálægt því einu sinni.
Jens Guð, 25.5.2017 kl. 09:14
Afturhaldsstefna í áfengissölu er að útiloka að ég geti fengið mér ódýr rauð, hvít og kampavín. Vonandi koma islendingar sér í 21 öldina í þeim málum fljótlega.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 25.5.2017 kl. 14:37
Ég má til með að benda þér á fyrst þú ert að pæla í aurum og krónum og ég hvet þig til að sannreyna ábendinguna.
Bensín er ekki það sama og bensín. Þegar ég sá að þú leggur að jöfnu CostCo bensín og Orku bensín þá langaði mig að benda þér á mína reynslu sem ég öðlaðist eftir ábendingu frá nískupúkanum frænda mínum. Hann átti svokallaðan strumpastrætó amerískan sem eyddi öllu því bensíni sem sett var á hann þó að tankurinn væri stór. Þessi frændi minn tók fljótlega eftir því að tankurinn dugði lengur ef hann keyrði vagninn ekki hraðar en á 80. Það þótti veskinu betra þegar pumpa þurfti allt að 70 lítrum á tankinn í hvert sinn. Svo fór hann að mæla eyðsluna og úr því varð ágætist hobbý hjá honum og seinna mér lika enda er ég hægt og rólega að breytast í svipaðan nískupúka. Hann var svo sem enginn harðlínu maður um hvar hann keypti lekann þó að hann reyndi eftir megni að forðast þjónustustöðvar og kaupa helst bensín bara á næstu ódýru stöð hvort sem sú væri Gul, Rauð, Hvít eða Bleik. Oftast var það víst samt Bleik eða Hvít. Svo fór hann að taka eftir því að það var MJÖG mismunandi hversu langt hann fór á tanknum þó að keyrslu mynstrið væri svipað. Það munaði allt að 100 km á tanknum. Og hann fór að reikna. Aurarnir sem Bleikur var ódýrari á líterinn dugðu nú skammt þegar eyðslan var tekin með í reikninginn. Niðurstaðan var sem sagt sú að Hvítur var ódýrastur og munaði þó nokkuð þegar allt var reiknað. Það verður fróðlegt fyrir nánasir eins og mig og frænda minn að skoða hvað við förum langt á bensíninu úr CostCo og hvort það borgi sig frekar en þetta hvíta.
Kveðja, Kristján
Kristján Friðjónsson (IP-tala skráð) 25.5.2017 kl. 16:00
Jóhann, heimurinn á eftir að hlæja jafn undrandi yfir afturhaldsstefnunni í áfengismálum Íslendinga og hann hlær í dag að bjórbanninu, sjónvarpslausum fimmtudögum, einkasölu ríkisins á útvarpstækjum og Mjólkursamsölunnar á mjólk.
Jens Guð, 25.5.2017 kl. 19:08
Kristján, að því er ég best veit er bensín Costco nákvæmlega sama bensín og Orkunnar. Hinsvegar veit ég fyrir víst að bensín Orkunnar er miklu lélegra en á dælum Skeljungs - sem á Orkuna.
Jens Guð, 25.5.2017 kl. 19:12
Kaupa nógu andskoti mikið af vatni þó svo að það kosti 11kr. Skilagjalið er 15kr. á hverja flösku..mökk græðir á þessu..
viðar ingólfsson (IP-tala skráð) 26.5.2017 kl. 22:29
Viðar, takk fyrir gott auðsöfnunarráð.
Jens Guð, 27.5.2017 kl. 10:17
ÞAð hjálpar helvíti mikið Jens, og sparar mikinn tíma, að segja bara rétt frá strax: "Bandaríska verslunarkeðjan Costco" í staðin fyrir" breska útibúi Costco í Garðabæ (sem er útibú frá bandarísku demókratamóðurfélagi)"
Fyrsta lagi sparar okkur öllum tíma og hugarangur, svo er bara miklu einfaldara að skilja það.. :-)
Siggi Lee Lewis, 28.5.2017 kl. 03:13
Siggi, þetta er góð og tímabær ábending. Ég var nefnilega í þessari andrá að vinda mér í að skrifa frétt um að hollenska útibúið frá bandaríska Sea Shepherd móðurfélaginu sé að höfða mál á hendur danska ríkinu fyrir að leyfa Færeyingum að veiða marsvín. Ég sé í hendi mér að það má spara mikinn tíma og hugarangur með því að orða þetta svona: "Bandarísku hryðjuverkasamtökin SS kæra Dani til Evrópudómstólsins."
Jens Guð, 28.5.2017 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.