Tæmdi úr kampavínsglösum í flösku

  Rússneskur maður sat grandalaus í flugvél á leið til Dubai.  Farþegar keyptu sér kampavín í glösum.  Eins og gengur.  Það er hressandi að súpa á kældu freyðandi kampavíni í hitamollu á langri flugleið.  Þegar flugþjónar síðar söfnuðu saman rusli var eitthvað um að kampavínsglösin hefðu ekki verið tæmd í botn.  

  Rússanum til nokkurrar undrunar sá hann flugþjón aftast í vélinni hella leifunum úr glösunum í kampavínsflöskur.  Það er til fyrirmyndar.  Sóun á mat og drykk er böl.

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Tvöfaldur gróði og mikið grín og gaman!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 18.7.2017 kl. 10:08

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  það er alltaf fjör í háloftum.

Jens Guð, 18.7.2017 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.