Splunkunýr hressandi rokkslagari

  Rokktríóið Nýríki Nonni er mætt til leiks með þrumuskæðan slagara,  "Svíkja undan skatti".  Það hefur verið starfandi frá 2016 og vakið athygli fyrir sterk frumsamin lög, beitta texta og þéttan kröftugan flutning.  Svo skemmtilega vill til að enginn Nonni er í tríóinu.  Því síður Nýríkur Nonni.  Þess í stað eru liðsmenn:  Guðlaugur Hjaltason (söngur, gítar),  Logi Már Einarsson (bassagítar) og Óskar Torfi Þorvaldsson (trommur).  

  12. ágúst á þessu ári heldur Nýríki Nonni útgáfuhljómleika á Íslenska barnum í Hafnarfirði.  Ókeypis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Og eftir þennan slagara verða þeir: Forríki Nonni!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 30.7.2017 kl. 20:25

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  vonandi ekki - því að alltof margir verða af aurum api!

Jens Guð, 30.7.2017 kl. 20:30

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

„En las bara Morgunblaðið

uns allt var á leið í svaðið."

tongue-out 

Wilhelm Emilsson, 31.7.2017 kl. 07:56

4 Smámynd: Jens Guð

Wilhelm,  eitthvað kannast ég við þetta af plötu með Þokkabót.

Jens Guð, 31.7.2017 kl. 10:42

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Einmitt! Og lagið er "Nýríki Nonni" smile

Wilhelm Emilsson, 31.7.2017 kl. 12:10

6 Smámynd: Gulli litli

Þaðan er nafnið Nýríki Nonni komið. Einmitt þessu flotta lagi Þokkabótar...sem innihélt beitta textahöfunda...

Gulli litli, 31.7.2017 kl. 14:11

7 Smámynd: Jens Guð

Wilhelm (#5),  bingó!

Jens Guð, 31.7.2017 kl. 18:42

8 Smámynd: Jens Guð

Gulli,  ég átti þessa plötu í gamla daga.  En týndi henni.  Eða hvort að henni var stolið frá mér.  

Jens Guð, 31.7.2017 kl. 18:45

9 Smámynd: Gulli litli

Meiriháttar plata...var uppáhldsplata mömmu minnar meðan hún lífði..

Gulli litli, 31.7.2017 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband