31.8.2017 | 08:04
Allir verða að hjálpast að
Lambakjötið hrannast upp óselt. Þökk sé meðal annars vopnasölubanni sem Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, setti á Rússa. Út af fyrir sig var gott að draga úr vopnasölu. Brögð eru að því að vopn séu notuð til illra verka. Rússar eru seinþreyttir til reiði. Gunnar Bragi þurfti að ögra þeim ítrekað með digurbarkalegum yfirlýsingum á alþjóðavettvangi til að knýja fram viðbrögð. Seint og síðarmeira tókst það. Rússar hættu að kaupa íslenskt lambakjöt og makríl.
Íslendingar verða sjálfir að hlaupa í skarðið sem Rússar skilja eftir. Hrun blasir við sauðfjárbændum. Þetta eru hamfarir. Allir verða að hjálpast að. Öflugt átak þarf til að auka tímabandið lambakjötsneyslu á meðan markaðurinn leitar jafnvægis.
Góðu fréttirnar koma úr Garðahreppi. Í sumarbyrjun var opnað þar Kaupfélag. Það selur lambahakk. Slíkt hafði ekki sést í íslenskum matvöruverslunum til áratuga - þrátt fyrir mikla eftirspurn. Kaupfélag Garðahrepps hefur jafnframt sannað að hægt er að verka lambaskrokk þannig að kótelettur séu beinlausar.
Nýverið hóf Bónus að selja í lítersfötu fulleldaða kjötsúpu. Það er til fyrirmyndar. Almenningur veit ekki af þessu. Ef hann fær vitneskju um þetta er líklegt að kjötsúpan verði einnig seld í 3ja lítra fötu.
Einhver er byrjaður að kynna til sögunnar lambabeikon. Man ekki hver.
Þetta dugir ekki til að vinda afgerandi ofan af kjötfjallinu. Almenningur verður að leggjast á árar; leggja hausinn í bleyti og koma með hugmyndir og ábendingar um hvað megi betur fara til að efla lambakjötsneyslu.
Hér eru punktar í púkkið:
- Frosið lambakjöt í kæliklefum matvöruverslana er óaðlaðandi; grátt og guggið. Lystugra væri að umbúðirnar sýndu ljósmynd af fulleldaðri máltíð: Steiktu eða grilluðu kjöti ásamt girnilegu meðlæti.
- Hafa einfaldar og spennandi uppskriftir á öllum pakkningum á frosnu lambakjöti. Skipta þeim út fyrir nýjar með reglulegu millibili.
- Margir búa einir. Heilt læri eða heill lambahryggur er of stór skammtur fyrir þá. Minni einingar þurfa einnig að vera í boði. Kannski eins og þriðjungur af hrygg eða kvart læri.
- Það þarf stöðugt að glenna lambakjöt framan í neytendur. Til að mynda með því að vera með smakk í öllum helstu stórmörkuðum daginn út og inn. Smakk er einhver virkasta söluaðferð sem til er. Mun betri leið til að minnka kjötfjallið en urða kjötið.
- Margir kvarta undan og undrast að kubbasteik hafi hvergi sést til áratuga - þrátt fyrir mikla eftirspurn.
- Lambagúllas hefur ekki fengist í áraraðir - þrátt fyrir mikla eftirspurn.
- Það þarf að fá lambakjötið vottað sem þjóðarrétt Íslendinga. Hampa því framan í milljónir erlendra ferðamanna. Bjóða hvarvetna upp á lamborgara (lambaborgara). Engin vegasjoppa má vera svo aum að hún bjóði ekki upp á lamborgara.
- Vöntun er á úrvali lambakjötsáleggs. Hangikjöt og rúllupylsa eru ekki nóg. Það þarf kjötsneiðar sem keppa við roastbeaf og skinku.
- Sumir vinsælustu veitingastaðir landsins selja enga lambakjötsrétti. Munar þar mestu um Ikea. Þessu þarf að kippa í lið.
- Liður í aðlögunarferli innflytjenda ætti að vera námskeið í fjölbreyttri matreiðslu á lambakjöti. Námskeiðið getur staðið öllum opið fyrir vægt hráefnisgjald.
- Fjölga þarf fullelduðum lambakjötsréttum án meðlætis. Helst einhverjum sem þarf ekki að hita. Til að mynda gætu lambanaggar verið ágætt snakk (með pítusósu).
Taka allt kjötið heim og selja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Kjaramál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 1.9.2017 kl. 20:09 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
Nýjustu athugasemdir
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðar pælingar. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Stefán, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Gleymdi - ef ég má vera með kjaft - að ég hef aldrei skilið hve... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Alveg ljóst að þarna var elítan með sína útsendara tilbúín í læ... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Skemmtilegur og fróðlegur pistill. Getur verið að egóistinn -... ingolfursigurdsson 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Það má geta þess að George hélt því fram að hugmyndin að nafnin... Stefán 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 1160
- Frá upphafi: 4120979
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1032
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Jen. Takk fyrir þessar upplýsingar. Lambahakk var jafn algengt og nautahakk hér áður fyrr, eða jafnvel algengara í verslunum. Og lyfjaminnsta kjöt sem hægt er að fá á Íslandi, er lambakjöt. Það gæti verið að Íslandsbúar yrðu minna veikir af lambakjötinu þess vegna. Hverjir eru á móti því að fólk verði minna lyfja/hormóna/eiturefna afleiðinganna veikt á Íslandi? Og hverra eru þeir veiklunar hagsmunir? Það verður að rjúfa alla þöggun veiklunaráróðurs hagsmunagræði. Fjölmiðlar virðast meir og minna hafa takmarkað leyfi til að fjalla um alvarlegu fjölmörgu málin eins og þau raunverulega eru.
Ég sá frétt á mbl.is í gærkvöldi þar sem bændur í Árdal í Kelduhverfi ætla að taka allt kjöt heim eftir slátrun, og selja það beint.
Símanúmerið í auglýsingunni frá bændum í Árdal: 8464951.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2017 kl. 10:27
Eða selja það til Færeyja og láta þá selja það til Rússa sem færeykst kjöt!!
Sigurður I B Guðmundsson, 31.8.2017 kl. 10:31
Framsóknarflokkurinn og Kaupfélögin hafa átt bændastéttina og líka misnotað hana óspart sér í hag. Það þurfti ekki bensíntitt úr KS í Utanríkisráðuneytið til að reka síðasta líkkistunaglann í sauðfjárbændastéttina, hún var sjálfdauð eftir áralanga misnotkun, rétt eins og Orkuveituhús Alfreðs / Framsóknarflokksins.
Stefán (IP-tala skráð) 31.8.2017 kl. 13:32
Anna Sigríður, takk fyrir upplýsingarnar. Ég hvet til milliliðalausra kaupa á lambakjöti beint frá býli.
Jens Guð, 31.8.2017 kl. 17:14
Sigurður I B, þetta er snilldar hugmynd!
Jens Guð, 31.8.2017 kl. 17:15
Stefán, það er margur sannleikur í þessari greiningu þinni.
Jens Guð, 31.8.2017 kl. 17:16
Jens. Nú eru toppar falda valdsins orðnir útflutnings-skyldusturlaðir og stressaðir yfir þessari Moggafrétt, ef að bændur ætli að selja sitt kjöt til neytenda á Íslandi?
Ætli sé ekki rétt að endurtaka með feitu letri símanúmerið og netfangið hjá þessum skynsömu bændum, svo það fari örugglega ekki framhjá fólki:
ardalur@ardalur.is sími: 8464951
Það eru til leiðir ef þær eru leyfðar af hass/kannabis-framleiðendunum á toppnum! Sem eru fyrst og fremst að markaðssetja innlendu dópframleiðsluna erlendis, en ætla að "markaðssetja sem lambakjöt erlendis", með sinni "tæru" markaðssetningar "snilld" sem allir Íslendingar þekkja vegna fiskimarkaðsetningar reynslunnar glæpsamlegu!
Þeir eru orðnir gjörsamlega sturlaðir þessir glæpadópandi hvítflibbamafíutoppar, og sannkallaðir sölumenn dauðans! Þeir eru svo fjarri öllu viti, að þeir hafa enga hugmynd um að í veðrabreytingum og þurrkum vítt og breitt um hnöttinn, er uppskerubrestur með tilheyrandi matarskorti alveg óhjákvæmilegur.
Það verður að taka stjórnina af þessum dópsöluhvítflibba kúgunarskrímslum, sem ekki vita neitt í sinn dópaða haus!
Annars geta þessir svokölluðu: velferðarráðherra og heilbrigðisráðherra lokað glæpabúllunni Íslandi strax!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2017 kl. 21:32
Ef það er eitthvað sem ég hef lært síðustu 10 árin, þá er það sú staðreynd að það þarf að endurtaka sömu raunveruleikafræðsluna í mörg ár til að ná í gegn á Íslandi.
Það er því miður ekki tími til að endurtaka staðreyndir í mörg ár núna.
Lambakjöt til sölu beint frá býli!
netfang: ardalur@ardalur.is
símanúmer: 8464951
Vonandi fylgja fleiri ó-kúgaðir og ennþá pólitískt frjálsir bændur í fótspor raunsæju bændanna í Árdal. Því það er eina færa leiðin á svo stuttum tíma sem raun ber vitni.
Ég bið það algóða og alvalda handan móðunnar miklu að stýra þessu til farsældarvegs.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2017 kl. 21:56
Það er vonandi að sauðfjárbændur sýni meira en sauðagreind og steinhætti að kjósa Framsóknarflokkinn.
Stefán (IP-tala skráð) 31.8.2017 kl. 23:22
Stefán í athugasemd númer 9. Það skiptir ekki máli í kosningum á Íslandi hvaða bókstaf er krossað við með blýanti, og síðan talið upp úr kössum sem ekki eru innsiglaðir né undir trausts verðu og utanaðkomandi eftirliti.
Það er alveg öruggt að hvergi í heiminum er blýantur notaður í kosningakrossa-skoðanakönnunum ólöglega embættiskerfisins, eins og gert er á Íslandi.
Talningar tefjast svo alltaf meðan verið er að hagræða þessum blýants krossuðu ógildu kosningum á Íslandi. Hagræða grunlausum ungum eða auðtrúa fórnarlömbum, niður á alla tilvonandi fyrirfram embættis-skipulögðu flokkana, í danska þrælasteinhús stimpilpúðanna kúguðu við Austurvöll!
Þetta hefðu allir flokksforingjar og allir kjósendur allra flokka átt að sjá fyrir löngu, að er algjört siðblindunnar stjórnleysi og óábyrg hættuleg kosninga-markleysa.
Það er of einfeldningslegt að kenna einhverjum einum flokki eða einstaklingum eineltishönnunar-fjölmiðlaklíkunnar um embættisbanka-glæpatoppa ruglið. Þegar augljóst er að allar siðaðra ríkja verklagslögverjandi reglur eru hundsaðar án eftirmála eða rökstuddrar gagnrýni fjölmiðla og almennings.
Sauðagreindin virðist vera sterkust hjá sumum þeirra sem eru siðlausir embættismenn/lögmenn/bankastjórnarformenn, sem ekki hafa mennska og heilbrigða dómgreind til að skilja muninn á réttu og röngu.
Valdmisbeitandi embættismenn sem eru í eigu heimsglæpabankatoppa geta látið hanna falska fréttamynd af öllum. Þeir fá borga með glæpatoppanna fölsuðum bankaránspeningum fyrir sín sauðheimsku embættis svikaverk! Sá sem ekki skilur siðferðislegan mun á réttu og röngu er í raun sauðheimskur. Það er sorglegt sjúkdómsástand. Kannski vegna ofneyslu á ýmsum plöntum í undirheimakerfi siðleysis og ómennskugræðgi?
Miðað við allt þetta, hverjir eru þá raunverulega sauðheimskir? Valdmisbeitandi, kúgandi og bankaræningjastýrðir embættismenn (allra flokka), eða þeir sem eru valdalausir, sviknir, hæddir og kúgaðir af valdmisbeitandi glæpfjármálatoppunum?
Ég er oft ekkert skárri en aðrir í fordómunum og viðurkenni það að ég skil ekki allt rétt, og þá á vel meinandi, mér vitrara, og réttsýnt fólk að gagnrýna mig af sanngirni og til gagns.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2017 kl. 14:41
Anna Sigríður, ævinlega bestu þakkir fyrir þínar áhugaverðu hugleiðingar.
Jens Guð, 2.9.2017 kl. 11:10
Stefán, ólíklegt er að Skagfirðingar uppfylli þær vonir.
Jens Guð, 2.9.2017 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.