Færeyingar stórgræða á vopnasölubanni Íslendinga til Rússa

  Það tók Íslendinga heilt ár að ögra og mana Rússa til að sýna viðbrögð við vopnasölubanni sem Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra,  setti á Rússa.  Seinbúin viðbrögð Rússa fólust í því að hætta innflutningi á íslenskum vörum.  Fram til þess voru Rússar í hópi stærstu kaupenda á íslenskum sjávarafurðum og lambakjöti.

  Um leið og Rússar hættu að kaupa makríl af Íslendingum hækkaði verð á færeyskum makríl um 20%.  Allar götur síðar hafa Færeyingar malað gull á mjög bratt vaxandi sölu á sjávarafurðum til Rússa.

  Í ár borga Rússar Færeyingum 37,4 milljarða ísl. kr. í beinhörðum gjaldeyri.  Þetta er 11,3 milljarða aukning frá síðasta ári.  Munar heldur betur um þennan gjaldeyri fyrir 50 þúsund manna samfélag.

  Kaup Rússa nema 27% af útflutningi Færeyinga.  Þeir eru lang stærsti viðskiptavinurinn.  Í humátt á eftir eru Bretar og Kanar.  Þeir kaupa hvorir fyrir tæpa 15 milljarða.  Þar á eftir koma Danir, Þjóðverjar og Kínverjar. 

  Salan til Rússa er á laxi, makríl og síld.  Hinar þjóðirnar kaupa fyrst og fremst lax.  Nema Bretar.  Þeir kaupa nánast einungis þorsk og ýsu.  

makríllmakríll grillaðurmakríll pönnusteiktur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Voru Íslendingar eitthvað spurðir hvort þeir vildu setja þetta bann á Rússa????

Sigurður I B Guðmundsson, 2.9.2017 kl. 12:12

2 identicon

Gunnar Bragi er nú bara ansi áhrifamikill eftir allt - Miðað við þetta ætti hann að geta bjargað Orkuhússræflinum hans Alfreðs, þ.e.s. ef það hús væri erlendis. Framsóknarmenn geta aldrei bjargað neinu hér heima.

Stefán (IP-tala skráð) 2.9.2017 kl. 16:06

3 identicon

Já, ehh nei. Íslendingar eru heimsmeistarar í viðskiptum, það kom berlega í ljós á Viðskiptaólimpíuleikunum árið 2007 þar sem Íslendingar tóku næstum allt gullið. Það sem er að gerast þarna er Kaupthinking, slakaðu á, gróðinn er á leiðinni... cool

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 2.9.2017 kl. 18:03

4 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Það var hárrétt ákvörðun hjá íslenska alþinginu að loka á viðskipti við rússa mafíuna. Þeim voru gefnir úrslitakostir, ekki frá íslandi, heldur frá flestum nokkuð siðmenntuðum þjóðum á vesturlöndum sem áttu í viðskiptum við þá. Krímskaginn er helsta stöðutáknið í þessari deilu. Við viljum ekki eiga viðskipti við stríðsglæpamenn semm taka sér land og land og innlima það í sitt eigið, undir eigin fána árið 2017. Og ekki blanda Israel inn í þetta því þar eru menn að glíma við öfga trúarhópa sem sprengja upp saklaust fólk í gyðingalandi. Að líkja saman Israel-Palestínu deilunni við Krímskaga, jaðrar við fávisku. :)

Siggi Lee Lewis, 2.9.2017 kl. 18:36

5 identicon

Drullusokkurinn Putin er næst hættulegasti maður heim, með tærnar þar sem Trump er með hælana.

Ef það kostar einhverjar krónur á hvern kjaft heimsins að koma kvikindinu frá þá er ég tilbuinn.

Færeyingar ættu sýst að stæra sig af tekjum af viðskiptum við kauða, þeir geta stært sig af miklu merkilegri afrekum.

Bjarni (IP-tala skráð) 2.9.2017 kl. 18:46

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  það þótti ekki ástæða til að spyrja íslenskan almenning um þetta.  Ég og þú fréttum bara af þessu eftir á.  

Jens Guð, 2.9.2017 kl. 19:11

7 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Gunnar Bragi hefur aldrei bjargað neinu.  Hann stóð sig þó þokkalega við að afgreiða pylsur og kók í bensínsjoppunni Ábæ á Sauðarkróki áður en hann varð ráðherra.  Þótti samt frekar spar á sinnep.  

Jens Guð, 2.9.2017 kl. 19:16

8 Smámynd: Jens Guð

Sigþór,  jú, jú.  Íslendingar kunna flestum öðrum betur að búa til bankahrun.  

Jens Guð, 2.9.2017 kl. 19:20

9 identicon

Mér skilst að það sé ekkert bann við sölu á lambakjöti til Rússlands, (lambakjöt er ekki fiskur!). Matís þurfi aðeins að svara nokkrum spurningum sem rússneska sendiráðið hefir sent henni bréflega. Þessu bréfi hefur ekki enn verið svarað.

Heimild: Jón Kristinn Snæhólm.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 2.9.2017 kl. 22:06

10 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Jens

Þetta var vitlaus ákvörðun hjá stjórnvöldum að styðja þessar ESB- viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. Hvað frekja er þetta í okkur hérna að leyfa ekki þessu rússneskumælandi fólk þarna að sameinast aftur sínu heimalandi Rússlandi?
KV. ÞST. 

Image result for crimea lies
    

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 3.9.2017 kl. 00:08

11 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Við þ.e. ríkisstjórnin tekur sjálfstæðar ákvarðanir sem hvorki fólkið í landinu krefst né alþjóða elítan. Við erum lítil þjóð eins og Færeyingar en öpum eftir milljóna þjóðum eins og t.d. með mengunar kvótann og bröskum líka eins og milljónaþjóð með sama kvóta seljum svo okkur sjálfum rafmagn framleitt með kjarnorku. Já lítil heimsk þjóð sem vill fá þingsetu rétt hjá ESB.

Valdimar Samúelsson, 3.9.2017 kl. 04:56

12 Smámynd: Jens Guð

Siggi,  bannið var málamyndagjörningur sem breytti litlu fyrir Evrópusambandið.  Það baktryggði sig með undanþágum.  Þeir einu sem hafa orðið fyrir tjóni eru Íslendingar.  Stórfelldu tjóni upp á mörg hundruð milljarða.  Fyrir þetta klúður er gert grín að Íslendingum út um allan heim.

  Hvar landræningjar fyrir botni Miðjarðarhafs koma inn í dæmið er vandséð.

Jens Guð, 3.9.2017 kl. 12:52

13 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  bannið veikir ekki stöðu Pútíns á neinn hátt.  Þvert á móti.

Jens Guð, 3.9.2017 kl. 12:53

14 Smámynd: Jens Guð

Hörður,  í mars 2015 settu rússnesk stjórnvöld formlegt opinbert bann á innflutning á íslensku lambakjöti til Rússlands,  Hvíta-Rússlands og Kasakstans.  Bannið er enn í fullu gildi sem hluti af gagnkvæmu viðskiptabanni Íslendinga og Rússa.  Ólíklegt er að Rússar séu með skriflegar þreyfingar í þá átt að undanskilja lambakjöt frá banninu.  Þeir hafa ekki verið í neinum vandræðum með að kaupa lambakjöt víða um heim í stað þess íslenska.    

Jens Guð, 3.9.2017 kl. 13:17

15 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn,  takk fyrir fróðleikinn.

Jens Guð, 4.9.2017 kl. 09:39

16 Smámynd: Jens Guð

Valdimar,  satt segir þú.

Jens Guð, 4.9.2017 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.