Skeljungi stýrt frá Færeyjum

  Skeljungur er um margt einkennilega rekið fyrirtæki.  Starfsmannavelta er hröð.  Eigendaskipti tíð.  Eitt árið fer það í þrot.  Annað árið fá eigendur hundruð milljóna króna í sinn vasa.  Til skamms tíma kom Pálmi Haraldsson, kenndur við Fons, höndum yfir það.  Í skjóli nætur hirti hann af öllum veggjum glæsilegt og verðmætt málverkasafn.

  1. október næstkomandi tekur nýr forstjóri,  Hendrik Egholm,  við taumum.  Athyglisvert er að hann er búsettur í Færeyjum og ekkert fararsnið á honum.  Enda hefur hann nóg á sinni könnu þar,  sem framkvæmdarstjóri dótturfélags Skeljungs í Færeyjum,  P/F Magn.  

  Ráðning Færeyingsins er hrópandi vantraustsyfirlýsing á fjóra núverandi framkvæmdastjóra Skeljungs.  Þeir eru niðurlægðir sem óhæfir í forstjórastól.  Fráfarandi forstjóri,  Valgeir M.  Baldursson,  var framkvæmdastjóri fjármálasviðs þegar hann var ráðinn forstjóri.

Magn  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábærlega orðað hjá þér Jens, sérstaklega þetta með framkvæmdastjórana sem sjálfsagt sleikja nú sárin vitandi það að eingöngu útlendingi er treyst til þess að stjórna þessu fyrirtæki. Sennilega þó skynsamlegast að þessu fyrirtæki sé fjarstýrt erlendis frá í ljósi sögunnar. Nú eiga lífeyrissjóðir fyrirtækið og krefjat mikils hagnaðar ekki síður en fyrri eigendur, sem gengu út með fulla vasa fjár.  

Stefán (IP-tala skráð) 13.9.2017 kl. 10:19

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Mikið held ég að okkur mundi líða betur ef Íslandi væri stýrt af Færingjum!!

Sigurður I B Guðmundsson, 13.9.2017 kl. 12:07

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán, takk fyrir hólið!

Jens Guð, 13.9.2017 kl. 20:58

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég tek heilshugar undir það!

Jens Guð, 13.9.2017 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.