Samfélagsmiðlarnir loga til góðs

  Samfélagsmiðlarnir virka í baráttu gegn kynferðisofbeldi.  Hvort heldur sem er Fésbók, Twitter, blogg eða annað.  Undir millumerkinu #höfumhátt hefur hulu verið svipt af alræmdum barnaníðingum og klappstýrum þeirra.  Þöggunartilburðir hafa verið brotnir á bak aftur.  Skömminni verið skilað til glæpamannanna.  Lögum um uppreist æru verður breytt.

  Herferð undir millumerkinu #metoo / #églíka hefur farið eins og eldur í sinu út um allan heim.  Kveikjan að henni hófst með ásökum á hendur Harvey Winstein,  þekkts kvikmyndaframleiðanda.  Hann var sakaður um kynferðisofbeldi,  meðal annars nauðganir.  Á örfáum vikum hafa yfir 40 konur stigið fram og sagt frá áreitni hans.  Feril hans er lokið.  Hann er útskúfaður sem það ógeð sem hann er.

  Í kjölfar hafa þúsundir kvenna - þekktra sem óþekktra - vitnað um áreitni sem þær hafa orðið fyrir.  Þær burðast ekki lengur einar með "leyndarmálið".  Það á að segja frá.  Skömmin er ofbeldismannsins.

  Verstu innlegg í umræðuna er þegar karlar segja:  "Menn eru hættir að þora að daðra við kvenfólk af ótta við að vera sakaðir um áreitni."   Menn þurfa að vera virkilega heimskir og illa áttaðir til að skynja ekki mun á daðri og kynferðislegri áreitni.

  Annað innlegg í umræðuna er skrýtið.  Það er að ýmsir karlar finna hvöt hjá sér til að tilkynna að þeir hafi aldrei orðið fyrir kynferðislegri áreitni.  Það liggur í loftinu að þá langi til að skrifa það á ennið á sér.  


mbl.is Weinstein varð brjálaður við höfnunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jens, finnst þér ekki furðulegt að sumar konur halda hlífisyldi yfir mönnum með því að nefna þá ekki á nafn?

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 18.10.2017 kl. 04:40

2 Smámynd: Jens Guð

Helgi Þór,  jú,  mér finnst það.  

Jens Guð, 18.10.2017 kl. 05:15

3 identicon

Sæll Jens

Gott mál!

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 19.10.2017 kl. 21:53

4 identicon

Jens. Já, það er margt í mörgu og um víða veröld, sem ekki er skiljanlegt. Svo mikið er alla vega satt og víst.

Andlegt ofbeldi er versta ofbeldi sem til er.

Ekki er nokkur möguleiki fyrir andlega ofbeldiskúgaðan einstakling að sanna andlegt ofbeldi. Marblettirnir á sálinni sjást nefnilega ekki, eru hvergi mælanlegir, og eru ekki sannanlegir á nokkurn hátt!

Fólk sem beitir andlegu og líkamlegu og öllu öðru yfirburðakrafta ofbeldi, er yfirvaðandi út um allt, og virðist ráða og drottna í æðstu embættum jarðar, yfir stóru og smáu í samfélögum allra þjóða á jörðinni!

Ofbeldi af öllu tagi er óverjandi. Sumt er hægt að sanna og sumt ekki!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2017 kl. 21:34

5 Smámynd: Jens Guð

Sigþór,  framtakið er gott.

Jens Guð, 21.10.2017 kl. 08:25

6 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður,  ég veit ekki hvort að andlegt ofbeldi sé versta ofbeldið.  Klárlega samt erfiðast viðureignar vegna þess að sárin og örin sjást ekki.

Jens Guð, 21.10.2017 kl. 08:47

7 Smámynd: Jens Guð

Þið sem eruð á Fésbók:  Ég hvet ykkur til að lesa nýlega færslu Helgu Guðrúnar Eiríksdóttur um #metoo.

 https://www.facebook.com/2Sarcastic?hc_ref=ARTeOe-9nOuxptSrU39MthiwzWCwUj72Mst2CofXi9yute6U6MsxqJYjA1eqipaXH-M&fref=nf&pnref=story

Jens Guð, 21.10.2017 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.