31.10.2017 | 06:23
Allt er þá þrennt er
Útlendir ferðamenn á Íslandi hafa stundum á orði að Ísland sé mjög ameríkanserað. Hvert sem litið er blasi við bandarískar keðjur á borð við KFC, Subway, Dominos og svo framvegis. Í matvöruverslunum svigni hillur undir stæðum af bandarísku morgunkorni, bandarísku sælgæti og ropvatni á borð við Coca-Cola, Pepsi og Sprite. Ekkert nema gott um það að segja.
Á skjön við þetta gerðust um árið þau undur að flaggskip bandarísks ruslfæðis, McDonalds, kafsigldi á Íslandi. Var það í fyrsta skipti í sögunni sem McDonalds hrökklaðist úr landi vegna dræmra viðskipta.
Nokkru síðar hvarf keppinauturinn Burger King á braut af sömu ástæðu. Nú er röðin komin að Dunkin Donuts á kveðja. Krummi í Mínus og frú voru forspá er þau köstuðu kveðju á kleinuhringjastaðinn við opnun. Svo skemmtilega vill til að þau eru að opna spennandi veitingastað í Tryggvagötu, Veganæs. Bæ, bæ Dunkin Donuts. Helló Veganæs!
Loka Dunkin' Donuts á Laugavegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Fjármál, Heilbrigðismál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 06:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
- Pottþétt ráð gegn veggjalús
- Stórmerkileg námstækni
- Staðin að verki!
Nýjustu athugasemdir
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Sigurður Þ, heldur betur! jensgud 4.11.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Mikið djöf sem þetta er flott lag með Jerry Lee Lewis og Náru ... Sigurður Þórólfsson 3.11.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Sigurður I B, svona fyndinni skemmtisögu hendi ég ekki út! jensgud 29.10.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Þetta minnir mig á þegar tveir íslenskir nemar í Kaupen voru á ... sigurdurig 29.10.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Guðjón, það er margt til í því! jensgud 29.10.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Jóhann, heppinn! jensgud 29.10.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Svo vitnað sé í Bibbuna, fólk er lýgið og svikult og líður best... gudjonelias 29.10.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Úps, ég er lukkunnar pamfíll að þurfa ekki að hafa áhyggjur af ... johanneliasson 29.10.2024
- Varð ekki um sel: Stefán (# 11), ætli þetta sé ekki einhverskonar misskilningur?... jensgud 26.10.2024
- Varð ekki um sel: Mér varð ekki um sel þegar ég fór að fylgjast með ágreiningi Va... Stefán 26.10.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 1312
- Frá upphafi: 4107940
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1150
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
McDonalds á Íslandi er sagt hafa verið illa rekið, rétt eins og Metro í framhaldinu með sitt skrautlega kennitöluflakk. 10/11, Iceland og Duncin'Donuts allt undir sama hatti og kleinuhringjasalan á Laugavegi var álíka aðlaðandi og hver önnur vegasjoppa á íslandi.
Stefán (IP-tala skráð) 31.10.2017 kl. 08:21
Sæll Jens
Seinnitíma hugmynd að þjóðmynd Íslendinga er Ameríka. Íslenski draumurinn umhverfist um peninga og drasl.
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 31.10.2017 kl. 13:22
Vonandi fáum við "Lundabúð" í staðinn. Það bráðvantar fleirri lundabúðir á þessu svæði.
Sigurður I B Guðmundsson, 31.10.2017 kl. 13:23
Lundabúð?
Eða bara enn eitt þrælahaldaranna mannsalsins ólögverjandi þrælahóruhúsið í safnið hjá gömlu Íslands M-flokks-spillingunni? Björn Ingi Hrafnsson og co?
Hvað segir samviska fólksins um samviskulausar þrælabúðir hóruhótela-"ferðaþjónustunnar" virðisaukaskatts undanþágunnar óskiljanlegu?
Enginn vill víst viðurkenna djöfulganginn með heiðarleikans berum orðum, því það kostar mannorð, æru, atvinnu, eigna-rán, og svo frv. ef einhver segir satt á Íslandi!
Sumir myndu kannski bara segja: ferfalt húrra fyrir slíkum skepnuskap? Enda er Ísland ekki stjórnsýslulega siðmenntað samfélag á nokkurn siðlögverjandi hátt?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2017 kl. 23:24
Mmmm, mig langar í íslenskan vegaborgara með spældu eggi. Franskar, koktelsósa og kók verður að fylgja með. Er hægt að biðja um meira? Ég held ekki, nema kannski ís með dýfu á eftir.
Wilhelm Emilsson, 1.11.2017 kl. 02:31
Stefán, McDonalds á að vera rekið á sama hátt allsstðar í heiminum. Það eru miklir og strangir staðlar yfir alla þætti starfseminnar. Jafnframt er eftirlit sem passar upp á að farið sé eftir reglunum. Kannski eru rekstraraðilar þó mis samviskusamir eða nákvæmir í að hlýða.
Jens Guð, 1.11.2017 kl. 10:47
Sigþór, það er margt til í því hjá þér.
Jens Guð, 1.11.2017 kl. 10:48
Sigurður I B, þegar þú nefnir það þá sé ég í hendi mér að það vantar töluvert af lundabúðum í miðborgina.
Jens Guð, 1.11.2017 kl. 10:50
Anna Sigríður, þeir sem eiga að gæta laga og reglna á Íslandi kunna ekki að taka á mansalsmálum og þrælahaldi. Þess vegna taka þeir til bragðs að gera lítið sem ekkert í þeim málum.
Jens Guð, 1.11.2017 kl. 10:53
Wilhelm, ég er svo lánsamur að hafa alist upp í skagfirskum afdal. Ég vissi ekki af tilvist hamborgara, franskra og kokteilsósu fyrr en orðinn rígfullorðinn. Fannst mér þá og þykir enn sem þetta sé ómerkilegasta dýrafóður fremur en mannamatur.
Jens Guð, 1.11.2017 kl. 11:05
Jens. Lögreglan hefur verið skipulega fjársvelt í mörg ár. Hvernig á að halda uppi laga og reglukerfi án lögreglu, í lausagöngu mannskepnuvillidýranna ríki? Lögreglulaunin duga ekki fyrir löglega reknu heimili, hvað þá meir? Hvers kona "löggu og bófa" leikur er þetta hjá fjársveltandi embættinu í skattrændasta ríki veraldar?
Það virðist sem einbeittur samstöðu-brotavilji lögmannafélagsins og yfirstéttaskipaðra spillingarstýrandi embættanna stjórni því hvernig farið er með mállausa og varnarlausa þræla Íslands? Á bara að þegja yfir þessu, með því að hóta fjölmiðlum lögbanni, eftir lýðræðiskosningar á Íslandi?
Það eru alltaf valdamestu lögmennirnir og háttsettir hótandi spillingar-stjórnaembættismenn sem stjórna mannréttindabrotum út um allt Íslenska ríkið. Og víðar í veröldinni.
Kunnátta er eitt, og einbeittur spillingarbrotavilji valdamikilla embættislögmanna er annað.
Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands bannar svona meðferð á varnarlausu fólki. Stjórnarskráin, sem er enn opinberlega og löglega í gildi, er eina löglega leiðbeiningar-prentsvertan á blaði, sem okkur er skylt að fara eftir sem skattpíndur og kerfis svikinn lýður Íslands.
Sú staðreynd virðist flækjast fyrir ÖLLUM?
Lygin, svikin og blekkingarnar hafa viðgengist svo lengi, að enginn kúgaður og hótaður böðull þorir að segja satt. Skiljanlega.
Það þarf að auka rétt þeirra sem segja frá, en ekki setja þöggunarhótun á þá sem eru þó að reyna að segja frá helsjúkri lyginni og blekkingunni á einhvern vanmáttugan og umdeilanlegan hátt.
Hættum að dæma og drepa þá sem segja frá samfélagsmenguninni, og hreinsum til í samfélaginu með heiðarlegri, velmeinandi og afhjúpandi umræðu um það sem raunverulega er að gerast í samfélaginu okkar.
Það er vissulega erfitt verkefni fyrir einn og einn, án réttlætismarkmiðs samstöðustuðnings almennings.
En þessar lygar og blekkingar geta ekki gengið svona lengur, án þess að ástandið versni enn meira. Lengi getur vont versnað. Það er ekki rétt að þagga niður í ólíkum og misjafnlega rétt sögðum fréttum. Það á að ræða það sem sagt er, til að komast að sem réttastri niðurstöðu á mannlegan, réttlætanlegan og raunhæfan hátt.
Það getur enginn safnað endalaust í kerfisníðsins sálarniðurbrots-sálarpokann sinn í spilltu embættiskerfis samfélagi, án þess að sturlast eða brotna og bugast á endanum. Það vita allir fræðingarnir, og gera því miður út á þetta sálarniðurbrot einstaklinga, á óverjandi hátt! Læknafélag Íslands er ekki að segja frá þessu alvarlega samfélagskrabbameini? Hvers vegna ekki?
Það er bara mannlegt og eðlilegt að bugast undan slíkum fjandsamlega óyfirstíganlegum og spillingarkerfisstýrðum niðurbrots byrgðum!
Sálfræðiþjónusta vegna áfalla af ýmsu tagi er einungis fjárhagslega möguleg fyrir þá verst settu, með því að mæta til sóknarprestsins í sínu bæjarfélagi, sem ekki lokar á neinn.
Guði sé lof fyrir það eina hálmstrá, sem enn hefur ekki verið tekið frá kerfissviknum og fátækum almenningi á Íslandi.
En það vita ekki allir af þessum möguleika, því það þykir víst mest þörf á því að banna fólki að leita til kirkjunnar þjóna?
Því miður eru sumir kirkjunnar þjónar óvandaðir, eins og lögmenn eru líka í of mörgum óvönduðum stjórnsýsluákvörðunum ríkisstofnana Íslands.
Það er minna talað um ríkisreknu lögmannasvikin en kirkjunnar þjóna svikin? Hvers vegna skyldi það nú vera?
Lögmenn vinna ekki án þess að rukka þrælana. Kirkjunnar prestar veita sálfræðiaðstoð án manngreiningar og fjárhags áfallseinstaklingsins, og án þess að rukka þrælana. Sumum finnst þetta ekki verjandi von fyrir "velferðar"-kaupmáttar launasvikna þrælana?
Hvers vegna mega sumir trúarbragðafrjálsir og kerfislögmannaárásanna varnarlausir ekki leita sér hjálpar hjá prestunum kirkjunnar í friði fyrir áróðri annarra óvitakerfisþræla úr öðrum áttum?
Þrælandi kaupmáttarsviknir leita sér hjálpar hjá kirkjunnar þjónum, sem þeir hafa ekki efnahaglega fjárhagsgetu til að borga fyrir, hjá hinu svokallaða skattpíndra ríkisniðurgreidda "velferðarkerfi" Íslands?
Kunnátta er eitt, og einbeittur spillingarbrotavilji valdníðinga samstöðulögmannastýrða embættiskerfisins er annað.
Um það snýst þetta líklega allt? Og svo að sjálfsögðu hið margumrædda tjáningarfrelsi allra jafnt. Vinsælla jafnt sem óvinsælla.
Tjáningarfrelsi er grunnur réttlætanlegs lýðræðis.
Kunnáttan kemur með heiðarlegrar og vel meintrar upplýstrar samfélagsumræðu, til að geta kallast nothæf og raunveruleg mennsk kunnátta.
Eða hvað?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2017 kl. 14:08
Anna Sigríður, þetta eru góðir punktar sem þú dregur þarna fram.
Jens Guð, 2.11.2017 kl. 08:51
Jens, þetta er auðvitað rétt hjá þér. En ég er alinn upp á mölinni og því fór sem fór! Ég er fórnarlamb bæjarsollsins! :-)
Wilhelm Emilsson, 4.11.2017 kl. 03:32
Vilhelm, greinilega! Hehehe!
Jens Guð, 4.11.2017 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.