Nauðsynlegt að vita um hænur

  -  Ef allar hænur heims eru taldar saman þá eru þær yfir 25 milljarðar.

  -  Ef öllum hænum heims er skipt jafnt á meðal manna þá gerir það 3,5 á hvern.

  -  Gainesville í Georgíu í Bandaríkjum Norður-Ameríku er alifuglahöfuðborg heims.  Þar er bannað með lögum að nota hnífapör við át á djúpsteiktum kjúklingi.  Hann er og skal vera fingramatur.

  -  Hæna verpir að meðaltali 255 eggjum á ári.

  -  Rannsókn leiddi í ljós að hæna getur léttilega þekkt yfir 100 andlit.  

  -  Lagið "Fugladansinn" - einnig þekkt sem "Hænsnadansinn" - var samið af Swisslendingnum Weren Thomas um 1960.

  -  1980 náði "Fugladansinn" vinsældum í Hollandi.

  -  1981 var lagið einkennislag fyrir Októberfest í Oklahoma undir heitinu "Hænsnadansinn".

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Sem hænsnaeigandi hef ég kynnst hvað þær eru miklir karektar og goggunarröðin alveg klár. Skemmtileg og nytsamleg heimilisdýr en miklir sóðar!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 16.11.2017 kl. 11:01

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég kannast við þetta; alinn upp innan um hænur!

Jens Guð, 18.11.2017 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband