Málshættir

  Málshættir eru upplýsandi og fræðandi.  Nauðsynlegt er að halda þeim til haga.  Þeir geyma fyrir komandi kynslóðir gömul rammíslensk orð sem gott er að kunna.  Þeir geyma líka gömul orðatiltæki yfir vinnubrögð sem tilheyra fortíðinni en gott er að kunna skil á.  

  Íslenskir páskaeggjaframleiðendur hafa blessunarlega haldið málsháttum á góðu lífi á frjósemishátíðinni kenndri við frjósemisgyðjuna Easter.  Ástæða er til að rifja þá einnig upp á vetrarsólstöðuhátíð ljóss og friðar,  kenndri við Jólnir (Óðinn).

Feginn verður óbarinn biskup

Sjaldan fellur eggið langt frá hænunni

Allir hafa eitthvað gott til hunds að bera

Seint koma jólin en koma þó

Margt er til í mömmu

Þeir skvetta úr klaufunum sem eiga

Glöggt er gests eyrað

Ekki sést í skóinn fyrir hnjánum

Eigi geym þú ost í frysti

Allt er best í óhófi

Ekki er hún betri lúsin sem læðist

Enginn er verri þó hann vakni

Neyðin kennir nöktum manni að synda

Sjaldan er allt sem týnist

Betur sjá augu en eyru


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Enginn er óbarinn fiskur.

svo hef ég heyrt að menn ætli að "frysta kæfuna" og spila í lottó.

sjaldan er ein báran slök.

Ætla ekki að tyggja lopann meira í bili því það eru jól í veginum.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.12.2017 kl. 05:50

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Jens er betri en enginn!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 18.12.2017 kl. 16:47

3 Smámynd: Jens Guð

Jón Steinar, takk fyrir skemmtilegt innlegg.

Jens Guð, 19.12.2017 kl. 08:48

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þessi málsháttur verður sígildur!

Jens Guð, 19.12.2017 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.