Kvartað undan píkupoppi

  Írska hljómsveitin U2 er stöðugt undir smásjá.  Ekki skrýtið.  Þetta er og hefur verið eitt allra stærsta hljómsveitarnafn heims til hátt í fjögurra áratuga.  Fékk meira að segja að fara í hljómleikaferð um Bandaríkin með Sykurmolunum á níunda áratugnum.  Að auki hefur söngvari hljómsveitarinnar,  Bono,  verið duglegur við að tjá sig um ýmis hitamál.  Til að mynda barist gegn fátækt og skuldum í 3ja heiminum,  tekið virkan þátt í forsetakosningum í Bandaríkjunum og verið upptekinn af trúmálum.

  U2 hefur verið mörgum hljómsveitum víða um heim fyrirmynd í tónlist.  Hérlendis heyrist það einna best í tónlist Gildrunnar.

  Nú liggur Bono undir þungum ásökunum um karlrembu og kvenfyrirlitningu.  Í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone kvartar hann undan því að músíkiðnaðurinn í dag sé ofurseldur píkupoppi (very girly music).  Hann segist áhyggjufullur yfir því að lítið svigrúm sé fyrir unga rokkara til að fá útrás fyrir reiði.  Hipp-hopp sé eini vettvangur ungra reiðra drengja.  Það sé ekki nógu gott.  

  "Hvað er rokk?" spyr hann og svarar sjálfur:  "Reiði er hjarta rokksins."  Ýmsir hafa komið Bono til varnar.  Bent m.a. á að vinsælustu karlpoppararnir í dag spili kvenlæga músík,  svo sem Ed Sheeran og Sam Smith.  Aðrir eru ósáttir.  Sumir fordæma að þessi nú meinta karlremba hafi verið tilnefnd "Maður ársins 2016" af glanstímaritinu Glamour.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Held ég haldi mig bara áfram við CCR!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 18.2.2018 kl. 10:56

2 identicon

Bono hefur átt það til að fara út í trúarrugl, sem minnir um of á ákveðinn hlægilegan íslenskan þingmann (líklega þingmaður í aukavinnu), sem virðist lítið gera annað en ,, keyra með Guði ", alveg úti að aka sá. Oftast heldur Bono sig þó á jörðinni sem betur fer. Virkilega flott hjá honum að verja rokkið, einver verður að gera það. Það er hvorki karlremba né kvenfyrirlitning fólgin í því. Líklega vill metoo byltingin fekar verja þetta iðnaðarpopp ,, very girly musik ". 

Stefán (IP-tala skráð) 18.2.2018 kl. 11:29

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  það er góð þumalputtaregla að halda sig við CCR sama á hverju gengur.  Ég hef sennilega nefnt það við þig fyrr að alveg frá fermingaraldri hef ég átt allar plötur CCR og síðan sólóplötur Jóns Fogertys.  Þegar ég var í hljómsveitum á unglingsárum voru ætíð fjölmörg CCR-lög á prógramminu.  

Jens Guð, 18.2.2018 kl. 18:37

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Ási ökufantur ekur ekki aðeins á guðs vegum heldur á öllum vegum sem á vegi hans verða. 

Jens Guð, 18.2.2018 kl. 18:45

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"Better run through the jungle." :)

Wilhelm Emilsson, 18.2.2018 kl. 21:16

6 Smámynd: Jens Guð

Wilhelm,  eitt af þveim flottari lögum:  https://youtu.be/EbI0cMyyw_M

Jens Guð, 18.2.2018 kl. 21:56

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sammála! 

Wilhelm Emilsson, 18.2.2018 kl. 22:43

8 identicon

,, ( Wish I Could ) Hideaway " með CCR.

Stefán (IP-tala skráð) 19.2.2018 kl. 13:57

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sannast sagna er ég sammála þessu með CCR, sure things:)

Jónas Ómar Snorrason, 19.2.2018 kl. 15:40

10 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þetta er enn eitt snilldarlagið með CCR.  Á mínútu 2:24 bregður Fogerty á leik og hrópar á íslensku skýrt og greinilega:  "Þegi þú!".  Í uppgefnum texta lagsins er það í staðinn fyrir setninguna "see you soon". 

Jens Guð, 20.2.2018 kl. 18:48

11 Smámynd: Jens Guð

Jónas Ómar,  ég líka.

Jens Guð, 20.2.2018 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband