24.2.2018 | 09:35
Fréttablaðið er að standa sig
Ég var að hlusta á útvarp. Þar var nýr framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skilgreindur sem rauðsokkulisti. Ég veit ekkert um réttmæti þess. Vel liðnum núverandi borgarfulltrúum er sparkað út í hafsauga. Þakkað góð störf með því að vera hent í ruslið.
Í stað þeirra er raðað á framboðslistann konum sem fáir vita deili á. Þeirri sem stillt er upp í 2. sæti er sögð vera frambjóðandi Jóns Ásgeirs/Baugs/365 miðla. Dóttir eða tengdadóttir ritstjóra Fréttablaðsins.
Kannski er það sterkur leikur að bjóða fram í 1. sæti frambjóðanda Morgunblaðsins og í 2. sæti frambjóðanda Baugsmiðla. Það er skotheld uppskrift á góðri fjölmiðlaumfjöllun stærstu fjölmiðla landsins. Munar um minna.
Fréttablaðið er komið á flug. Nýverið hleypti það af stokkum nýrri og ferskri netsíðu. Hún mætir sterk til leiks. Birtir allt aðra áhugaverða punkta en rata í prentútgáfu Fréttablaðsins. Þar á meðal HÉR
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Útvarp, Tónlist, Ljóð | Breytt s.d. kl. 09:40 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 44
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 1062
- Frá upphafi: 4111547
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 891
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Spurning hvort Áslaug Friðriksdóttir, Kjartan Magnússon og þeirra fólk muni yfir höfuð kjósa Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum ?
Stefán (IP-tala skráð) 24.2.2018 kl. 12:53
Sonur NATO-Manga gæti auðvitað verið með sérframboð af sjálfum sér og kallað það D2, eða jafnvel R2-D2.
En framboðið af lögfræðidúkkulísum í Sjálfstæðisflokknum er meiri en eftirspurnin.
Nema í rúminu, eins og dæmin sanna, Jensinn minn.
Þorsteinn Briem, 24.2.2018 kl. 13:18
Stefán, á Fésbók og í athugasemdakerfum netmiðla hafa margir dyggir kjósendur xd lýst yfir óánægju með brottrekstur Áslaugar og Kjartans. Sumir segjast ætla - í mótmælaskyni - í fyrsta skipti á ævinni ekki kjósa D. Ég er ekki kjósandi D-lista en hef mætur á Kjartani og Áslaugu. Í borgarstjórnartíð Ólafs F. kynntist ég þeim af góðu einu; heiðarleika og hreinskiptni. Hið sama er ekki að segja um alla aðra borgarfulltrúa. Langt í frá.
Þó að framboðslisti xd leggist illa í marga gamalgróna kjósendur þá er of snemmt að spyrja að leikslokum. Kannski luma óþekktu dömurnar á listanum á einhverju sem á eftir að heilla kjósendur. Í yfirlýsingu frá Áslaugu segir að vísu að þær séu á hennar línu (les: kratar).
Ég er ekki vel inni í innanhúsmálum xd. Bæði í dag og í gær hef ég hitt menn sem halda því fram að framboðslistinn sé tiltekt Guðlaugs Þórs. Ég veit ekkert um þessa hluti.
Jens Guð, 24.2.2018 kl. 18:56
Steini, gaman að heyra frá þér eftir langt hlé. En þú ert beittur sem fyrr!
Jens Guð, 24.2.2018 kl. 18:59
Það hefur vissulega stundum gerst í prófkjörum hjá öllum flokkum að reynt og dugmikið fólk dettur út af lista. Við því er ekkert að segja því þessu ráða almennir flokksmenn. Enginn klíkuskapur þar. En það er fáheyrt að gengið sé fram á þennan hátt. Horfið frá lýðræðishefð og sett á uppstillinganefnd og reyndum, vel liðnum og hæfum fulltrúum síðan skákað út fyrir óreynt fólk sem enginn veit nein deili á. Ég er sannfærður um að þetta á eftir að draga dilk á sér og feginn er ég að búa á Nesinu og þurfa ekki að velja á milli þess að kjósa íhaldið með óbragð í munni eða þá einhvern annan, líka með óbragð í munni. Betra að gera bara kosið nesíhaldið án óbragðs :)
Þorsteinn Siglaugsson, 24.2.2018 kl. 19:51
Jens. Kvartað er yfir því þessa dagana, að ekki sé verið að ræða mikilvæg löggjafaþingsins mál? Í þjóðleikhúsinu við Austurvöll?
Á hvaða nótum ætli umræðan sé?
Á hvaða tungumáli ætli umræðan sé?
Er ekki sagt að söngur sé á sama tungumáli (tónum) í öllum ríkjum og hjá öllum þjóðflokkum? Söngurinn sameinar ólíka, og allt það dæmi?
Gætu Íslendingar samt ekki í sinni heimsfrægu villimanna-dómaraflækjufóta lögmanna-"málfræði"-túlkunarhefðarvenju, sokkið enn dýpra í gamla og rótgróna drullupytt drottnunar-græðginnar? Þ.e.a.s: að rangtúlka lagabókstafi vest-norrænna "laga"?
Eða þannig?
Þetta er freklega hrár húmor hjá mér, en þú ert nú vonandi enn með umburðarlyndis húmor fyrir vitleysunni í mér, hér á þinni síðu.
Reynslan er strangur kennari, og segir mér að ekkert lagasafn geti orðið til góðs, nema upprunalegi tilgangurinn sé hreinn og lögverjandi. Beggja megin við hafið.
Jens minn. Ekki dettur mér í hug að þú sért strangur kennari, síður en svo. En það eru því miður ekki allir heimsstjórarnir eins mannúðarmennskir og þú.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2018 kl. 22:44
Steini Briem, ertu að tala um "game over"?
,,Lífsleiknin" er aldrei búin. Lífsleiknin var, er, og verður alltaf verkefni allra ólíkra og jafn merkilegra og tilverurétthárra. En ekki bara þeirra sem telja sig hafa flækjufóta-einræðisruglara-dómsvöldin á jörðinni.
Ísland er enn á jörðinni.
Jafnvel þótt of margir hæstaréttardómarar og líklega flestir lögmenn telji að eyjaskeggja-baktjaldamafían okurlánagræðgibankandi, lífeyrissjóðarænandi, lögmannavarðhegðunarvanda-sveita-bjögunar-liða-blindaðir og helbláir í "ljósa"-norðrinu, séu því miður enn fyrir utan allra siðmenntaðra réttarríkja lögverjandi viðmið.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2018 kl. 00:45
Jú Jens, ég þekki alveg nógu marga ,, stuðningsmenn " Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til að vita að það er mikil óánægja í gangi með þessa uppstillingu.
Stefán (IP-tala skráð) 25.2.2018 kl. 12:16
Ýtti á HÉR og sá þá fjallmyndalegan mann en kem honum ekki alveg fyrir mér!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 25.2.2018 kl. 12:59
Þorsteinn, tilveran er einfaldari hjá ykkur á Nesinu en hjá okkur í Reykjavík1
Jens Guð, 25.2.2018 kl. 16:35
Anna Sigríður, ég er einstaklega ljúfur kennari!
Jens Guð, 25.2.2018 kl. 16:37
Sigurður I B, góður!
Jens Guð, 25.2.2018 kl. 16:39
Stefán (#8), á móti vegur að þessi kvennalisti slær út af borðinu áform Sóleyjar Tómasdóttur og fleiri um að endurreisa Kvennalistann.
Jens Guð, 26.2.2018 kl. 06:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.