Samgleðjumst og fögnum!

  Aldrei er hægt að gera Íslendingum til hæfis.  Stöðugt er kvartað undan lágum launum, lélegri sjónvarpsdagskrá og öðru sem skiptir máli.  Nú beinist ólund að Neinum fyrir það eitt að forstjórinn náði að hækka laun sín um 20,6% á milli ára.   

  Að óreyndu mátti ætla að landsmenn samfögnuðu forstjóranum.  Það væri gleðifrétt að eigendur Neins - lífeyrissjóðirnir og lífeyrissjóðsfélagar - hefðu efni á að borga honum næstum 6 milljónir á mánuði (þrátt fyrir hratt minnkandi hagnað olífélagsins undir stjórn ódýra forstjórans).  En ónei.  Í samfélagsmiðlum og heitum pottum sundlauga hvetja menn hvern annan til að sniðgöngu.  Með þeim árangri að um þessar mundir sjást fáir á ferli við bensínstöðvar fyrirtækisins.  Eiginlega bara hálaunamenn, svo sem stjórnarmenn lífeyrissjóðanna.  

  Svo verður þetta gleymt eftir helgi.

 

  


mbl.is Allir fái sömu hækkun og forstjórinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er hægt að segja með sanni að græðgi og spilling ráði ekki bara ríkjum hjá Skeljungi/Orkunni af olíufélögunum. Ef ég ætti heima á íslandi, þá myndi ég einna helst versla eldsneyti hjá Atlantsolíu, Costco og Olís eins og málum er háttað í þessu græðgisvædda þjóðfélagi sem Ísland er. 

Stefán (IP-tala skráð) 17.3.2018 kl. 11:19

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Sælir eru þeir sem fá auka millu því þeirra er milluríkið!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 17.3.2018 kl. 17:19

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  færeyski forstjóri Skeljungs fór snjallari leið en ódýri forstjóri Neins:  Í stað ríflegrar launahækkunar þá keypti hann að morgni hlutabréf í fyrirtækinu á undirverði.  Seldi þau svo síðdegis á uppsprengdu verði.  Lífeyrissjóðirnir toguðust á um að kaupa.  Mismunurinn var yfir 80 milljónir.  Kauði stakk þeim hlæjandi í vasann og lífeyrissjóðsfélagar hvorki æmtu né skræmtu.  Tóku ekkert eftir þessu og halda áfram að hamstra bensín hjá Orkunni.

Jens Guð, 18.3.2018 kl. 18:03

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  svo sannarlega!

Jens Guð, 18.3.2018 kl. 18:04

5 identicon

Það er svo sem ekkert nýtt að siðleysingjar stjórni eldsneytismarkaði á Íslandi og almenningur lætur það ganga yfir sig.

Stefán (IP-tala skráð) 18.3.2018 kl. 21:04

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán, það er komin hefð á þetta.

Jens Guð, 19.3.2018 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.