Hvenær er sumarfrí SUMARfrí?

  Á eða í Smáratorgi eru tveir ljómandi góðir matsölustaðir.  Annar er asískur.  Þar er hægt að blanda saman allt að þremur réttum.  Einhverra hluta vegna er það 100 krónum dýrara en að blanda saman tveimur réttum.  Ódýrast er að kaupa aðeins einn rétt.  Engu að síður er eins réttar skammturinn alveg jafn stór og þriggja rétta máltíðin.  Verðið ætti þess vegna að vera hið sama.

  Hinn veitingastaðurinn heitir Food Station.  Margir rugla honum saman við Matstöðina vestast í Kópavogi.  Nöfnin eru vissulega lík.  Annað þó þjóðlegra.  Þessa dagana er Food Station lokuð.  Á auglýsingatrönu fyrirtækisins stendur: "Lokað vegna sumarleyfa frá 15. mars til 4. apríl". Í mínum huga er ekkert sumarlegt við mars.  Sumardagurinn fyrsti er ekki fyrr en 19. apríl.  Hann er meira að segja of snemma.  Myndi heita vordagurinn fyrsti ef ekki væri nokkru áður frjósemishátíð vorsins,  kennd við frjósemisgyðjuna Easter (páskar).    

food station

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jens.  Það er kannski orðið sumarlegt á þessum tíma í því landi sem fólkið fer til. En fyrir um áratug var asískur staður nálægt Hlemmi. Þar var auglýst að lokað væri vegna SUMARfría í NÓVEMBER.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 19.3.2018 kl. 12:44

2 Smámynd: Jens Guð

Sæl Ingibjörg. Skýring þín er líkleg. Konurnar ágætu sem afgreiða matinn góða í Food Station eru auðsjáanlega frá suðrænu landi.

Jens Guð, 19.3.2018 kl. 17:53

3 identicon

Hverju myndi það breyta ef stjórn N1 væri send í sumarfrí það sem eftir er af árinu, eða þá Kjararáð í framtíðarfrí ?

Stefán (IP-tala skráð) 19.3.2018 kl. 19:23

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán, það gerist ekki. Ég ók framhjá Neinum rétt hjá BSÍ áðan. Kúnnar voru í öllum bílstæðum og traffík við allar bensíndælur.  Íslenskur almenningur elskar að láta níðast á sér.  

Jens Guð, 19.3.2018 kl. 20:00

5 identicon

Ja, einhversstaðar verður fólk að versla eldsneyti og mér er sagt að eldsneytisdælur Skeljungs/Orkunnar séu ekki að brenna yfir af ofnotkun nú um stundir. Reyndar vill svo til að stjórnarformaður N1 er fyrrum framkvæmdastjóri hjá Skeljungi og brottreknir sölumenn Skeljungs hafa verið að koma sér fyrir hjá N1 og Olís að undanförnu. Allt er þetta raunar sama grautur í misjöfnum skálum þegar upp er staðið. 

Stefán (IP-tala skráð) 19.3.2018 kl. 20:25

6 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Eldri borgarar í þessu landi hafa það svo gott að það má segja að það sé sumarfrí allt árið í kring!! Kveðja frá Gay Town Mosó!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 20.3.2018 kl. 15:16

7 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#5), ætli Atlandsolía og Costco séu ekki skástu kostirnir - þó Costco kaupi bensínið af Skeljungi?

Jens Guð, 20.3.2018 kl. 17:18

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður  I B, eldri borgarar eru ofdekraðir. 

Jens Guð, 20.3.2018 kl. 17:19

9 identicon

Til marks um flakk starfsfólks á milli olíufélaga á Íslandi, má nefna að sama manneskja afrekaði það að vera rekin sem framkvæmdastjóri bæði frá N1 og Skeljungi/Orkunni. Viðkomandi gæti þess vegna vera komin til Olís á morgun. Samkeppni ???

Stefán (IP-tala skráð) 20.3.2018 kl. 19:14

10 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#9),  þetta er athyglisvert.

Jens Guð, 22.3.2018 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband