Ekki skipta um röð!

  Hver kannast ekki við að vera dálítið á hraðferð,  skreppa í stórmarkað,  kaupa eitthvað smotterí og koma að langri biðröð við alla afgreiðslukassa?  Þá þarf í skyndingu að vega og meta stöðuna.  Innkaupakerrur sumra í röð eru sneisafullar af óþörfu drasli.  Í annarri en lengri röð eru hinsvegar flestir með fátt annað en brýnustu nauðsynjar;  mjólk, brauð og smávegir af nammi frá Nóa Síríus.  

  Þarna þarf að velja á milli.  Þetta hefur verið rannsakað á vísindalegan hátt af viðskiptafræðideild Harvard háskóla.  Í rannsókninni voru einnig skoðaðar biðraðir á flugstöðvum og í pósthúsum.

   Niðurstaðan er sú að fólk velur rétta biðröð í fyrstu atrennu.  Sá sem fær bakþanka og færir sig yfir í aðra röð endar á því að vera afgreiddir seinna en sá sem er næstur á eftir honum í röðinni sem hann yfirgefur.

-----------------------------

  Fróðleiksmoli:  Hvert sem bresku Bítlarnir fóru - eftir að þeir slógu í gegn - mynduðust langar biðraðir eftir að sjá þá og kaupa miða.  Eftirspurn var miklu meiri en framboð.  Fjöldi manns slasaðist í biðröðunum vegna troðnings og æsings í Bandaríkjunum.  Hámarkið var hljómleikaferð til Ástralíu.  Biðraðir töldu kvartmilljón manns (250.000) og þær teygðu sig yfir 15 kílómetra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Réttsýni

Alveg hárrétt hjá þér, ég hef mikla reynslu af þessu. Fyrsta reglan er samt þessi: Ekki fara í biðröðina þar sem Kínverjarnir eru, jafnvel þótt hún virki fámennari. Sú röð mun ganga hægast af öllum.

Réttsýni, 2.5.2018 kl. 01:04

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

"Best er að vera einn í biðröð" sagði Sverrir Stormsker og líklega er það alveg rétt hjá honum!!

Sigurður I B Guðmundsson, 2.5.2018 kl. 10:04

3 identicon

Rétt að það borgar sig ekki að vera að skipta mikið um biðraðir, ekki frekar en fíflin sem hendast á milli akgreina í umferðinni, en lenda svo við hliðina á manni á næsta rauða ljósi. 

Stefán (IP-tala skráð) 2.5.2018 kl. 22:41

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Röðin við hliðina gengur alltaf hraðar, sagði Murphy. Held það sé dulítið til í því hjá honum. Tek undir með Réttsýni, að kínverjar eru með verri "röðurum" sem þekkjast.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 3.5.2018 kl. 23:23

5 Smámynd: Jens Guð

Réttsýni,  af hverju eru Kínverjar svona varasamir í biðröð?  

Jens Guð, 4.5.2018 kl. 19:36

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  langbest!

Jens Guð, 4.5.2018 kl. 19:36

7 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég kannast heldur betur við það.  Rifjast þá upp er ég ók við annan mann yfir Hellisheiði á síðustu öld.  Vonsku færi.  Snjókoma og rok.  Fram úr okkur brunaði fólksbíll sem tók glannalega áhættu gegn umferð á móti.  Mínútu síðar sáum við bílinn dansa á veginum og fljúga síðan út af.  Við stoppuðum og vorum með taug til að draga bílinn upp á veg.  Ökumaðurinn vr 18 ára stúlka sem sagðist vera í tímahraki við að ná sjónvarpsþættinum "Dallas".   

Jens Guð, 4.5.2018 kl. 19:46

8 Smámynd: Jens Guð

Halldór,  ég hef meiri vara á mér gagnvart mjög öldruðu fólki í röðinni.  Það byrjar ekki að leita að peningaveskinu fyrr en búið er að skanna inn allar vörur.  Þá fer það að raða í poka í rólegheitum.  Síðan loks dregur það upp kortið og misminnir pin-númerið í fyrstu atrennu.  Reyndar dálítið krúttlegt hvað háöldruðum liggur lítið á. 

Jens Guð, 4.5.2018 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband