Íslenskur kór og færeyska drottningin

  God of War heitir vinsæl tölvuleikjasería.  Hún hefur rakað að sér tilnefningum og verðlaunum á verðlaunahátíðum á borð við The Game Awards,  Game Critics Awards og IGN´s Best of E3 Awards.  Jafnframt slegið sölumet út um allan heim.

  Á dögunum kom út áttundi leikurinn í seríunni. Fyrri leikir fjalla um grísku goðafræðina.  Þessi gerir út á norræna goðafræði.  Sögusviðið er Miðgarður, Álfheimar, Hel, Jötunheimar,  Niflheimur,  Ásgarður,  Yggdrasil,  Bifröst o.s.frv.

  Söguhetjurnar eru feðgar og móðir drengsins.  Hún er fallin frá.  Feðgarnir leggja upp í mikið og viðburðaríkt ferðalag.  Tilefnið er að uppfylla ósk móðurinnar um það hvar eigi að dreifa öskunni af henni.

  Tónlistin í leiknum er samin af Bear McCreary.  Hann er best þekktur fyrir að vera h0fundur tónlistar í sjónvarpsseríum,  svo sem The Walking Dead og The Battlestar Galactica.  Eini flytjandinn sem hvarvetna er nafngreindur er færeyska álfadrottningin Eivör.  Hún syngur þemasöng móðurinnar og er hlaðin lofi fyrir frammistöðuna.  Meðal annarra flytjenda er ónefndur íslenskur kór. 

  Allir gagnrýnendur helstu dagblaða og netmiðla gefa útkomunni 5 stjörnur af 5 eða 10 af 10 með tveimur undantekningum.  Í öðru tilfellinu er einkunnin 9,5 af 10.  Í hinu tilfellinu er einkunnin 9,75 af 10.

  Eivör hefur átt lög og plötur í 1. sæti vinsældalista á Íslandi, í Noregi, Danmörku og Færeyjum.  Samanlögð sala á þeim bliknar í samanburði við söluna og spilun á God of War.  Þar erum við að tala um hundruð milljónir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það er ekki að spyrja að þér Jens!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 12.5.2018 kl. 14:39

2 Smámynd: Jens Guð

Heldur betur!

Jens Guð, 16.5.2018 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.