3.6.2018 | 00:04
Undarlegir flugfarþegar
Sumt fólk hagar sér einkennilega í flugvél og á flugvöllum. Íslendingar eiga frægasta flugdólg heims. Annar íslenskur flugdólgur var settur í flugbann nokkrum árum áður. Hann lét svo ófriðlega í flugvél yfir Bandaríkjunum að henni var lent á næsta flugvelli og kauða hent þar út. Hann var tannlæknir í Garðabæ. Misþyrmdi hrottalega vændiskonu sem vann í hóruhúsi systur hans á Túngötu.
Ekki þarf alltaf Íslending til. Í fyrradag trylltist erlendur gestur í flugstöðinni í Sandgerði. Hann beit lögregluþjón í fótinn.
Á East Midlands flugstöðinni í Bretlandi undrast starfsfólk hluti sem flugfarþegar gleyma. Meðal þeirra er stór súrefniskútur á hjólum ásamt súrefnisgrímu. Einnig má nefna tanngóm, stórt eldhúshnífasett og stór poki fullur af notuðum nærbuxum. Svo ekki sé minnst á fartölvu, síma og dýran hring.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 00:10 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1026
- Frá upphafi: 4111551
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 862
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Sæll Jens, hef oft heyrt áhugaverð viðtöl við þig á Útvarpi Sögu, en mín spurning er:
Er ekki bara kominn tími til að flugferðir verði án áfengis? Kannski verður íslenskt flugfélag fyrst í heiminum til að bjóöa uppá áfengislausar flugferðir. Þá losna e.t.v. flugfarþegar við að ferðast með flugdólgum. En það var reyndar Icelandair sem var fyrsta flugfélagið í heiminum sem bannaði reykingar í vélum sínum á níunda áratugnum. Og varðandi öryggi í flugvélum, og þar sem öryggigisverðir standa vaktina og servera kaffi og áfgengi með meiru, þá er mótsögn í því að tryggja öryggi farþega á meðan áfengi er afgreitt til farþega án takmarkana. Kveðja, Inga.
P.S. Þurfa farþegar kannski að vera með límband og skæri í handfrangri til að geta yfirbugað hugsanlegan flugdólg? Hef stundum velt þessu fyrir mér.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 3.6.2018 kl. 01:49
Sérferðir hja ferðaskrifstofu = fangaflug og dólgaflug!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 3.6.2018 kl. 11:54
Helmingur flugfarþega er flughræddur. Aðeins ein aðferð til þess að hafa allt með friði og spekt um borð er að svæfa liðið. Líkt og í vísindaskáldsögum á flugleiðinni "Jörð-Mars". En annars svona miðað við milljónir flugfarþega í loftinu á hverjum tíma, er flugdólgur fátíðari en vopnaður þjófur í 10-11 í Austurstræti.
Kolbrún Hilmars, 3.6.2018 kl. 17:33
Jens. Það er í raun stóra spurningin ósvaraða, hverju er ekki sagt frá, sem gerist um borð í sumum flugvélum heimsins þessa og fyrri dagana?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2018 kl. 20:12
Stundum þarf bara að lykta illa svo að flugvélinn "nauðlendi".
Skeði hjá Transavia fyrir 3 dögum...:)
http://www.businessinsider.com/transavia-flight-made-emergency-landing-blamed-on-stinking-passenger-2018-6?international=true&r=US&IR=T
Sigurður Kristján Hjaltested, 3.6.2018 kl. 21:06
Vantar ekki alhliða og ópólitískan háskólaðan og heiðarlegan ríkislaunaðan allra spendýrategunda-dýralögfræðing, til að verja allar jafnréttháar spendýrategundir og aðrar dýrategundir, á siðmenntaðan og löglegan velferðar-meðferðar-hátt?
Hvítflibbarnir í háloftunum dópviðskipta-tollsvíkjandi hafa víst einhverskonar mafíu-sérsamning við mannskepnu-lögfræðinga?
Það er verra með réttindin lögmanna/tollheimtu-vernduðu, fyrir varnarlausa, kúgaða, og allskyns kerfissvikin svartamarkaðs-burðar-dýrin flugvélaflytjandi, sem hvítflibbanna faldavalds-níðingar í ólöglegu sérréttinda-lögmannaspendýra-skepnu-klíkunni MISNOTA, á ólögverjandi og siðblindan hátt!
#meetoo? Hvað er í raun og veru það flug-skrípa(l)-leikrit klíku-lögmanna-stjóranna fjölmiðlastýrandi og dópburðardýra-flugflutninga/sölunnar dómsmyrðandi hryllingur?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2018 kl. 23:15
Í fávisku minn, hélt ég, að hér væri eitthvað blogg um mismunadi flugfarþega.
Ekki datt mér í hug að við værum að talu um,
ótæka-illa lyktandik-ælandi-drukkna-ósiðmenntaða-misnotandi og varnarlausa flugfarþega.
Nú er komið í ljós að þetta eru bara varnarlausir-kúgaðir-dópista-innflytjendur með
minni rétt heldur en hin almenna spendýrategund sem falin er í hvítflibba-níðingar
óréttlætis-sérréttinda-lögmannsspendýra-skepnum sem borga fyrir sitt flug..!!
Það er nokku víst, að næst þegar ég kaupi flug, þá mun ég gæta mín vel á því að
falla ekki í þá gryfju, að vera einhverskonar meðal-borgandi-níðings-hvítflibba-
drullusokks-sérréttinda-misnotandi farþegi.
Bara að vona að banka-svíkjandi-okur vaxta-kreditkortið mitt
standi fyrir greiðslu á annari eins flugferð..:)
Sigurður Kristján Hjaltested, 4.6.2018 kl. 00:51
Ég flaug með Monsanum til USA árið 1967. Búsið var frítt og allir í góðum fíling. Menn skiptu um sæti og spjölluðu við allra þjóða kvikindi. Ekkert vesen, allir glaðir og góðir. Eitthvað hefur breyst til hins verra.
Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 4.6.2018 kl. 06:57
Gott hjá þér Sigurður Bjarlind, að fara varlega.
Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, hér á jörðinni. Enginn er öruggur, hvorki mannskepnurnar né aðrar skepnur. En sumar skepnur hafa dýralögfræðing til að gæta réttinda dýranna. Og það er gott mál. En það flækir réttindamálin, þegar mannskepnurnar hafa ekki sama aðgang að lögfræðiverndinni réttlætanlegu. Ég hef aldrei heyrt um dýr sem borgar lögfræðingi fyrir að verja sig og sín réttindi?
Gott að sem flestir séu meðvitaðir um raunveruleikara-brenglunina pólitísku, sem fær hindrunarlaust að viðgangast í svokölluðum "réttarríkjum" vestursins skólaprógrammeraða.
Gangi þér og öllum öðrum sem best í frumskógar-tilverunni á jörðinni "siðmenntaðra" manna/kvenna stýrandi. Og lögfræðiverjandi? Eða þannig :)
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2018 kl. 16:40
leiðrétting, Sigurður Kristján Hjaltested, átti þetta að vera, númer 9.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2018 kl. 16:45
Ingibjörg, gaman að heyra að þér finnist viðtölin á Útvarpi Sögu vera áhugaverð. Ég veit að víða hafa komið upp vangaveltur um áfengisbann á flugstöðvum og í flugvélum. Á móti kemur að sala á áfengum drykkjum skilar miklum tekjum. Mér er sagt að enginn vöruflokkur skili hærri tekjum um borð. Að auki er nokkuð um að flugfarþegar þjáist af flugrhræðslu. Áfengisdrykkja slær á hana.
Jens Guð, 4.6.2018 kl. 20:28
Sigurður I B, góð uppástunga!
Jens Guð, 4.6.2018 kl. 20:28
Kolbrún, hugmyndin um að svæfa flugfarþega er góð. Einkum myndi ég fagna því á lengri flugferðum. Hitt er annað mál að sala á snyrtivörum, mat og drykk um borð er flugfélögunum drjúg tekjulind. Jafnvel svo að hún standi undir rekstri svokallaðra lággjaldaflugfélögum.
Jens Guð, 4.6.2018 kl. 20:33
Takk fyrir það Anna.
Ég mun fara varlega. Þú ert ein af þeim hér á blogginu sem
ert með þær bestu lýsingar á allri spillingunni hér á landi.
Alltaf gaman og upplýsandi að lesa þín komment.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 4.6.2018 kl. 20:37
Anna Sigríður (#4), ég hef svo sannarlega séð margt um borð án þess að það hafi ratað í fréttir. Eitt lítið dæmi: Ofurölvi maður kveikti sér í sígarettu um borð. Flugfreyjur þustu að honum með fyrirmælum um að slökkva í sígarettunni. Sá fulli átti erfitt með að skilja fyrirmælin. Hann hélt áfram að reykja á meðan samræða fór fram. Hann sagði: "Það er ekki eins og ég sé að kveikja í flugvélinni." og eitthvað þannig. Flugfreyjurnar voru afar kusrteisar og héldu áfram að rökræða við manninn. Á meðan reykti hann sígarettuna til enda. Ég reiknaði með að þetta hefði eftirmála fyrir manninn. Svo var ekki.
Jens Guð, 4.6.2018 kl. 20:43
Sigurður Kristján (#5), takk fyrir áhugavert innlegg.
Jens Guð, 4.6.2018 kl. 20:44
Anna Sigríður (#6), alltaf gaman af þínum skemmtilegu vangaveltum.
Jens Guð, 4.6.2018 kl. 20:45
Sigurður Kristján (#7), þetta er svona almennt spjall um allskonar flugfarþega.
Jens Guð, 4.6.2018 kl. 20:47
Sigurður Bjarklind, svona er stemmningin jafnan í flugi með færeyska flugfélaginu Atlantic. Þar er um borð ókeypis áfengir drykkir.
Jens Guð, 4.6.2018 kl. 20:54
Anna Sigríður (#8), góðir punktar hjá þér. Eins og jafnan.
Jens Guð, 4.6.2018 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.