Sló Drake heimsmet Bítlanna?

  Í fréttum hefur verið sagt frá því að Drake hafi slegið met Bítlanna.  Met sem fólst í því að vorið 1964 áttu Bítlarnir fimm lög í fimm efstu sætum bandaríska vinsældalistans.  Hið rétta er að Drake hefur ekki slegið það met.  Hann hefur aldrei átt fimm lög í fimm efstu sætum bandaríska vinsældalistans. 

  Metið sem hann sló og rataði í fréttir er að í síðustu viku átti hann sjö lög í tíu efstu sætum bandaríska vinsældalistans.   Þar af voru "aðeins" þrjú í fimm efstu sætunum.  Öll drepleiðinleg.  Efstu sætin - til að mynda fimm efstu - hafa mun meira vægi en neðri sæti.  Á bak við efstu sætin liggur miklu meiri plötusala,  miklu meiri útvarpsspilun og svo framvegis.

beatles-top-5-chart-650

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er gott að fá þetta staðfest. Þoli ekki þennan Dreke frekar en þú. Vona því að meistaranir haldi metunum áfram.

Stefán (IP-tala skráð) 21.7.2018 kl. 19:46

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Yeah yeah yeah!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 23.7.2018 kl. 15:22

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég varð að leiðrétta þetta.

Jens Guð, 24.7.2018 kl. 10:19

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  pabbi Pauls lagði að Bítlunum að hafa textann "She loves you - yes yes yes!".  Blessunarlega höfnuðu þeir því.  "Yeah yeah yeah" varð einskonar vörumerki þeirra í upphafi ferils.

Jens Guð, 24.7.2018 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.