Gátan leyst um ţađ hver samdi eitt frćgasta Bítlalagiđ

  Hátt á ţriđja hundrađ lög hafa komiđ út á plötu međ Bítlunum.  Ţađ eru góđ afköst.  Hljómsveitin starfađi á plötuútgáfumarkađi ađeins í 6 ár.  Uppistađan af lögunum voru skráđ á höfundana John Lennon og Paul McCartney. Framan af sömdu ţeir flest lög í sameiningu.  Ţegar á leiđ varđ algengara ađ ţeir semdu lögin sitt í hvoru lagi.

 Eftir upplausn Bítlanna 1969 var endi bundinn á samstarfiđ.  Paul lenti í hatrömmu stríđi viđ hina Bítlana vegna uppgjörs á fjármálum.  Allir Bítla hófu sólóferil.

  Í blađaviđtölum nćstu ár voru John og Paul iđulega spurđir ađ ţví hver hefđi samiđ hvađ í hinu og ţessu laginu.  Ţeir voru algjörlega sammála um allt ţar um ađ undanskildum tveimur lögum.  Merkilegt hvađ ţeir voru smmála í ljósi ţess ađ hljómsveitin gekk í gegnum tímabil ţar sem liđsmenn voru hálfir út úr heimi í dópţoku.  

  Lögin tvö sem ţá greindi á um eru "In My Life" og "Eleanor Rigby".  Hiđ fyrrnefnda hefur iđulega sigrađ í kosningu um besta dćgurlag allra tíma.  Ţess vegna skiptir ţetta miklu máli.  Og ţó.  Lennon og McCartney litu alltaf á sig á sjöunda áratugnum sem teymi.  Afrek annars var sjálfkrafa einnig afrek hins.

  Paul heldur ţví fram ađ hann hafi samiđ lagiđ "In My Life" en John textann.  Paul segist hafa samiđ lagiđ undir áhrifum frá lagi eftir Smokey Robinson.  John hélt ţví fram ađ hann hafi samiđ bćđi lag og texta međ smávćgilegum ábendingum frá Paul.  Sterk vísbending um höfund lagsins er ađ John er forsöngvari ţess.    

  Breskur stćrđfrćđiprófessor,  Jason Brown,  hefur rannsakađ máliđ í 10 ár.  Fleiri hafa lagt honum liđ viđ ađ greina og skrásetja höfundarsérkenni Johns og Pauls í 149 lögum.  Niđurstađan er ótvírćđ:  John samdi "In My Life" ađ uppistöđu til.  Bćđi lag og texta.  Reyndar var aldrei ágreiningur um ađ textinn vćri Lennons.  Ţar fyrir utan hefđi ţađ veriđ á skjön viđ önnur vinnubrögđ ađ texti og lag vćru ekki samin samtímis.  Ađ vísu var texti stundum endursaminn eftirá.  Stundum var texti eftir Paul umskrifađur lítillega af John.  Aldrei samt neitt umfram vinsamlegar ábendingar.  Ţó ađ John vćri miklu betra ljóđskáld ţá var Paul fínn textahöfundur líka.  John studdi hann alltaf sem textahöfund - og reyndar á öllum sviđum - og hvatti til dáđa.  Paul hafđi gott sjálfstraust vitandi ađ ef eitt besta ljóskáld rokksins,  John Lennon,  vćri sátt viđ texta hans ţá vćri textinn í góđu lagi.   

  Niđurstađa Jasons Browns er ekki óvćnt fyrir okkur Bítlanörda.  Ég ćtla ađ flestir sem hlusta mikiđ á Bítlana hafi skynjađ ađ um ekta Lennon-lag sé ađ rćđa.  1989 kom út í Bandaríkjunum afar vönduđ heimildarbók um Bítlalög,  "Beatlesongs".  Hún er almennt talin vera ein besta heimild um hver er hvađ og hvers er hvurs í hverju einstaka Bítlalagi.  Reyndar hafa komiđ upp dćmi sem sýna ađ hún er ekki algjörlega óskeikul.  Í bókinni er höfundarhlutur Johns og Pauls í laginu skilgreindur 65% / 35%.  Miđađ viđ ađ texti Lennons sé allt ađ 50% af dćminu ţá er hlutur hans í lagi vanmetinn.  Réttari hlutur ćtti ađ vera nćr 90/10%.  Nema ef Paul á meira í textanum en halda má.  Sem er ólíklegt.   Textinn er afar Lennon-legur. 

  Ţessu er öfugt fariđ međ "Eleanor Rigby".  Enga tíu ára rannsókn ţarf til ađ finna út ađ ţađ sé höfundarverk Pauls.  Í laginu er ekkert sem ber höfundareinkenni Johns - ef frá er talin textalínan "Ah,  look at all the lonely people."  Í dag er vitađ ađ sú lagína var samin af George Harrison.  Hans er ţó ekki getiđ í höfundarskráningu lagsins.  Sem er ósanngjarnt.  Ţessi laglína vegur ţungt í heildarmynd lagsins.  Texti línunnar er blús-legur ađ hćtti Johns.  Ţó má vera ađ George hafi ort hana líka.  Nema ađ hann hafi ađeins lagt til laglínubrotiđ og ţess vegna ekki veriđ skráđur međhöfundur Lennon-McCartney?

 

Lennon - McCartney 

      

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

 Vá, tók ţađ 10 ár ađ fatta ţetta? Var hann á launum hjá hinu opinbera!!!!

Sigurđur I B Guđmundsson, 19.8.2018 kl. 18:04

2 identicon

Vegna ţess ađ The Beatles eru áhrifamesta, besta og stćrsta hljómsveit sögunnar, verđa tónsmíđar ţeirra endalaust krufnar til mergjar.  

Stefán (IP-tala skráđ) 19.8.2018 kl. 18:09

3 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  af ţví ađ kauđi er prófessor má ćtla ađ vinnustađur hans sé háskóli.  Ég veit ekki hvort ađ breskir háskólar séu almennt ríkisreknir eđa einhverjir einkareknir.  Svona menn kasta ekki til höndunum ţegar ţeir rannsaka hluti.  Niđurstađan verđur ađ vera stađreynd;  vísindalega skotheld.  Ég efast um ađ kauđi og ţeir ţrír ađrir frćđimenn sem ađstođuđu hann hafi unniđ rannsóknina í fullu starfi í öll ţessi 10 ár.  Eflaust hafa ţeir í leiđinni hannađ einhver tónlistarforrit og kannski stćrđfrćđiformúlur til ađ mćla höfundareinkenni. 

Jens Guđ, 21.8.2018 kl. 20:18

4 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  svo sannarlega.

Jens Guđ, 21.8.2018 kl. 20:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband