Minningarorđ um Kristínu Guđmundsdóttur

  Í dag er til moldar borin ástkćr skólasystir,  Kristín Guđmundsdóttir í Grindavík.  Viđ vorum samferđa í Hérađsskólanum á Laugarvatni á fyrri hluta áttunda áratugarins.

  Allir strákarnir í skólanum nema einn voru skotnir í Stínu.  Ekki ađeins vegna ţess ađ hún var gullfalleg.  Líka vegna hennar geislandi persónuleika.  Hún var glađvćr,  jákvćđ, hlý og afskaplega skemmtileg.

  Nemendum á Laugarvatni var mismunađ gróflega eftir kynjum.  Drengjaheimavistir og stúlknaheimavistir.  Stranglega var bannađ ađ flakka ţar á milli.  Slík ósvífni kostađi brottrekstur úr skólanum.

  Stína bjó á heimavist sem hét Hlíđ.  Nauđsyn braut lög.  Reglur viku fyrir ljúfum eftirmiđdögum um helgar.  Fátt var skemmtilegra en ađ heimsćkja Stínu og vinkonur hennar síđdegis um helgar.  Bara ađ spjalla saman,  vel ađ merkja.  Ekkert annađ.   Ţađ var góđ skemmtun.  Ţarna varđ til sterk lífstíđarvinátta.

  Fyrir nokkrum árum tókum viđ skólasystkini frá Laugarvatni upp á ţví ađ hittast af og til.  Meiriháttar gaman.  Skugga bar á síđasta endurfund er Stína var fjarri vegna baráttu viđ krabbamein.  Hennar er nú sárt saknađ.  Ein skemmtilegasta og indćlasta manneskja sem ég hef kynnst.  Ég er ţakklátur fyrir frábćr kynni.

 

KristínLaugarvatn


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ţađ hlýtur ađ hafa veriđ einstaklega vel rekinn skóli.Var ekki Kristinn skólameistari ţá,en frú Rannveig hitti ég mánađarlega ásamt skólasystur okkar úr Húsmćđraskólanum viđ Sólvalagötu.

Helga Kristjánsdóttir, 18.8.2018 kl. 04:26

2 Smámynd: Jens Guđ

  Helga,  Kristinn var skólastjóri Menntaskóla Laugarvatns.  Hann var farsćll skólastjóri.  Naut vinsćlda og virđingar međal nemenda. 

  Ég var hinsvegar í Hérađsskóla Laugarvatns.  Skólastjórinn ţótti harđur í horn ađ taka.  Ţess vegna voru vandrćđagemlingar hvađanćva af landinu sendir í skólann.  Kallinn staupađi sig stundum á kvöldin.  En umbar ekki ađ nemendur gerđu slíkt hiđ sama.  Hann rak mig úr skólanum um miđjan vetur.  Einmitt vegna ţess ađ ég tók hann til fyrirmyndar.  Til lengri tíma reyndist ţađ til happs.  Ég fékk vel launađa vinnu viđ ađ keyra traktor í álverinu í Straumsvík.  Gat á skömmum tíma safnađ mér peningum fyrir myndlistanámi.

Jens Guđ, 18.8.2018 kl. 18:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.