Talnaglögg kona

  Ég var að glugga í héraðsfréttablaðið Feyki.  Það er - eins og margt fleira - í eigu Kaupfélags Skagfirðinga.  Samt skemmtilegt og fróðlegt blað sem segir frá Skagfirðingum og Húnvetningum.  Þar á meðal Unu.  Ég skemmti mér vel við lestur á eftirfarandi.  Ekki kom annað til greina en leyfa fleirum að skemmta sér.

 

„Feykir, góðan daginn...“

„Já, góðan daginn, hvar sagðirðu að þetta væri?“

„Hjá Feyki. Get ég eitthvað gert fyrir þig?“

„Já, sæll. Ég ætlaði einmitt að hringja í Feyki.“

„Jæja.“

„Já, ég var að hugsa um að gerast áskrifandi. Hef reyndar lengi ætlað að gerast áskrifandi en betra er seint en aldrei, hehe...“

„Jáá, hvað segirðu, gerast áskrifandi, bíddu aðeins meðan ég næ mér í blað og blýant... hvað segirðu, hvert er nafnið?“

„Ég heiti nú Sigurveig Una Sólmundardóttir, fyrrum bókhaldari hjá...“

„Una segirðu... já, og kennitalan?“

„Kennitalan mín er einnmilljarður sexhundruðogellefumilljónir þrjúhundruðfimmtíuogáttaþúsund tvöhundruðfimmtíuogníu.“

„Ha? Hvað sagðirðu?!“

„Ég sagði einnmilljarður sexhundruðogellefumilljónir þrjúhundruðfimmtíuogáttaþúsund tvöhundruðfimmtíuogníu.“

„Já, hérna... kannski er best að fá bara hjá þér Visa-númerið. Ertu ekki annars með kreditkort Una?“

„Jú, það væri ljómandi gott væni, kreditkortanúmerið er fjórar trilljónir áttahundruðsextíuogsjöbilljarðar níuhundruðmilljarðar áttatíuogníumilljónir fimmhundruðþrjátíuogeittþúsund tvöhundruðfimmtíuogsex... Viltu fá endingartímann?“

„Nei, heyrðu Una, ég held ég biðji hana Siggu hérna í afgreiðslunni að hringja í þig í fyrramálið. Ég held það fari betur á því svo það verði enginn ruglingur. Hvað er símanúmerið hjá þér?“ „Jájá, ekkert mál væni minn. Númerið er... bíddu við... já, fyrst eru tvö núll og síðan er þetta bara þrírmilljarðar fimmhundruðtuttuguogáttamilljónir níuhundruðogfjórtánþú....“

„Takk, takk, Una. Við finnum þig á ja.is. Hún Sigga hringir í þig. Blessuð.“ 

 

una


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Feykilega gott samtal! cool

Og þetta sagði formaður Framsóknarflokksins þegar búið var að krossfesta hann:

"Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í kaupfélaginu á Sauðárkróki."

Þorsteinn Briem, 18.9.2018 kl. 04:36

2 identicon

Una verður 83-ggja þann 16. nóv. næstkomandi. Munum að senda henni afmæliskveðju.

Minna má það nú ekki vera.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 18.9.2018 kl. 06:44

3 identicon

Það er ábyggilega meiri töggur í þessari en starfsmannastjóra Orkuveitu Reykjavíkur.

Stefán (IP-tala skráð) 18.9.2018 kl. 07:37

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ja hérna!!

Sigurður I B Guðmundsson, 19.9.2018 kl. 09:06

5 Smámynd: Jens Guð

Steini,  góður!

Jens Guð, 19.9.2018 kl. 09:40

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind, ...og blóm!

Jens Guð, 19.9.2018 kl. 09:41

7 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  heldur betur!

Jens Guð, 19.9.2018 kl. 09:42

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  langreyndir bókarar kunna öllum öðrum betur að lesa í tölurnar.

Jens Guð, 19.9.2018 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband