Auglýst eftir konu

  Eftirfarandi frásögn svipar til brandara sem fór eins og eldur í sinu á níunda áratug síðustu aldar. 

  Færeyskur piltur,  Klakksvíkingurinn John Petersen,  fékk sér far með Dúgvuni,  farþegabáti sem siglir á milli Klakksvíkur og Leirvíkur.  Um borð keypti hann lakkrís og súkkulaðistykki.  Sætaskipan er þannig að allir sitja til borðs með öllum.  Ókunnug stúlka settist við sama borð og John.  Skyndilega tekur hún sig til og brýtur vænan bita af súkkulaðinu.  Honum þótti þetta "ódönnuð" framkoma.  Lét samt eins og ekkert væri og fékk sér sjálfur vænan súkkulaðibita.  Hún braut sér annan bita.  Þá fór að síga í John.  Til að tapa ekki restinni upp í stúlkuna gerði hann sér lítið fyrir og sporðrenndi henni með látum eins og langsoltinn hundur. 

  Kominn á land í Leirvík varð John á að fálma í úlpuvasa sinn.  Þar fann hann súkkulaðið ósnert.  Rann þá upp fyrir honum að hann væri dóninn.  Ekki stúlkan.  Hann hafði étið súkkulaði hennar.  Hún var horfin úr sjónmáli.  Þess vegna hefur hann nú tekið til bragðs að auglýsa eftir henni.  Honum er í mun að biðjast afsökunar og útskýra hvað fór úrskeiðis.   

súkkulaðijohn petersen   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð saga!

Finnur hana vonandi!

Jón Valur Jensson, 25.9.2018 kl. 05:15

2 identicon

Ég vona bara færeyinga vegna að þeir geti keypt Nóa Sirius súkkulaði í sínum búðum. Hvernig er það annars í færeyjum Jens, eru þeir með vegagjöld við eitthvað af sínum mörgu göngum ? Ég spyr vegna þess að nú á að fara að ákveða veggjöld við hin alltof kostnaðarsömu Vaðlaheiðargöng sem yfirnátttröll Alþingis barði í gegn. Persónulega tel ég að gjaldið geti ekki orðið undir tvö þúsund krónum á bíl. Væntanlega mun nátttröllið ávallt aka þar í gegn á kostnað ríkisins, sem og allir oflaunaðir alþingismenn vorir.

Stefán (IP-tala skráð) 25.9.2018 kl. 07:28

3 identicon

Ég vona innilega að þau hittist og að með þeim takist ástir. Þú verður að láta okkur vita Jens.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 25.9.2018 kl. 07:31

4 Smámynd: Jens Guð

Jón Valur,  ég ætla að fylgjast með framvindunni.  Spurning hvort að daman sé búsett í Færeyjum.  Á síðasta ári voru erlendir ferðamenn í Færeyjum rösklega þrisvar sinnum fleiri en íbúar.

Jens Guð, 25.9.2018 kl. 08:01

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Nóa Síríus súkkulaði fæst í öllum matvörubúðum og sjoppum í Færeyjum.  Veggjöld eru í sumum göngum í Færeyjum.  Flest eru þó gjaldfrí.

Jens Guð, 25.9.2018 kl. 08:04

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður,  ég geri það.

Jens Guð, 25.9.2018 kl. 08:05

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jarðgöng í Færeyjum væru nú mun færri og jafnvel engin ef Danir hefðu ekki mokað peningum í Færeyinga. cool

Meirihluti Færeyinga vill ekki sjálfstæði Færeyja vegna allra peninganna sem þeir fá árlega frá Dönum.

"Færeyska krónan" er jafngild dönsku krónunni, þannig að gengisbinding dönsku krónunnar við evru nær því til Færeyja - og Grænlands.

Og í Færeyjum, eins og í Danmörku, er nú hægt að fá húsnæðislán til 20 ára með 1,7% föstum vöxtum.

Þorsteinn Briem, 25.9.2018 kl. 08:34

8 identicon

Afsakið orðalagið en hvern andskotan koma jarðgöng og gjaldtaka þessari hádramatísku sögu við?

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 25.9.2018 kl. 08:46

9 Smámynd: Jens Guð

Steini,  Færeyingar hafa sjálfir fjármagnað hver ein og einustu göng.  Hitt er rétt að danskar krónur berast árlega til Færeyja.  Mig minnir að í fyrra hafi það verið um 7% af færeysku fjárlögunum.  Reyndar fara mun fleiri krónur frá Færeyjum til Danmerkur en öfugt.  Uppistaðan af innkaupum Færeyinga eru frá Danmörku.  Rétt er að heldur fleiri Færeyingar eru sambandssinnar.  Þeir upplifa sig sem eðlilegan hluta af sambandsríki.  Munurinn er þó ekki meiri en svo að í grófum dráttum má segja að Færeyingar skiptist í tvo álíka stóra helminga.   

Jens Guð, 25.9.2018 kl. 08:59

10 Smámynd: Jens Guð

Sigurður (# 8),  umræðan leitar stundum út um víðan völl.

Jens Guð, 25.9.2018 kl. 09:01

11 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þori ekki að segja það sem mig langar til að segja!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 25.9.2018 kl. 14:36

12 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég hef fullan skilning á því!

Jens Guð, 25.9.2018 kl. 15:02

13 identicon

Í Jyllands-Posten árið 2000 má sjá grein um að þriðjungur allra opinberra gjalda í Færeyjum sé greiddur af dönskum skattgreiðendum. Veit ekki hvernig því er háttað í dag ?

Stefán (IP-tala skráð) 25.9.2018 kl. 22:22

14 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvernig falleg saga af súkkulaðistykki, sem rataði í rangan munn getur snúist upp í samgöngurifrildi og fjármagnsumræðu, fæ ég ekki með nokkru móti skilið. John karlinn á samúð mína alla og vonandi tekst honum að leiðrétta feilátið. "Skilmisingur"getur tekið á sig hinar "ýmsustu" myndir, eins og einhver sagði, einhvern tíma fyrir löngu síðan.

 Þakka hugljúfa sögu síðuhafa, en fordæmi jafnframt þá sem snéru sögunni út í peninga. Súkkulaðið hefur eflaust kostað sitt, en sé ekki nokkurn grunn fyrir umræðu um jarðgöng eða vegabætur, enda sögunni einungis til niðurdráttar.

 John, við stöndum með þér í leitinni! 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 26.9.2018 kl. 02:42

15 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 13),  undir lok síðustu aldar varð efnahagshrun í Færeyjum;  svo svakalegt að fjöldinn tapaði húsum sínum;  atvinnuleysi fór upp í 26% þegar verst lét og almennur landflótti skall á.  Íbúum fækkaði úr 48 þúsund niður í 43 þúsund.  Það fór allt í klessu.  Lítið dæmi:  Rétt utan við Þórshöfn er eyjan Nolsoy í sama sveitarfélagi.  Nolsoyingar þurftu að fara vikulega með áætlunarbáti til að stimpla sig inn hjá vinnumálastofnun í Þórshöfn til að fá atvinnuleysisbætur.  En útgerð bátsins fór á hausinn og Nolsoyinar komust hvergi.  Lentu í sjálfheldu.  Í þessu ástandi hækkaði framlag Dana hlutfallslega til muna í fjárlögum.  Þar fyrir utan leiddi skoðun á efnahagshruninu í ljós að danski seðlabankinn átti sök að máli ásamt aflabresti og brattri hækkun á olíuverði.  Ég er búinn að fá það staðfest hjá Færeysku sendistofunni að framlag Dana í fjárlögum í fyrra var 7%.        

Jens Guð, 26.9.2018 kl. 08:26

16 Smámynd: Jens Guð

Halldór,  ég tek undir stuðninginn við John.

Jens Guð, 26.9.2018 kl. 08:27

17 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þegar Danir eyða dönskum krónum í Færeyjum þá eru þeir ekki að eyða peningum með sama hætti og einstaklingur gerir þegar hann fer út í búð. þeir eru í reynd að prenta peningana með því lána nýjar danskar krónur til Færeyja.

Þegar Danir eyða Dönskum krónum í Færeyjum kostar það þá ekkert, nema blekið og pappírinn, (og ekkert ef það eru rafrænar danskar krónur). Kreppan á nýunda áratugnum í Færeyjum var vegna þess að Færeyingar gátu ekki greitt dönsk lán til baka með vöxtum. Þannig hafa Danir í reynd alltaf verið sníkjudýr á Færeyska hagkerfinu sem og á því Grænlenska. Og Danir voru líka sníkjudýr á íslendingum þangað til í seinna stríði. Í dag eru Danir fyrst og fremst sníkjudýr á Evrópska hagkerfinu í gegn um takmarkalaust vitlausa samninga við EU um evru.

En sagan af súkkulaðistuldinum er góð.

Guðmundur Jónsson, 26.9.2018 kl. 12:27

18 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Dags míns elexír Jens; að geta hlegið að smá óförum annara.

Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2018 kl. 15:36

19 identicon

Er hugsanlegt að færeyski bóndinn sem er sakaður um að drepa laxa með mykju blandist inn í þetta stórfurðulega súkkulaðimál?

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 26.9.2018 kl. 17:22

20 Smámynd: Jens Guð

Guðmundur,  takk fyrir hagfræðiskýringuna. 

Jens Guð, 26.9.2018 kl. 18:26

21 Smámynd: Jens Guð

Helga,  þetta er alltaf allt í léttum dúr. 

Jens Guð, 26.9.2018 kl. 18:27

22 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  ég hef engar vísbendingar um að kúamykjubóndinn sé flæktur inn í súkkulaðimálið. 

Jens Guð, 26.9.2018 kl. 18:28

23 identicon

Nú verð ég forvitinn um þennan meinta mykjulaxadrápara ?  

Stefán (IP-tala skráð) 26.9.2018 kl. 20:11

24 identicon

https://www.mbl.is/200milur/frettir/2018/09/24/750_000_laxar_drapust_a_nokkrum_klukkustundum/

Tobbi (IP-tala skráð) 27.9.2018 kl. 12:51

25 identicon

Þetta hefur vonandi verið ræpusúkkulaði.yell

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 28.9.2018 kl. 08:31

26 Smámynd: Jens Guð

Srefán (# 23),  Tobbi upplýsir það í "kommenti" # 24.

Jens Guð, 28.9.2018 kl. 19:49

27 Smámynd: Jens Guð

Tobbi,  takk.

Jens Guð, 28.9.2018 kl. 19:50

28 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári,  vonandi ekki!

Jens Guð, 28.9.2018 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.