Fleiri sýnishorn úr bókinni "Ekki misskilja mig vitlaust!"

  Í síðustu færslu sagði ég frá nýútkominni bók,  "Ekki misskilja mig vitlaust!".  Hér eru nokkur sýnishorn úr henni:  

  "Í Kína eru mannréttindi brotin daglega á hverjum degi." Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fréttakona hjá RÚV.

  "Það dregur úr vexti lambanna að slátra þeim of ungum."  Páll Zóphóníasson.

  "Hann hefur verið með meðfæddan galla frá fæðingu." Hörður Magnússon ,  íþróttafréttamaður Stöðvar 2.

   "Aðalverðlaunin eru ferð á páskamót sem Disney-garðurinn í París heldur í lok árs."  Karl Garðarsson,  fréttamaður á Stöð 2.

  "Ég get bara alveg sagt ykkur að hérna úti við vegamótin fórum við Reynir framhjá að minnsta kosti 100 manna hreindýrahópi."  Gugga Reynis á Vopnafirði.

  "Jæja,  þá erum við allir dánir, bræðurnir, nema ég og Gulla systir."  Árni á Brúnastöðum í Fljótum eftir jarðarför bróður síns á Siglufirði.

ekki misskilja mig vitlaust


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eitthvað hlýlegt, notalegt og mannlegt við mismælin. Að auki eru þau mun skemmtilegri en ýmsar hrokafullar yfirlýsingar stjórnenda og stjórnmálamanna þótt þær kunni að vera málfræðilega réttar.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 4.10.2018 kl. 08:34

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  ég kvitta undir hvert orð hjá þér!

Jens Guð, 9.10.2018 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.