14.10.2018 | 05:48
Færeyska velferðarríkið blómstrar
Færeyjar eru mesta velferðarríki heims. Færeyingar mælast hamingjusamasta þjóð heims. Atvinnuþátttaka kvenna er hvergi meiri í Evrópu, 82%. Þar af flestar í hlutastarfi. Þær vilja vera fjárhagslega sjálfsstæðar. Til samanburðar er atvinnuþátttaka Dana, karla og kvenna, 75%.
Færeyskar konur eru þær frjósömustu í Evrópu. Færeysk kona eignast 2,5 börn. Íslensk kona eignast 1,7 barn.
Til áratuga voru Færeyingar um 48 þúsund. Í ársbyrjun urðu þeir 50 þúsund. Á Ólavsvöku 29. júlí urðu þeir 51 þúsund. Ætla má að í eða um næstu áramót verði þeir 52 þúsund.
Aldrei áður hafa jafn fáir Færeyingar flutt frá Færeyjum og nú. Aldrei áður hafa jafn margir brottfluttir Færeyingar flutt aftur til Færeyja. Ástæðan er sú að hvergi er betra að búa.
Framan af öldinni heimsóttu 40 - 80 þúsund erlendir ferðamenn Færeyjar á ári. 2015 og 2016 brá svo við að sitthvort sumarið stóðu 500 Sea Shepherd-liðar misheppnaða vakt í Færeyjum. Reyndu - án árangurs - að afstýra hvalveiðum. Þess í stað auglýstu þeir í ógáti Færeyjar sem ævintýralega fagrar eyjar og óvenju gott og kærleiksríkt samfélag.
Áróður SS-liða gegn færeyskum hvalveiðum snérist í andhverfu. Færeyjar urðu spennandi. Í fyrra komu 160.000 ferðamenn til Færeyja. Miðað við bókanir næstu ára má ætla að erlendir ferðamenn í Færeyjum verði 200 þúsund 1920.
Vandamálið er að gistirými í Færeyjum svarar ekki eftirspurn. Í Færeyjum er ekki til neitt sem heitir eignaskattur. Þess vegna er algengt að Færeyingar eigi 2 - 3 hús til að lána vinum og vandamönnum í heimsókn. 38,9% gistinátta í fyrra voru í Airb&b. Í skoðanakönnun Gallup upplýstu gestir að ekki hafi verið um aðra gistimöguleika að ræða. Allt uppbókað.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Lífstíll, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:56 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 34
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 1052
- Frá upphafi: 4111537
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 882
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Enn og aftur vil ég nota tækifærið til að minna Íslendinga á að Færeyingar voru eina þjóðin sem lagði okkur lið í kreppunni. Metum það að verðleikum.
Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 14.10.2018 kl. 07:59
Sigurður Bjarklind, aldrei verður of oft minnt á þetta. Íslenska bankakerfið hrundi í október 2008. Gjaldeyrishirslur Seðlabankans voru tæmdar. Enginn gjaldeyrir var til í landinu. Hvorki fyrir Íslendinga á ferðalagi erlendis né fyrir kaupum á lyfjum eða eldsneyti. Íslenskir ráðamenn lögðust á hné fyrir framan norræna frændur, bandaríkjamenn, Rússa og fleiri. Grátbáðu um gjaldeyrislán. ALLIR höfnuðu bóninni. Rökin voru þau að Íslendingar væru ekki borgunarmenn fyrir gjaldeyrisláni. Í stöðunni var það í raun rétt. Þá brugðust Færeyingar óvænt til - án þess að til þeirra hefði verið leitað. Færeyingar lánuðu Íslendingum allan þann gjaldeyri sem þurfti til að kaupa nauðþurftir á borð við eldsneyti, lyf og annað. Láninu fylgdu þau skilyrði að Íslendingum væri í sjálfsvald sett hvort eða hvernig þeir endurgreiddu lánið. Engin skilyrði. Í kjölfar komu Pólverjar með sömu uppskrift. Munum það og höldum því á lofti. Eftir að Færeyingar og Pólverjar lánuðu Íslendingum gjaldeyri drusluðudst loks önnur ríki til að eiga viðskipti við Íslendinga. Sjálfur lenti ég tímabundið í vandræðum með mína heildsölu vegna þess að Bretar settu Ísland á lista yfir hriðjuverkaríki.
Jens Guð, 14.10.2018 kl. 15:07
Það er löngu ljóst að íslenskir stjórnmálamenn og stjórnendur almennt ættu að leita meira ráðgjafar hjá færeyskum meðbræðrum, sem eru klárlega á allt öðru og hærra plani. Eitt er að laxeldi er allt að því aðal atvinnugrein færeyinga í dag, en íslendingar eru áratugum á eftir þeim varðandi slíka uppbyggingu, ekki hvað síst varðandi eftirlit og reglugerðir. Varðandi laxeldi og sjávarútvegsmál eru íslendingar að mörgu leiti líkari víkingum fornalda en færeyingum nútímans. Ég er viss um að hneyksli eins og braggamálið myndi aldrei eiga sér stað í Færeyjum. Þá þykist ég vita fyrir víst að færeyingar hagi sér ekki af sömu frumskógargræðgi og íslendingar gagnvart ferðamönnum. græðgin á Íslandi lýsir sér m.a. í hamborgurum á fimm þúsund krónur og bílaleigum með illa búnum bílum, jafnvel á ofslitnum og stórhættulegum hjólbörðum. Hinum stórhættulega og mannskemmandi leigumarkað á höfuðborgarsvæðinu þyrfti að koma í hendurnar á færeyingum til ráðgjafar, því að hvorki borgarstjórn né ríkisstjórn virðast hafa áhuga né getu til að hjálpa þeim hópi sem þar er á einskonar vergangi. Sá sístækkandi hópur ungra íslendinga á örorkubótum er ein af hinum alvarlegu afleiðingum leigumarkaðarins, þar sem krakkar og unglingar hafa verið á flakki á milli heimila og skóla vegna hrakninga foreldra á milli rándýrra leiguíbúða. Færeyingar myndu aldrei búa til slíka kynslóð, sem þegar búið er að eyðileggja til frambúðar á Íslandi. Mér skilst að eyturlyfjaneysla sé í algjöru lágmarki í Færeyjum miðað við Evrópulönd, á meðan eyturlyfjaneysla á Íslandi er komin langt út fyrir evrópsk mörk og er því líkari því sem gerist á verstu stöðum í Ameríku. Það er augljós afleyðing fjársveltrar löggæslu. Samt ber að hrósa löggæslu höfuðborgarsvæðisins fyrir það að ná allt að því tíu druknum og dópuðum ökumönnum að nóttu til um helgar, sem hljóta þá að vera tíu af hverjum hundrað hættulegustu í umferðinni hverju sinni. Annars er umferðarmenning íslendinga almennt á svo lágu plani að það ætti hreinlega að fá færeyska ökukennara til ökukennslu á Íslandi. Íslendingar hafa klárlega þróast mun hægar frá forfeðrum sínum, víkingunum en aðrir norðurlandabúar. Það sést hvert sem litið er. Færeyingar hljóta að finna verulega til með okkur.
Stefán (IP-tala skráð) 14.10.2018 kl. 19:18
"13% of the Faroe Islands national income comes as economic aid from Denmark.[79] This corresponds to roughly 5% of GDP."
Eftir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008 lánuðu Færeyingar íslenska ríkinu danskar krónur sem þeir fengu ókeypis frá Danmörku.
Færeyjar eru hluti af danska ríkinu og ekki sjálfstætt ríki eins og Ísland hefur verið síðastliðin eitt hundrað ár, enda vill meirihluti Færeyinga ekki að Færeyjar séu sjálfstætt ríki.
Og Færeyingar voru langt frá því þeir einu sem lánuðu íslenska ríkinu fé eftir Hrunið hér haustið 2008.
Erlendir ferðamenn heimsækja nú einnig Noreg og Ísland í stórum stíl, enda þótt þessi tvö ríki séu með þeim dýrustu í heiminum heim að sækja.
Þannig hefur til að mynda matvælaverð hér á Íslandi verið það hæsta í Evrópu og rándýrt að gista hér á hótelum og gistihúsum, rétt eins og í Noregi.
Fólk ferðast hins vegar mun meira um allan heim en það gerði áður, meðal annars vegna meiri velmegunar almennt í heiminum, meira framboðs af ódýrum flugfargjöldum og flugs á milli fleiri áfangastaða en áður.
Þorsteinn Briem, 14.10.2018 kl. 21:00
Ágæti Jens, - Fínn pistill hjá þér. Ég sé einnig, að þú munt hafa nóg að gera við að hreinsa út óværur af blogginu hjá þér í náinni framtíð. Þú ert (að mínu mati, að sjálfsögðu) kominn með vírus núna í kommentakerfið hjá þér erfitt verður að losna við. - Gangi þér vel.
Már Elíson, 14.10.2018 kl. 21:38
Frá 1. desember 1918 voru Danmörk og Ísland tvö aðskilin og jafnrétthá ríki, enda þótt þau hefðu sama kóng.
Þann 1. desember 1918 fékk Ísland forræði utanríkismála sinna, enda varð Ísland þá fullvalda og sjálfstætt ríki.
Stefnan í utanríkismálum Íslands var ákveðin af ríkisstjórn Íslands en framkvæmd af dönsku utanríkisþjónustunni í umboði Íslendinga.
Og utanríkismálin heyrðu undir forsætisráðherra Íslands.
Færeyingar og Grænlendingar hafa hins vegar ekki forræði utanríkismála sinna.
Færeyjar og Grænland eru í danska ríkinu og því engan veginn hægt að tala um "ríkjasamband" Færeyja, Grænlands og Danmerkur.
Færeyingar og Grænlendingar eru danskir ríkisborgarar en Íslendingar hafa verið íslenskir ríkisborgarar frá árinu 1918.
Færeyjar og Grænland eiga bæði tvo þingmenn á danska þinginu, Folketinget, en Íslendingar áttu að sjálfsögðu ekki fulltrúa á danska þinginu eftir 1918.
"Folketinget består af 179 medlemmer valgt for maksimalt fire år. Heraf er to valgt på Færøerne og to valgt på Grønland."
"Dagens rigsfællesskab er et uofficielt begreb der ikke nævnes i nogen lov.
Det er ikke et samarbejde mellem flere ligestillede enheder sådan som det britiske Commonwealth eller den gamle union mellem kongerigerne Danmark og Norge.
Det er heller ikke en forbundsstat."
Ísland hefur verið fullvalda og sjálfstætt ríki frá 1. desember 1918 og fékk nýja stjórnarskrá samkvæmt því árið 1920.
Og hér á Íslandi hefur verið þingræði frá árinu 1904.
Eina raunverulega breytingin sem varð samkvæmt stjórnarskránni 1944 var að þá varð forseti þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs.
"Fullveldi - Sjálfstæði gagnvart öðrum ríkjum."
"Fullveldisréttur - Réttur ríkis til að beita löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi sínu."
(Lögfræðiorðabók með skýringum, Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.)
Stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands árið 1920:
"1. gr. Stjórnskipulagið er þingbundin konungsstjórn."
Í ríkjum með þingbundinni konungsstjórn beitir þjóðhöfðinginn einungis táknrænu valdi sínu með samþykki ríkisstjórnarinnar.
Danmörk, Svíþjóð og Noregur eru öll með þingbundna konungsstjórn.
Í Bretlandi er einnig þingbundin konungsstjórn og Elísabet II. Bretadrottning er nú þjóðhöfðingi Bretlands og fimmtán annarra ríkja í Breska samveldinu, þar sem hún tilnefnir landstjóra sem hefur táknrænt gildi.
Þessi ríki eru því einnig með þingbundna konungsstjórn, til að mynda Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland.
Í Sambandslagasamningnum 1918 sagði að hvenær sem væri eftir árslok 1940 gæti hvort sem væri Ríkisþingið danska eða Alþingi krafist endurskoðunar laganna.
Yrði nýr samningur ekki gerður innan þriggja ára eftir að krafan kæmi fram gæti hvort þingið sem væri fellt sambandslögin úr gildi.
Þingsályktun um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Þorsteinn Briem, 14.10.2018 kl. 21:50
Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.
Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.
"19. nóvember 2008:
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.
Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.
Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."
"Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island.
I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD."
Norska fjármálaráðuneytið 13. mars 2009
Þorsteinn Briem, 14.10.2018 kl. 22:06
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
19.8.2018:
"Dómsmálaráðherra birti á dögunum svar við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks fólksins.
Þar kemur fram að á tíu árum var árangurslaust fjárnám gert 117 þúsund sinnum hjá einstaklingum.
Um þrjú þúsund voru lýstir gjaldþrota og 8.800 eignir einstaklinga voru seldar á nauðungaruppboði.
Þar bætast reyndar við um 400 fasteignir sem seldar voru á nauðungarsölu eða sölu vegna greiðsluaðlögunar skuldara, eins og kom fram í fyrra svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs.
"Ég er nýkominn frá Færeyjum. Þar fjármagna menn íbúðarhúsnæði með föstum vöxtum, 1,7 prósent til 20 ára," segir Ólafur Ísleifsson."
Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.
Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands.
Þorsteinn Briem, 14.10.2018 kl. 22:12
Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.
Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip frá Evrópusambandsríkjunum að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.
Þorsteinn Briem, 14.10.2018 kl. 22:18
Vá, ég ætlaði að leggja eitthvað til málanna en sé að bloggið er orðið yfirfullt!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 14.10.2018 kl. 22:52
Ég líka . Ætli maður fari ekki bara á bloggsíðu steina og hendi inn eihverri langavitleysu.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 15.10.2018 kl. 19:48
Var búinn að vara Jens síðuhafa við. -
Már Elíson, 15.10.2018 kl. 20:54
Líklega nennir enginn að lesa Steina einan og sér. Þess vegna treður hann sér inn á vinsælar bloggsíður með sínar margþættu langlokur.En hvað óttast hann að birta ekki skoðanir sínar undir réttu nafni? Það er málfrelsi á Íslandi eða hvað?
Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 16.10.2018 kl. 09:12
En burt séð frá langlokum hér eða þar, þá ber að fagna því að nú glittir loksins í málfrelsi á Íslandi og því ber að fagna. Við sáum t.d. að Stundin varð illilega fyrir barðinu á skertu málfrelsi og reynt hefur verið að þagga niður í Útvarpi Sögu, svo dæmi séu nefnd. En nú loksins glittir í að íslendingar nær og fjær fái loksins að tjá sig án ,, stóra bróður " á kommentakerfum.
Stefán (IP-tala skráð) 16.10.2018 kl. 20:01
... og í ljósi málfrelsis - Viss borgarfulltrúi sem farið hefur hamförum varðandi Braggamálið, stendur samkvæmt Stundinni í málaferlum við tvö börn sín - Ég tel næsta víst að slíkt tíðkist ekki í Færeyjum.
Stefán (IP-tala skráð) 16.10.2018 kl. 20:17
Stefán (# 3), ég kvitta undir hvert orð.
Jens Guð, 20.10.2018 kl. 10:02
Steini, þetta gæti komið út í hnausþykku bókarformi!
Jens Guð, 20.10.2018 kl. 10:04
Már, ég tók snemma þá ákvörðun að ritskoða ekki athugasemdakerfið.
Jens Guð, 20.10.2018 kl. 10:05
Sigurður I B, það er fljótt að hlaðast á.
Jens Guð, 20.10.2018 kl. 10:08
Jósef Smári, bloggsíðan hans hefur verið óvirk í áratug.
Jens Guð, 20.10.2018 kl. 10:11
Sigurður Bjarklind, ég þekki Steina, þann ágæta fyrrum blaðamann Morgunblaðsins.
Jens Guð, 20.10.2018 kl. 10:13
Stefán (# 14, 15), ég á eftir að kanna það.
Jens Guð, 20.10.2018 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.