Veitingaumsögn

 - Stađur:  Sćgreifinn

 - Stađsetning:  Geirsgata 8 í Reykjavík

 - Réttur:  Kćst skata

 - Verđ:  2350 kr.

 - Einkunn: ****

  Sćgreifinn er skemmtilega hrár veitingastađur međ sterkan persónuleika (karakter).  Hann er í senn "heimilislegur" og heillandi.  Andi stofnandans,  Kjartans Halldórssonar,  svífur yfir og allt um kring.  Hann var bráđskemmtilegur og magnađur náungi sem gustađi af.  Féll frá 2015.  Í hans tíđ var ánćgjuleg ábót viđ góđa máltíđ ađ rćđa sjávarútvegsmál viđ hann.  Alltaf var stutt í húmorinn.  Hann sá broslegu hliđarnar í bland viđ annađ.

  Eitt af sérkennum Sćgreifans hefur veriđ og er ađ bjóđa upp á kćsta skötu og siginn fisk.  Skata er svipuđ frá einum veitingastađ til annars.  Hjá Sćgreifanum er hún frekar mild.  Međ á disknum eru saltfisksbitar,  kartöflur,  hamsar og tvćr rúgbrauđssneiđar međ smjöri.  Í eftirrétt er hrísgrjónagrautur međ rjóma og kanil,  kenndur viđ Steingrím Hermannsson,  fyrrverandi forsćtisráđherra.  

  Einn af mörgum kostum Sćgreifans er hófleg verđlagning.  Enginn veitingastađur á höfuđborgarsvćđinu býđur upp á hagstćđara verđ á skötumáltíđ í ár. 

  Ég geri tvćr athugasemdir viđ skötu Sćgreifans:  Annarsvegar er skammturinn alltof ríflegur.  Ţađ er ekki möguleiki ađ torga nema helmingi hans.  Ţrátt fyrir ađ trođa í sig löngu eftir ađ mađur er orđinn saddur.  Hinsvegar sakna ég ţess ađ fá ekki rófubita međ.  Í sćlli minningu á ég kćsta skötu á Sćgreifanum međ rófubita. 

skatasćgreifinnsćgreifinn b


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dásamlegt.

Á mínu ćskuheimili í Reykjavík eftirstríđsáranna var skata hversdagsmatur. Benni fisksali á Langholtsveginum átti alltaf skötu og siginn fisk og annađ góđmeti. Alltaf fiskur í hádeginu. Eftir áramót fékk mađur hrogn og lifur og kútmaga fyllta međ lifur og rúgmjöli. Hvílík himnaríkissćla var ţađ.

Sigurđur Bjarklind (IP-tala skráđ) 20.12.2018 kl. 08:29

2 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur,  ég fć vatn í munninn viđ ađ lesa lýsingu ţína á hversdagsmat fyrri tíma.

Jens Guđ, 20.12.2018 kl. 10:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband