Álit ferðamanns

  Oft er gaman að heyra eða lesa hvernig útlendir ferðamenn upplifa Ísland.  Á netmiðlinum quora.com spyr ung kona frá Singapore í fyrirsögn:  "Hve dýrt er Ísland?"  Hún svarar sér:  "Stutta svarið er mjög."

  Hún fór í 8 daga hringferð um Ísland.  Kíkti á Vestfirði í leiðinni.  Hún var í 5 manna hópi sem tók jeppa á leigu.  Leigan var 134.200 kall.  Hún hvetur aðra túrhesta á Íslandi til að ferðast saman í hópi til að halda kostnaði niðri.  Jafnframt hvetur hún til þess að keypt sé bílatrygging.  Framrúðan í bílnum sprakk vegna steinkasts.

  Bensínkostnaður var 48.800 kr.  Á veitingastöðum kostar aðalréttur um 3660 kr. Á móti vegur að bensínsjoppur selja heitt ruslfæði á borð við pylsur, hamborgara og franskar.  Kostnaður er á bilinu 976 til 1220 kall.  Mín athugasemd:  Hið rétta er að pylsa kostar víðast á bilinu 400 - 450 kall. Kannski þarf 2 pylsur til að teljast vera máltíð?

  Daman bendir á að hægt að kaupa samlokur í Bónus-verslunum.  Sumar álíka verslanir selji líka heitan mat.  Sennilega er hún að vísa til Krónunnar sem selur heitan kjúkling, sviðakjamma og þurusteik.

  Gistikostnaður hverja nótt á mann var 9760 kall á mann. Notið greiðslukort,  segir hún.  Íslenskar krónur eru verðlausar utan Íslands.    

  Niðurstaða hennar:  Já, Ísland er dýrt.  En hverrar krónu virði!  

kerry teo        

  

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er annað álit: Ísraelskur ferðamaður skaut óvænt upp kollinum á sveitasetri mínu austur í Kaldakinn. Honum varð starsýnt á glitrandi læki og ársprænur sem fossuðu niður austurhlíðar Kinnarfjalla. Hver á allt þetta vatn spurði hann. Við Íslendingar svaraði ég. Allt þetta vatn væri gulls ígildi í Ísrael sagði hann og ugglaust víðar. Svo bauð hann mér slétt skipti á einbýlishúsinu sínu og mínu gamla sveitasetri. Reyndar hafnaði ég boðinu en lít öðrum augum á allt það vatn sem við tökum sem sjálfsagðan hlut. Og svo sturlað sem það er þá erum við að flytja inn erlent plastvatn.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 18.1.2019 kl. 14:13

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Held að við Íslendingar vitum þetta en gott að fá það staðfest frá Singapore!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 18.1.2019 kl. 17:15

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  þetta er umhugsunarvert.

Jens Guð, 19.1.2019 kl. 17:56

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  virkilega gott að fá þessa staðfestingu!

Jens Guð, 19.1.2019 kl. 17:57

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Vegna orða Sigurðar Bjarklind að ofan, þá fór ég með hóp frá Ísrael í hringferð um landið seinni hluta júní 2011.  Það hafði verið heldur kalt vor og því voru leysingar á fullu.  Þeir horfðu með forundran á allt þetta vatn sem fossaði óhindrað og ónýtt til sjávar.  Vildu bara koma með skip og flytja til heimalands síns.

Marinó G. Njálsson, 22.1.2019 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.