Saga the Clash

 

   7. febrúar var alţjóđa CLASH-dagurinn haldinn hátíđlegur um allan heim (sjá síđustu bloggfćrslu).  Ekkert lát er á hróđri ţessarar merku ensku pönksveit.  28. febrúar rekja Spotify og breska sjónvarpiđ BBC í sameiningu sögu Clash. 

  The Clash leiddi og mótađi bresku pönkbylgjuna - ásamt Sex Pistols - 1976/1977.  Fyrsta smáskífulag Clash,  White Riot (útgefiđ snemma árs 1977),  varđ einskonar ţjóđsöngur pönkbylgjunnar.  Fjöldi pönksveita krákađi lagiđ (cover song).  Jómfrúar Lp-plata the Clash (útgefin voriđ 1977) varđ fyrirmynd nýrra pönksveita um allan heim.  Međal annars innleiddi hún reggí í pönksenuna.

 Nćsta plata the Clash,  Give ´Em Enough Rope,  vakti undrun.  Hún var meira hard rokk en pönk.  Eđa pönkkryddađ hard rokk.  

  3ja plata the Clash,  London Calling,  vakti ennţá meiri undrun.  Fátt var um pönk en ţeim mun meira af allskonar:  Allt frá djassi til calypso.  Eftir ţetta hćtti the Clash ađ koma á óvart.  Ţessi hljómsveit spilađi hvađ sem var.  Ţess vegna allt frá pjúra poppi til sýrđasta avant-garde. 

  Eftir ađ hljómsveitin leystist upp í leiđindum 1986 var henni ítrekađ bođiđ gull og grćnir skógar fyrir ađ koma fram á hinum ýmsu rokkhátíđum.  Stjarnfrćđilega háar upphćđir.  Liđsmenn höfđu bein í nefinu til ađ hafna öllum gyllibođum.  Hljómsveitin snérist aldrei um peninga.  Ţađ var hennar gćfa.  Ţađ er ein af stóru ástćđunum fyrir ţví ađ hún er ţetta stöđugt vaxandi stórveldi í rokksögunni.  

  Ég skrifa um Clash í fortíđ vegna ţess ađ fyrirliđinn,  Joe Strummer,  er fallinn frá.  Hann var forsöngvarinn, gítarleikari og söngvahöfundur.  Fráfall hans hefur dregiđ úr líkum á endurkomu Clash.  

 

clash-barn

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Pönkiđ heillađi mig ekki en kannski er ég of fastur í CCR!!!

Sigurđur I B Guđmundsson, 12.2.2019 kl. 10:27

2 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  ég var og er mikill ađdáandi CCR.  Á allar ţeirra plötur sem og sólóplötur Johns Fogertys.  Ţegar ég var í unglingahljómsveitum voru jafnan nokkur CCR lög á prógramminu.  Ţegar pönkbyltingin gekk í garđ fannst mér margt í ţeirri senu standa nćrri CCR:  Einfalt og kröftugt 3ja hljóma rokk og ról.  Enda krákuđu (cover song) pönksveitir CCR.  Kannski er sú frćgasta međ einni helstu bandarísku pönksveitinni,  the Ramones:     https://youtu.be/yFQ4GmW2zpA

Jens Guđ, 12.2.2019 kl. 23:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.