7.8.2019 | 00:01
Lúxusvandamál Færeyinga
Skemmtilegt er að fylgjast með uppganginum í Færeyjum síðustu árin. Íbúum fjölgar árlega um 3%. Nú eru þeir að nálgast 52000. Sífellt fækkar þeim sem flytja frá eyjunum. Að sama skapi fjölgar þeim sem flytja aftur heim eftir búsetu erlendis.
Til viðbótar eru Færeyingar frjósamasta þjóð í Evrópu. Að meðaltali eignast færeyskar konur 2,5 börn. Íslenskar konur eignast aðeins 1,7 börn. Það dugir ekki til að viðhalda stofninum. Tíðni hjónaskilnaða í Færeyjum er sú lægsta í Evrópu.
Ferðamönnum hefur fjölgað mjög að undanförnu. Ríkissjóður fitnar sem aldrei fyrr. Tekjur hans uxu um rúm 20% í fyrra. Útsvarstekjur sveitarfélaga jukust um rúm 15%. Fyrir bragðið geta bæði ríki og sveitarfélög kastað sér í allskonar framkvæmdir. Fjöldi gangna eru í smíðum og enn fleiri fyrirhuguð. Göng til Suðureyjar verða lengstu neðansávargöng í heimi. Ekki er frágengið hvaðan þau liggja. Kannski verða þau 26 kílómetrar. Kannski styttri. En samt þau lengstu.
Sífellt fjölgar fögum og námsbrautum á háskólastigi. Æ færri þurfa að sækja framhaldsnám til útlanda.
Útlánsvextir eru 1,7%.
Uppsveiflan í Færeyjum veldur ýmsum lúxusvandamálum. Til að mynda skorti á heimilislæknum, leikskólaplássum og húsnæði. Hvort heldur sem er íbúðum til kaups eða leigu, svo og hótelherbergjum. Sem dæmi um skortinn þá er í byggingu blokk í Klakksvík. Í henni eru 30 íbúðir. 350 sóttu um að fá að kaupa. Skorturinn hefur þrýst upp húsnæðisverði og leigu.
Allt stendur þetta til bóta. Hús af öllu tagi eru á byggingarstigi: Skólahús, hótel, íbúðahús, iðnaðarhúsnæði, landspítala, leikskóla og svo framvegis. Þetta hefur leitt til skorts á vinnuafli í byggingaiðnaði. Það er sótt til Austurevrópu. Í fyrra var 525 Rúmenum veitt atvinnuleyfi í Færeyjum.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Ferðalög, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:07 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 41
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 1059
- Frá upphafi: 4111544
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 888
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Frábær þjóð Færeyingar, heilbrigðari en við gagnvart barnsfæðingum, en það hefur gríðarlega þýðingu til framtíðar, en ólíkt er alþingismönnum okkar farið, með sín stórskaðlegu dauðamenningar-frumvörp sem þeir samþykkja eins og á færibandi (fósturvígs- og geldingarfrumvörp fyrir 18 ára og upp úr o.fl.), og ljótasta hugsunin bærist í huga forsætisráðherrans (einsýnt ofstækið þvílíkt, að hún gat ekki þagað yfir því!). Eðlilegt er því, að Færeyingar skari nú þegar fram úr okkur Íslendingum á ýmsum sviðum.
Jón Valur Jensson, 7.8.2019 kl. 02:18
Jón Valur - Getur þú aldrei verið á jákvæðu nótunum í neinu sem þú skrifar? Alltaf með eitthvað svartagallsraus og ósannaðar fullyrðingar.
Jóhann (IP-tala skráð) 7.8.2019 kl. 16:05
Eru fyrstu tvær línurnar rangar, "Jóhann"?
og framhaldið í þriðju til fimmtu línu?
Reyndu að sanna þá fullyrðingu þína, og notaðu fullt nafn þitt!
Og er það ekki rétt (6-7), að Katrín Jakobsdóttir sagði (jafnvel úr ræðustóli Alþingis) að hún myndi vilja leyfa fóstureyðingar fram að fæðingu?! Ekki geturðu afsannað það, og berðu þá ekki á mig tilhæfulaust "svartagallsraus"!
Þú stendur hér uppi innistæðulaus um rök, og ég kalla það gelda umræðu af þinni hálfu.
En það er sannarlega á jákvæðu nótunum að fagna heilbrigðum, lífgefandi og farsælum lífsháttum Færeyinga, sem mega um þetta og fleira (eins og sína kristnu trú) vera okkur Íslendingum til fyrirmyndar.
Jón Valur Jensson, 7.8.2019 kl. 17:35
Einhversstaðar las ég ,, Dagvillumaðurinn gengur hér glaður inn, kærrar kirkjunnar son, kallas J.V Jensson. Higgur á helgistund, hreinsast þar, sáttur í lund ,, og seinna í kvæðinu stendur ,, Blandast þar bræður og systur, BARNSVANGINN STUNDUM KYSSTUR ,, Úps, varð þetta til í samkomu með kaþólskum prestum ?
Stefán (IP-tala skráð) 7.8.2019 kl. 18:50
Skiptir engu máli JVJ. Neikvæðni þín og dagleg fýluspyja eiga sér engin takmörk.
Johann (IP-tala skráð) 7.8.2019 kl. 20:21
"Stefán" virðist illa læs, en hér er bragurinn, sem hann vitnar til á sinn ófullkomna máta:
http://www.kirkju.net/index.php/kirkjufer-og-kaffistund?blog=10
Þarna er sagt frá messu og síðan samverustund safnaðarins í kirkjukaffi fyrir opnum tjöldum, þar sem fólk frá mörgum löndum kemur saman og af öllum kynslóðum. Það, sem Stefán er að ýja þarna að (pedofílía), er hans eigin tilbúningur og lýsir einungis hans eigin spillta innræti, en um leið er það lygi og móðgun við saklaust fólk.
Jón Valur Jensson, 8.8.2019 kl. 04:46
"Jóhann" reyndist ekki maður til að upplýsa um sitt fulla nafn, kannski svona feiminn greyið, en heldur áfram að opinbera sitt fátæklega hugarfar og eins og fyrri daginn staðhæfingar án nokkurrar staðfestingar í rökum eða heimildum. Verðum við ekki bara að vorkenna honum?
PS. Það mætti nú athuga IP-tölu "Stefáns" og "Jóhanns" -- kannski sama talan og sami einstaklingur að baki?
Jón Valur Jensson, 8.8.2019 kl. 04:56
Svo er að sjá sem "Stefán" sé einn af þeim sem geta ekki séð saklausa gleði normal fólks í friði (líkt og þessa sem við sjáum á efra myndbandinu hér á síðunni).
Jón Valur Jensson, 8.8.2019 kl. 05:15
@ JVJ Þitt neikvæða hugarfar er fátæklegra en hjá notuðu kaffimáli. Þvílíkt moð sem þú ert!
Johann (IP-tala skráð) 8.8.2019 kl. 07:35
Haltu bara áfram að pirra hlustendur Útvarps Sögu Jón Valur Jensson. Þú ert allsstaðar hornreka.
Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.8.2019 kl. 07:57
Og hver er "Stefán Guðmundsson"? Einhver markverður úti í bæ? Ekki svo að ég viti.
Ekki talar hann fyrir hönd hlustenda Útvarps Sögu, eins og þeir vita, sem hlusta á stöðina og hafa oft tekið undir mál mitt þar og hrósað mér fyrir innlegg til mála (eins og víðar).
Miðjustefna eða stefna hægra megin við miðju (hægra megin við alla vinstri vitleysuna) er ekki "neikvæð" stefna, miklu fremur uppbyggileg, m.a. í lífsverndar- og fólksfjölgunarmálum.
Og "Johann" kýs enn að nöldra hér hálf-nafnlaus. Betra fyrirkomulag bloggvefja er að menn þurfi að vera innskráðir á vefinn eða a.m.k. að gera skýra grein fyrir sér.
Jón Valur Jensson, 8.8.2019 kl. 15:11
Hvað getur gamall karl með króníska hægðatregðu annað en nöldrað eins og sést á fyrstu athugasemdinni. Þú ert friðarspillir og skemmir annars fína færslu hjá Jens með svartagallsrausi og nöldri. Getur þú ekki haldið þig á þínum eigin 10? blogg og nöldursíðum í stað þess að vera með leiðindi á annarra manna síðum. Er til of mikils ætlast af manni sem verður alltaf að eiga síðasta orðið?
johann (IP-tala skráð) 8.8.2019 kl. 16:19
Sé það rétt johann að Jón Valur Jensson sé með króníska hægðatregðu, þá þarf hann auðvitað að ræða það við heimilislækni sem allra fyrst. Ég hef lesið að slíkt geti haft slæm áhrif á sálarástand og geti ýtt undir innhringiáráttu í útvarpsstöðvar og það jafnvel til að lepja upp það sem aðrir innhringjendur hafa þegar rætt. Frekari upplýsingar um króníska hægðatregðu er hægt að finna á doktor.is
Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.8.2019 kl. 18:22
Færeyingar hafa danska krónu. Og hægðatregða er sjaldgæf þar. Þess vegna gengur þeim allt í haginn.
Þorsteinn Siglaugsson, 8.8.2019 kl. 22:02
Óþarft með öllu er að anza þessum tveimur óstaðfestu apaköttum með hægðatregðuáhugann, ég skil þá eftir í þeirra eigin skítalykt.
Jón Valur Jensson, 8.8.2019 kl. 22:43
Vegna anna hefur mér ekki gefist tími til að taka þátt í umræðunni.
Jens Guð, 9.8.2019 kl. 19:16
Jón Valur, Jóhann og Stefán eru með sitthvora IP-töluna. Báðir með tvær IP-tölur. Sennilega annarsvegar í vinnutölvu og hinsvegar í heimatölvu.
Jens Guð, 9.8.2019 kl. 19:19
Þorsteinn, ég vil frekar tala um að sambandsríki Færeyja, Danmerkur og Grænlands sé með samræmt gengi. Færeyingar eru samt með sína eigin mynt.
Jens Guð, 9.8.2019 kl. 19:24
Árið 2016 var guðfræðingurinn Jón Valur Jensson ákærður fyrir hatursorðræðu vegna þriggja færslna. Í ákæru lögreglustjóra höfuðborgarinnar sagði að ummæli guðfræðingsins fælu í sér háð, rógburð og smánun í garð hóps manna vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra. Í gær lenti guðfræðingurinn Jón Valur Jensson í vísnastríði á Stjórnmálaspjallinu. Þar fann ég magnaðan kveðskap um guðfræðinginn ,, Framandi kona, my name is Jón orti eitt sinn miðaldra flón. Nú þræðir hann netið með rasískt sitt fretið og löðrar allt sinni perversjón ,,. Einhvernveginn minnir vesalings Jón Valur mig svolítið mikið á Don Kíkóta þar sem jafnvel kindahjarðir birtust honum sem óvinaherir. Don Kíkóti gafst aldrei upp, en var rekinn áfram af óstöðvandi vitfirringu
Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.8.2019 kl. 19:39
Takk, Jens.
Stefán þessi Guðmundsson er annaðhvort afar illa upplýstur um endalyktir þess máls, sem höfðað var gegn mér að frumkvæði Samtakanna 78 og með atbeina s.k. haturslöggu á Lögreglustöðinni. Málið var háð og varið (af lögfræðingi mínum Pétri Gunnlaugssyni) í Héraðsdómi Reykjavíkur, og þar vann ég fullan sigur (með Pétri), sýknaður með öllu og undantekningalaust af ákæruatriðunum, 24. apríl 2017.* Aldrei hefur dómur verið felldur yfir mér í neinu meiðyrðamáli, og er ég þó orðinn harðfullorðinn og hef skrifað flestum bloggurum meira.
Hvort Stefán þessi Guðmundsson er með jafn-hreinan skjöld, vitum við ekki, nema hann segi betur deili á sér og upplýsi um það.
Framhaldið hjá þessum Stefáni er á hans sömu bók lært:
Hann vitnar þar í fimm orð mín (2. línu af 6) úr ljóði, tekin úr samhengi af einum allnokkurra hatursmanna minna, sem bætir á netinu við sínum eigin óskáldlega hroða, en það mun Stefáni þessum þykja viðkunnanlegt, og vitnar það um smekkleysi hans. -- Af því tilefni má bæta hér við:
1. Feginn er ég, að slíkir menn sem Stefán Guðmundsson og bögubósinn níðskældni sitja ekki í Héraðsdómi Reykjavíkur!
2. Eins er fagnaðarefni, að slíkir fá ekki að skrifa ritdóma fyrir íslenzka lesendur.
* https://utvarpsaga.is/jon-valur-syknadur-af-ollum-krofum-akaeruvaldsins/
https://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/2194763/
Jón Valur Jensson, 9.8.2019 kl. 20:45
Hér átti vitaskuld að standa: "Stefán þessi Guðmundsson er annaðhvort afar illa upplýstur um endalyktir þess máls [o.s.frv.] eða ráðinn í því að villa um fyrir lesendum, láta sem ákæran hafi staðizt !!!"
Jón Valur Jensson, 9.8.2019 kl. 20:49
Ha, ha, ha ,, af einum allnokkurra hatursmanna minna ,,. Úr Don Kíkóti ,, Rétt í þessu komu þeir auga á þrjátíu eða fjörtíu vindmyllur þarna á sléttunni. um leið og Don Kíkóti sá þær sagði hann við skjaldsveininn. Gæfan hagar málum okkar betur en hægt væri að hugsa sér. því sjáðu hvar gnæfa ófreskir risar, þrjátíu eða þar um bil, sem ég ætla að berjast við og svipta alla lífinu. Hagur okkar fer hækkandi með herfangi þeirra enda er þetta réttlátt stríð og guði þóknanlegt að uppræta slíkt illgresi af ásjónu jarðar ,,. Með þessum orðum óska ég íslenskum Don Kíkóti alls hins besta í réttlátu og guði þóknanlegu stríði við hatursmenn og alla þá sem eru ekki heilögum guðfræðingi þóknanlegir.
Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.8.2019 kl. 22:37
@Stefán... Ætli JVJ eigi Guð fyrir símavin og spurning hvort þeir talizt við á langlínunni oft á dag?
Johann (IP-tala skráð) 9.8.2019 kl. 22:58
Johann, mér sýnist JVJ þrífast meira á hatursmönnum sínum, en jú, vissulega gæti guðfræðingur átt ímyndaðan anda fyrir vin.
Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.8.2019 kl. 10:34
Þessi vefsíða er fyrir löngu hætt að fjalla um lúxusvandamál Færeyinga og góða frammistöðu þeirra í barneignum, en dularfullir (óþekktir) óvildarmenn mínir og guðleysinjar hafa setzt hér að með fyrirsjáanlega rætni sína sína og lágkúru. Er ekki nóg komið?
Jón Valur Jensson, 10.8.2019 kl. 11:55
Jú nóg komið af ósönnum fullyrðingum og áráttukenndrar þrákelnki JVJ að verða að eiga síðazta orðið. Jú alveg nóg komið af þér!
Johann (IP-tala skráð) 10.8.2019 kl. 13:19
Mér sýnist á síðustu skrifum JVJ að hann hafi gengið til skrifta í sinni kaþólsku kirkju og skammist sín nú smá fyrir að hafa skapað sér haturs og óvildarmenn út og suður með sínum þröngsýnu og öfgasinnuðu skoðunum. Slíkir menn eru sagðir eiga í kröppum dansi við innri djöfla. Eða eins og segir í sálmunum góðu ,, Oft má af máli þekkja manninn, hver helst hann er. Sig mun fyrst sjálfan blekkja, sá með lastmælgi fer ,, og síðar í sömu sálmum ,, Hryggileg hrösun henti heilagan drottins þjón. Syndin mjög sárt hann spennti, sálar var búið tjón ,,
Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.8.2019 kl. 15:38
Aularnir halda áfram að fimbulfamba hér með eigin spuna, vesalings mennirnir!
Jón Valur Jensson, 10.8.2019 kl. 17:08
Svona byrjar sagan Hamskiptin eftir Franz Kafka ,, Einn morgun þegar Gregor Samsa vaknaði heima í rúmi sínu eftir órólegar draumfarir, hafði hann breyst í risavaxna bjöllu. Hann hvíldi á bakinu sem var hart, líkast kúpri járnþynnu og þegar hann lyfti höfði lítið eitt sá hann vömbina, hvelfda, móleita, rákaða stinnum og mjóum gárum. Ábreiðan toldi varla ofan á magabungunni, ætlaði öll að renna niður á gólf. Hann var kominn með ótal fætur, en grátlega pervisna í samanburði við stærð hans að öðru leiti og sá þá sprikla fyrir augum sér ,,. Ég vona að JVJ vakni aldrei svona, en enginn veit svo sem sína ævina fyrr en öll er.
Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.8.2019 kl. 19:05
Etc.
Jón Valur Jensson, 10.8.2019 kl. 20:43
Hahaha JVJ þarf að eiga síðazta orðið ALLTAF Enda er það þannig með fólk eins og JVJ sem er með áráttuklemmuna gróna fasta á vinztra eyranu en nær ekki að losa hana af sama hvað það brýzt um.
johann (IP-tala skráð) 10.8.2019 kl. 22:39
Gisp.
Jón Valur Jensson, 10.8.2019 kl. 22:54
Og ég hafði rétt fyrir mér - það er nú alveg hægt að skemmta sér yfir fyrirséðri áráttuhegðun JVJ
Johann (IP-tala skráð) 10.8.2019 kl. 23:25
Zzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
Jón Valur Jensson, 11.8.2019 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.