Bítlalögin sem John Lennon hatađi

".  .

  Bítillinn John Lennon var óvenju opinskár og hreinskiptinn.  Hann sagđi undanbragđalaust skođun sína á öllu og öllum.  Hann var gagnrýninn á sjálfan sig ekki síđur en ađra.  Ekki síst lög sín.  Hann hafđi óbeit á mörgum lögum Bítlanna - ţó hann hafi sćtt sig viđ ađ ţau vćru gefin út á sínum tíma vegna ţrýstings frá útgefandanum, EMI.  Bítlarnir voru samningsbundnir honum til ađ senda frá sér tvćr plötur á ári og einhverjar smáskífur.  Til ađ uppfylla samninginn leyfđu Bítlarnir lögum ađ fljóta međ sem voru uppfyllingarefni - ađ ţeirra mati.

  Ađ sögn gítarleikarans George Harrison litu ţeir Ringo og Paul alltaf á John sem leiđtoga hljómsveitarinnar - ţrátt fyrir ađ stjórnsami og ofvirki bassaleikari Paul McCartney hafi ađ mörgu leyti stýrt Bítlunum síđustu árin eftir ađ umbođsmađurinn Brian Epstein dó.   

  Paul sýndi George og trommuleikaranum Ringo ofríki ţegar ţar var komiđ sögu.  En bar lotningarfulla virđingu fyrir John.  Stofnađi ekki til ágreings viđ hann.  Ţeir skiptust á tillögum og ábendingum um sitthvađ sem mátti betur fara.  Báđir tóku ţví vel og fagnandi.  Ţeir voru fóstbrćđur. 

  Ţó komu upp nokkur dćmi ţar sem Paul mótmćlti John.  Fyrst var ţađ ţegar John dúkkađi upp međ lagiđ "She said, she said" á plötunni Revolver.  Paul ţótti ţađ vera óbođleg djöflasýra.  John fagnađi ţví viđhorfi vegna ţess ađ hann ćtlađi laginu einmitt ađ túlka sýrutripp.  Í stađ ţess ađ rífast um lagiđ stormađi Paul úr hljóverinu og lét ekki ná á sér viđ hljóđritun ţess.  Lagiđ var hljóđritađ án hans.  George spilađi bassalínuna í hans stađ.  Síđar tók Paul lagiđ í sátt og sagđi ţađ vera flott.  

  Í annađ sinn lagđist Paul - ásamt George og Ringo - gegn furđulagi Johns "Revolution #9".  En John fékk sínu fram.  Lagiđ kom út á "Hvíta albúminu".  Hann var sá sem réđi.  Samt ţannig ađ hann umbar öll ţau lög Pauls sem honum ţóttu léleg.

  Eftirtalin Bítlalög hafđi John óbeit á.  Fyrir aftan eru rökin fyrir ţví og tilvitnanir í hann. 

1   It´s Only Love (á plötunni Help) - "Einn af söngvum mínum sem ég hata.  Glatađur texti."

2   Yes it Is (smáskífa 1965) - "Ţarna reyndi ég ađ endurtaka leikinn međ lagiđ This Boy.  En mistókst.

3   Run For Your Life (á Rubber Soul).  - "Uppfyllingarlag.  Enn eitt sem mér líkađi aldrei.  George hefur hinsvegar alltaf haldiđ upp á ţetta lag."

  And Your Bird Can Sing (á Revolver).  - "Enn ein hörmung.  Enn eitt uppfyllingarlagiđ."

5   When I m Sixty-Four (á Sgt. Peppers...) - "Afalag Pauls.  Ég gćti aldrei hugsađ mér ađ semja svona lag." 

6   Glass Onion (á Hvíta albúminu) - "Ţetta er ég ađ semja uppfyllingarlag"

7   Lovely Rita (á Sgt. Peppers...) - "Ég kćri mig ekki um ađ semja lag um fólk á ţennan hátt."

8   I ll Get You (á 4ra laga smáskífu 1963) - "Viđ Paul sömdum ţetta saman en lagiđ var ekki ađ gera sig."

9   Hey Bulldog (á smáskífu 1967) - "Góđ hljómgćđi á merkingarlausu lagi."

10  Good Morning, Good Morning (á Sgt. Peppers...) - "Einskonar bull en samt falleg orđ.  Uppfyllingarlag."

11  Hello, Goodbye - John var mjög ósáttur ţegar EMI gaf ţetta lag út á smáskífu.  Honum ţótti ţađ ekki ţess virđi.

12  Lady Madonna (á smáskífu 1968) - "Gott píanóspil sem nćr ţó aldrei flugi."

13  Ob-La-Di Ob-La-Da (á Hvíta albúminu) - Paul vildi ólmur ađ ţetta lag yrđi gefiđ út á smáskífu.  John tók ţađ ekki í mál.   

14  Maxwells Silver Hammer (á Abbey Road) - John leiddist ţetta lag svo mikiđ ađ hann harđneitađi ađ taka ţátt í hljóđritn ţess.  Engu ađ síđur sagđi hann ţađ vera ágćtt fyrir hljómsveitina ađ hafa svona léttmeti međ í bland.  Ţannig nćđu plöturnar til fleiri.     

15  Martha My Dear (á Hvíta albúminu) - John leiddist ţetta lag.  Samt ekki meira en svo ađ hann spilar á bassa í ţví.

16  Rocky Racoon (á Hvíta albúminu) - "Vandrćđalegt!"

17  Birtday (á Hvíta albúminu) - "Drasl!"

18  Cry Baby Cry (á Hvíta albúminu) - "Rusl!"

19  Sun King (á Abbey Road) - "Sorp!"

20  Mean Mr. Mustard (á Abbey Road) - "Óţverri sem ég samdi í Indlandsdvölinni."

21  Dig a Pony (á Let it be) - "Enn ein vitleysan.  Ég var í orđaleik og ţetta er bókstaflega rugl."

22  Let It Be (á Let it be) - "Ţetta lag hefur ekkert međ Bítlana ađ gera.  Ég skil ekki hvađ Paul var ađ pćla međ ţessu lagi."  

  Rétt er ađ taka fram ađ John skipti oft um skođun á flestum hlutum.  Líka á Bítlalögum.  Til ađ mynda er til upptaka ţar sem hann hrósar Let It Be sem glćsilegu lagi.  Ţetta fór dálítiđ eftir dagsforminu;  hvernig lá á honum hverju sinni.   

   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

"Thank you for this program"!

Sigurđur I B Guđmundsson, 10.9.2019 kl. 10:14

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hjartans ţakkir fyrir ţennan fróđleik. Rímar nokkuđ vel viđ söguna af ţví ţegar John sagđi viđ viđmćlanda ađ hann vildi helst, ađ öll lög Bítlanna yrđu leikin og tekin upp á nýtt. 

"Ţó ekki Strawberry field forever" sagđi viđmćlandinn.

"Jú, alveg sérstaklega ţađ lag," á John ađ hafa sagt.  

Ómar Ragnarsson, 11.9.2019 kl. 21:18

3 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  takk fyrir innlitiđ.

Jens Guđ, 12.9.2019 kl. 20:16

4 Smámynd: Jens Guđ

Ómar, upptökustjóri Bítlanna,  George Martin, sagđi ađ hann hafi séđ eftir ţví ađ hafa ekki beitt sér fyrir ţví ađ kassagítar-demó Johns á Strawberry fields forever vćri gefiđ út í stađ sýrđu útgáfunnar.  Demó-útfćrslan ratađi inn á The Beatles Anthology í lok síđustu aldar.  Hún er virkilega flott.  Engu ađ síđur markađi sýrđa útgáfan 1967 tímamót í sögu rokksins.  Jafn sýrt lag hafđi ekki áđur litiđ dagsins ljós.  Ţađ skorađi á árćđni og tilraunastarfsemi nýskapandi rokksveita.  Sem fóru á flug.   

Jens Guđ, 12.9.2019 kl. 20:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband