Plötuumsögn

 

 - Titill: Punch

 - Flytjandi: GG blús

 - Einkunn: ****1/2 (af 5)

  GG blús er dúett skipađur Guđmundunum Jónssyni og Gunnlaugssyni.  Sá fyrrnefndi spilar á gítar og er einn lunknasti smellasmiđur landsins; ţekktastur fyrir störf sín međ Sálinni, Pelican, Vestanáttinni, Nykri og Kikki.  Hinn síđarnefndi er best kunnur fyrir trommuleik međ Kentári, X-izt og Sixties.  Báđir voru í Jötunuxum.  Báđir eru ágćtir söngvarar og raddir ţeirra liggja vel saman. 

  Töluverđa fćrni og útsjónasemi ţarf til ađ gítar/trommur dúó hljómi sannfćrandi; ađ hlustandinn sakni ekki drynjandi bassalínu.  Hljómsveitum eins og White Stripes, Black Keys og dauđapönksveitinni Gyllinćđ hefur tekist ţetta. Líka GG blús - og ţađ međ glćsibrag!  

  GG blús spilar kraftmikinn og harđan rokk-blús.  Platan er bćrilega fjölbreytt.  Sum laganna eru mýkt međ rólegum kafla.  Hluti af söng í sumum lögum er keyrđur í gegnum "effekt" sem lćtur hann hljóma í humátt ađ gjallarhorni.  Sjö af tíu lögum plötunnar eru frumsamin.  Öll af Guđmundi Jónssyni.  Ţar af ţrjú samin međ nafna hans.  Í hinu KK-lega "Lost and Found" er Mike Pollock međhöfundur nafnanna og gestasöngvari.  Ađkomulögin eru "Money" eftir Roger Waters, "Cradle" eftir Rory Gallagher og "Spoonful" eftir Willie Dixon, best ţekkt í flutningi Howlin´ Wolf.  

  Flutningur GG blús á "Money" er ólíkur frumútgáfunni međ Pink Floyd.  Framan af er ekki auđheyrt hvađa lag um rćđir.  Sigurđur Sigurđsson - iđulega kenndur viđ Kentár - skreytir lagiđ listavel međ munnhörpublćstri.  Hiđ sama gerir Jens Hansson međ saxófónspili í "Spoonful".  Blessunarlega er platan laus viđ hefđbundin rokk- og blúsgítarsóló, ef frá er taliđ progađ titillag.  Í ţví er sitthvađ sem kallar Audioslave upp í hugann.  Rétt eins og í "Touching the Void".    

 Yrkisefniđ er töluvert blúsađ.  Sungiđ er um allskonar krísur og deilt á misskiptingu auđs og fégrćđgi.  Allt á ensku.  Sýna má ţví umburđarlyndi vegna útlendu laganna.

  Hljómur á plötunni er sérdeilis hreinn og góđur.  Eiginlega er allt viđ plötuna afskaplega vel heppnađ.  Ţađ á einnig viđ um umslagshönnun Ólafar Erlu Einarsdóttur. 

  Skemmtileg og flott plata!

GG blús


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ hefur lengi veriđ auđheyrt hversu frábćr tónsmiđur Guđmundur Jónsson er og jafnframt ţađ ađ hann var alla tíđ ađalmađurinn í Sálinni og klárlega ţeirra hćfileikaríkastur. Ţađ sem ég hef heyrt af ţessum nýja cd er ţađ áheyrilegasta sem ég hef heyrt frá Guđmundi, ţ.e. fellur nćst mínum tónlistarsmekk. Guđmundur er líka mjög góđur gítarleikari og frábćrt er ađ ţarna er lag frá meistara Rory Gallagher, Rory sem er uppáhald svo margra gítarleikara. Međ Money er ráđist til atlögu viđ klettinn ţar sem hann rís hćst. Lagiđ Spoonfool byggđi Willie Dixon lauslega á laginu A Spoonful Blues frá 1929 og jafnvel enn eldri lögum: All I Want is a Spoonful og Cocaine Blues. Ţannig velkjast einmitt svo mörg blueslög, en mér hefur alltaf ţótt lagiđ rísa hćst í flutningi The Cream frá árinu 1966. Í textanum fjallar Dixon út og suđur um skeiđar, en í nútímanum hefđi mátt fjalla um menn međ fulla munna af silfurskeiđum, sem ţrátt fyrir ţađ halda utan um ţjóđarauđinn, jafnvel í okkar fámenna landi. 

Stefán Guđmundsson (IP-tala skráđ) 23.9.2019 kl. 19:19

2 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  takk fyrir fróđleiksmolana. 

Jens Guđ, 23.9.2019 kl. 20:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband